Tíminn - 15.07.1995, Side 7

Tíminn - 15.07.1995, Side 7
?oonr,-,i ? r ■ Laugardagur 15. júlí 1995 15 Þriöjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar: Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur íslensk sönglög Á næstu þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriöjudaginn 18. júlí kl. 20.30 syngur Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran sönglög eftir ís- lensk tónskáld viö undirleik Jónasar Ingimundarsonar pí- anóleikara. Á tónleikunum veröa fmm- flutt lög eftir Óliver Kentish og Tryggva M. Baldvinsson. Á efnis- skránni eru einnig sönglög eftir Jón Þórarinsson, Jómnni Viöar, Jón Ásgeirsson, Hildigunni Rún- arsdóttur, John Speight, Jónas Tómasson, Hjálmar H. Ragnars- son og Atla Heimi Sveinsson. Ingveldur Ýr Jónsdóttir stund- aði nám við Söngskólann í Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Á síöastliönum vetri vom eitt hundraö ár liöin frá fæö- ingu Davíös Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi og amts- bókavaröar á Akureyri. I tilefni þess em fluttar dagskrár um skáldiö í Davíðshúsi á hverju miövikudagskvöldi í sumar. Dagskrárnar em á vegum Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarskólann í Vínarborg og Manhattan School of Music í New York. Kennarar hennar voru Guðmunda Elíasdóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Cynthia Hoffmann. Einnig sótti hún námskeið hjá m.a. Charles Spencer og Martin Katz. Ingveld- ur Ýr hefur haldib ljóbatónleika bæði hérlendis og erlendis og tekið þátt í mörgum ópemupp- færslum í Mið-Evrópu. Fyrsta ópemhlutverk hennar á íslensku ópemsviði var hlutverk Olgu í Évgení Ónegin í íslensku Óper- unni vemrinn 1993. Eftir það tóku við hlutverk Fljóthildar og Valþrúðar í Niflungahringnum á Listasumars '95 á Akureyri, en þar koma ýmsir listamenn fram og flytja dagskrár úr verkum skáldsins í tali og tónum þar sem hver dagskrá er helguð sérstöku þema úr verkum hans. í Davíðs- húsi er heimili skáldsins eins og hann skildi við það þegar hann Iést, en rekstur Davíðshúss er á vegum Akureyrarbæjar sem eins af söfnum í bænum. ■ Listahátíð í Reykjavík 1994 og hlutverk Preziosillu í ópem Verd- is Á valdi örlaganna, sem sýnd var í Þjóbleikhúsinu síðastliðinn vet- ur. Ingveldur Ýr hlaut starfslaun úr Listasjóði vorið 1995 og em þessir tónleikar meðal annars af- rakstur þeirra. Ingveldur Ýr er fastráðin við Ópemna í Lyon næsta vetur. Jónas Ingimundarson stund- aði tónlistamám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og framhalds- nám í Tónlistarskólanum í Vín- arborg hjá prófessor dr. Josef Dichler. Frá árinu 1970 hefur Jónas starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tón- leika á íslandi og komið fram á öllum Norðurlöndunum, í Sov- étríkjunum og Kanada, sem pí- anóleikari ýmist einn eða með öbmm, einkum söngvumm, og á ámm áður einnig sem kórstjóri. Jónas hefur oft leikið með Sin- fóníuhljómsveit íslands í verk- um eftir Bach, Mozart, Beetho- ven, Liszt, Grieg, Saint-Saéns og Brahms. Hann hefur margoft leikið í útvarpi og sjónvarpi og stjórnað tónlistarþáttum þar. Hann hefur komið fram á al- þjóðlegum listahátíðum og leik- ib inn á hljómplötur (CD). Árið 1994 sæmdi forseti ís- lands Jónas riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir tónlistar- störf. ■ Akureyri: Dagskrá um Davíb Stefáns- son á miövikudagskvöldum Indverskar skellinöðr- ur komnar til íslands Ingvar Helgason hf. býöur nú skellinöðrur frá Majestic Auto Limited fyrirtækinu á Ind- Iandi, á hreint ótrúlega Iágu veröi, aöeins kr. 84.000. Hjólið, sem er af Gizmo-gerð, er það vandaðasta sem fyrirtækið býður upp á, búið tvígengisvél, 50 cc, 2,5 hestöfl og aðeins 58 kg. Fyrirtækið Majestic Auto Lim- ited er það stærsta sinnar tegund- ar á Indlandi og er framleiðsla þess með slíkum ólíkindum að hennar er getið í heimsmetabók Guinness. Heimamarkaður er einn sá stærsti, telur tæpan mil- jarð, og þar ferðast flestir á reið- hjólum eða skellinöðrum, oftar en ekki frá Majestic Auto Limit- ed. Skellinöðrur em stór hluti af umferbarmenningu Indverja, enda hentar land og loftslag þar vel til samgangna á slíkum farar- tækjum. Skellinöðmr em þægi- legur, ódýr og frjálslegur ferða- máti, einnig á íslandi. Farartæki frá Majestic Auto Jafn ferðahraði er bestur! v. Limited hafa notið gífurlegra vin- sælda í Asíu, og á síðari ámm í Bandaríkjunum. Nú hefur fyrir- tækið ákveðið að færa út kvíarnar enn frekar og ætlar að selja skelli- nöðmr í Evrópu, íslandi einna fyrst. Gizmo-hjólin em spameytin, á þriggja lítra tanknum ætti að vera hægt að komast nálægt tvö hundmð kílómetra. Þab fer lítið fyrir þeim í umferðinni og þeim er aubvelt að leggja. Hjólin henta því vel athafnafólki, sem ekki hefur tíma til ab leita að sífellt fækkandi bílastæðum. Tilvalin til sendiferða og styttri ferðalaga, bæbi í leik og starfi. Gizmo-hjól- in em svar Vesturlandabúa við auknum kröfum um orkuspam- ab og umhverfisvernd. Góð í skólann, í vinnuna, út í búð eða til annarra ferða. Henmgur ferða- máti. Nánari upplýsingar veita Sveinn Helgason og Om Þóröar- son, hjá Ingvari Helgasyni hf., í síma 525-8000. ■ Haavrbinaaþáttur Bastilludagurinn var í gær og fögnuðu Frakkar því um allan heim eins og jafnan áður. Þó bar svo við að erlendir mektarmenn mótmæltu áformum Frakka um kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni með því að mæta ekki í móttökur sem boðið er til í sendiráðum. Ritstjóri Tímans, Jón Kristjánsson al- þingismaður, var einn þeirra sem var boðið í mót- töku hjá Frökkum í Reykjavík. Þegar hann var í gær spurður hvort hann ætlaði að fara, svaraði hann: Kjamorkan er vítisvél, veldur skýjum dökkum. Ég held að boði um hanastél hafni ég frá Frökkum. Hagyrðingaþátturinn féll niður í síðasta laugar- dagsblaði og var eftir því tekið. Búi var ekki hrifinn af slíku og var vísnalaus Tíminn tilefni eftirfarandi hugleiðinga hans: Mjög er nú að málum staðið miður vel á ýmsan hátt; hingað komið helgarblaðið hagyrðinga skortir þátt. Hvað svo grófum vanda veldur veit ei nokkur maður hér, ekki ég og ekki heldur aðrir gaurar, sýnist mér. Séu íslensk — lífs og liðin — leirskáld þögnuð, tóm og geld, vceri best að fengju friðinn fleiri bullur, að ég held. Svei því alla okkar daga — andagiftin lagast senn — Amartað á túni Braga tínum áfram, vaskir menn. Hér koma tvær stökur eftir góðvin þáttarins, Ó.Þ. Sú fyrri er um hans eigin skáldskap: Öll mín Ijóð og lausavísur lcet ég eftir gleymskunni. Þetta em þurrar krísur, þverskurður afheimskunni. Og önnur sein Ó.Þ. hefur gert og gæti átt við um veiðimenn sem nú eru að berja vatnið um land allt: Við veiðitólin tryggð hann batt, títt í hylinn kíkti. Um afla hinna sagði ei satt, en sína snilld hann ýkti. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA TÖKUM ÁFENGIÐ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.