Tíminn - 15.07.1995, Side 1

Tíminn - 15.07.1995, Side 1
Laugardagur 15. júlí 1995 9 AUSTURLAND allsnægtanna Steinarnir tala í Suöursveit „tala steinarnir", svo vitnað sé til meistara Þór- bergs Þóröarsonar, sem fæddist og ólst upp á Hala þar í sveit. Austar, viö Smyrlabjargarárvirkj- un, liggur leiðin upp að Skála- fellsjökli. Þar er afhafnasvæði Jöklaferða hf. og þótt leiðin þangað sé hrikaleg og geri ef til Suðurfiröir Ferbalag lesenda Tímans um Austurland byrjar ekki á verri endanum, ef svo má aö orbi komast. Þegar austur fyrir vötnin miklu kemur og brúna yfir Skeibará, er komið í Skaftafeli. Þjóðgarbur varb Skaftafell fyrir tæpum þrjátíu árum og er staðurinn rómabur fyrir náttúrufegurb. í Skaftafelli eru möguleikar á mörgum gönguferðum um skipulagða slóða í þjóðgarðinum og geta þær ferðir verið frá einni klukkustund og upp í einhverja daga, ef því er að skipta. í Öræfasveit Einsog konungur yfir ríki sínu gnæfir Hvannadalshnjúkur yfir Oræfasveit. Þetta hæsta fjall landsins, sem er 2.119 metra yfir sjávarmáli, sest víða að. Hótel er í Freysnesi skammt frá Skaftafelli og verslun er á Fagurhólsmýri. Frá bænum Hofsnesi er boðib uppá feröir á dráttarvél suður að Ingólfshöfða, þar sem sagan hermir að fyrsti landnámsmað- urinn, Ingólfur Arnarson, hafi komið að landi árið 874. Er á höfðanum minnisvarbi um þennan merka landnámsmann. Þá er einnig áhugavert fyrir ferðamenn ab hafa viðdvöl við Jökulsárlón, en þar eru í boði magnaðar siglingar um lónið, er morar í stórum ísjökum. Tímalesendur á ferö um Austurlandskjördœmi: Austurland löklaferöir hf. bjóba uppá snjóslebaferbir um Skálafellsjökul, og ab ferbum lokunum eru veitingar gjarnan i bobi. vill marga skelfda, er þó bót í máli að slebaferöir um jökulinn eru stórkostleg upplifun, að sögn þeirra sem reynt hafa. Við Hornafjörð er svo kaup- staðurinn Höfn. Þaö er gildur út- gerðarstaður og myndarlegt byggðarlag og þar hafa margvís- legar framfarir oröið á síðustu ár- um. Höfn og nágrenni, sem eru Undir Búlandstindi Úr Hornafirbi liggur leiðin upp Almannaskarö og í Lón. Úr Lóni er lagt í ferðir inn á svonefnd Lónsöræfi, en þær hafa notiö sí- fellt meiri vinsælda á síðari árum eftir því sem svæðið verður fleir- um kunnugt. Og áfram liggur leið okkar og nú á Djúpavog. Bú- landstindur, eitt formfegursta fjall landsins, gnæfir yfir byggð- arlaginu, þar sem verslun hefur verið stunduð allt frá árinu 1589. Margvíslega þjónustu er að hafa á Djúpavogi, meðal annars við ferðamenn. Má þar nefna ferðir í Papey, en frá þeim er sagt annarstaðar í þessu blabi. Þab er langt að aka fyrir botn Ferðamenn eiga um tvo kosti að velja, þegar komið er á Breið- dalsvík. Annarsvegar að halda upp á Fljótsdalshérab um Breið- dal eða áfram um svonefnda Suðurfirði. Og við tökum síðar- nefnda kostinn. Á Breiðdalsvík er ágætt að hafa vibdvöl og má þar minna á Hótel Bláfell. Næst höldum við á Stöövarfjörð, sem er fámennt byggðarlag við sam- nefndan fjörö. Þar er margt að sjá, meðal annars víðþekkt steinasafn Petru Sveinsdóttur. Einnig er á Stöðvarfirði listgaller- íið Snærós, sem er í eigu grafík- listamannsins Ríkharðs Valt- ingojer. Nyrsti Suðurfjörburinn er Fá- skrúðsfjörður, en vib hann stendur Búöakauptún. Umfangs- mikil útgerð og fiskvinnsla er stunduð á Búðum og einnig er þar í bobi ýmiskonar viðurgjörn- ingur við ferðamenn og þar er ágætt hótel. eitt og sama sveitarfélagib, er hið fjölmennasta á Austurlandi. Áð- urnefnt fyrirtæki, Jöklaferðir hf., býður á úthallandi sumri uppá siglingar vestur meb Hrollaugs- eyjum, þar sem svipast er um eft- ir hvölum. Alltaf sést eitthvað af þeim skepnum í þessum ferðum. Þær njóta vinsælda meðal út- lendinga og einnig íslendinga í seinni tíð. / Skaftafelli. Siglingar um Breibamerkurlón eru vinsœlar og heilla marga ferba- menn. Berufjarðar. Og þegar úr firðin- um kemur, eru lesendur Tímans komnir á Breiðdalsvík. Margs- konar ferðaþjónustu við ferða- menn er þar að hafa, en Breið- dalsvík er þó fyrst og fremst dæmigert útgerðarpláss einsog þau gerast á landsbyggðinni. Fjölbreytt dagskra / • / | / 1 jull Margvíslegar samkomur af ýmsu tagi verða haldnar á Austurlandi nú í sumar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði nú í júlí, að því sem fram kemur í yfirliti frá Ferðamálasamtökum Aust- urlands. 15. júlí íslandsmót í fjallahjóla- keppni og skógardagar verða haldnir á Hallorms- stað. 16. júlí Bikarmeistaramót í götu- hjólakeppni þar sem hjóluð verður leiðin frá Hallorms- stað að Egilsstöðum, um Fagradal, ab Reyðarfirði, Eskifirði og í Oddsskarð. 22. júlí Jurtaskoðun í nágrenni Eg- ilsstaða í umsjón Ung- mennafélagsins Vals. 21. til 22. júlí Hundrað ára verslunaraf- mæli á Borgarfirði eystri. 22. til 23. júlí Bæjarhátíð á Egilsstöðum. 29. júlí Ferö í Sænautasel með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. 29. júlí Vopnafjarðardagar, tíu daga fjölskylduhátíð. 31. júlí Gönguferð frá Snæfellsskála yfir í Lónsöræfi með Feröa- félagi Fljótsdalshérabs. Þá má nefna að þrennar útihátíðir verða á Austur- Iandi um verslunarmanna- helgina. Hátíðin Neistaflug verður í Neskaupstað, Álfa- borgarséns verður í Borgar- firði eystra og hátíðin Vopnaskak veröur á Vopna- firbi. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.