Tíminn - 21.07.1995, Síða 5

Tíminn - 21.07.1995, Síða 5
Föstudagur 21. júní 1995 ‘mfflttwu 5 Jón Torfason: Enginn gróbi lengur Undanfarna daga hafa staðið yfir hér á landi heræfingar á vegum Na- tó, bandaríska hersins, norska hers- ins og landhelgisgæslunnar ís- lensku. Ýmislegt er athyglisvert við framkvæmd þessara heræfinga. í fyrsta lagi er nær alger þögn her- stöðvaandstæðinga um það aö er- lendir hermenn séu að spígspora um íslenskt landsvæði. Er allur þróttur úr herstöðvaandstæðing- um? Eru hernámsandstæðingar orðnir svo fámennir að þeir geta ekki staðið fyrir mótmælum og ekki einu sinni samið mótmælaskjal? Eða hafa þeir loksins sætt sig við að erlendur her hafi hreiðrab um sig á íslandi til langframa? Hafa and- stæðingar erlendrar hersetu á ís- landi viðurkennt að nauðsynlegt sé að á landinu veröi erlendur her um alla framtíð? Og er þá haft í huga að engin ógn stendur lengur af Sovét- ríkjunum sálugu. Hefur barátta fyrrverandi utanríkisrábherra fyrir því að viðhalda tryggum vörnum á Islandi loksins skilað árangri í tíð núverandi ríkisstjórnar? Þegar stórt er spurt verður oft lít- ið um svör. En ef til vill eru her- stöðvaandstæðingar langsærri en fyrrverandi og núverandi utanríkis- rábherrar. Ef til vill er hernámsand- stæðingum ljóst að þab er aðeins tímaspursmál hvenær bandaríska herliðið hverfur á brott frá íslandi, þrátt fyrir ferðir íslenskra ráða- manna til Washington til ab grát- biðja Bandaríkjastjórn um að við- halda herstöðinni við Keflavík ein- hver ár enn. Kannski þykir her- námsandstæðingum ástæðulaust ab mótmæla síbustu eða næstsíð- ustu heræfingu erlends herlibs á Is- landi. Svo er að skilja aö í heræfingun- um taki einkum þátt varalið frá Bandaríkjunum, sem er ætlað að verja ísland ef til árásar kemur. Þetta eru ekki atvinnuhermenn, heldur venjulegir borgarar — skrif- stofumenn, bifvélavirkjar, kennar- ar, smiðir o.s.frv. — sem vilja bjóða sitt blóð til að verja ókunna þjóð í fjarlægu landi. Þökk sé þeim. Eg hef sjálfur séb hvers konar hemab þess- ir menn stunda í gönguferö her- námsandstæbinga inn á æfinga- svæði dátanna 1991 og 1993. Þeir hlaba byrgi úr torfi og grjóti af því tagi sem voru orðin úrelt í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-18, og kann skýring á því aö vera sú hve dæmalaust erfitt er að grafa skot- grafir í hraunið á Suðurnesjum. Svo er hlaupið um melana og móana og VETTVANGUR „Herœfingar; eins og hér er um að rœða, eru raun- ar einkum ein áHsherjar útilega. Það er vel skilj- anlegt að venjulegir Bandaríkjamenn vilji koma hingað í nokkra daga og liggja í tjaldi í óbyggðum og hlaupa svo- lítið um, þegar það er ókeypis. Þetta er líka um hásumartímann og kost- ar þá ekkert nema að vera í asnalegum fótum og bera þungan poka á bakinu hluta úr degi." fretað púðurskotum á ímyndaða óvini, sem að þessu sinni eru aöeins 50 Norðmenn á móti 1200 Banda- ríkjamönnum. Það ætti því að vera nokkuö tryggt að „okkar menn" vinni og Norðmönnum takist ekki aö „taka landið". Heræfingar, eins og hér er um aö ræða, eru raunar einkum ein alls- herjar útilega. Það er vel skiljanlegt að venjulegir Bandaríkjamenn vilji koma hingað í nokkra daga og liggja í tjaldi í óbyggðum og hlaupa svolítið um, þegar þab er ókeypis. Þetta er líka um hásumartímann og kostar þá ekkert nema að vera í asnalegum fötum og bera þungan poka á bakinu hluta úr degi. Hver mundi ekki taka slíku kostabobi með fögnuði? Spurning hvort ekki ætti að gefa íslensku lögreglunni og Landhelgisgæslunni kost á sam- bærilegu tveggja vikna „námsleyfi" svona þriðja eða fjórða hvert ár, sér í lagi ef Kaninn vildi borga þeim uppihaldið. Það ætti kannski ab bjóða upp í slíkt í næstu kjarasamn- ingum. Þótt mér sé ekki vel við erlendan her á íslandi, finnst mér góbra gjalda vert að 1200-1300 útlending- ar komi hingab til lands í útilegu, sér til upplyftingar. Ferðaþjónustan tekur einmitt mið af þess konar starfsemi. Það er hins vegar spurn- ing — fyrst farið er að blanda Land- helgisgæslunni í þessar æfingar og láta Bandaríkjamenn taka til í yfir- gefnum herstöðvum og herþyrlurn- ar þeirra flytja hey inn á öræfin eins og gert var við sambærilegar heræf- ingar fyrir tveimur árum — hvort ekki eigi ab halda áfram á svipaðri braut. Hvers vegna eru hermenn- irnir ekki látnir búa á hótelum þessa daga? Það er nú einu sinni svo, ab í ófriði leggja hermenn jafn- an undir sig almennilegt húsnæði, en hýrast ekki í köldum tjöldum. Er ekki eðlilegt að æfingahermennirn- ir fái að sofa í sæmilegum rúmum, ab það minnsta kosti í svefnpoka- plássi? Og er það öruggt að „óvinur- inn" geri árás á ísland um hásumar- ið, þegar sumarleyfistíminn stend- ur sem hæst? Á Sturlungaöld börð- ust menn að vísu oftast um og eftir mitt sumar, þegar jökulárnar voru minnstar og heyskap að mestu lok- ið, en gilda ekki önnur lögmál á tækniöld? Er ekki næsta krafa ís- lenskra ráðamanna til Bandaríkja- stjórnar ab næstu heræfingar verði haldnar um vetur — þegar ferða- mannaiðnaðurinn er í ládeyðu — og að hermennirnir verði látnir gista á lítt nýttum hótelum eða í bændagistingu og að þeim verði dreift nokkuð jafnt yfir landið, svo hvert kjördæmi fái sinn réttmæta skerf af hermangsgróbanum? Það hefur að vísu borið nokkuð á því vib undanfarnar æfingar að her- æfingamenn gangi illa um, skilji eftir sig alls konar drasl eins og skothylki, blaðarifrildi, olíuleka hér og þar og fleira í þeim dúr — en hver má líka vera að því að tína upp umbúðir utan af súkkulaði eba gos- dósir í stórstyrjöld? Við íslendingar hljótum líka að sjá í gegnum fingur vib þá um svolítið rusl þegar heill föðurlandsins er í húfi. Fréttaflutningur frá yfirstandandi heræfingum er umhugsunarverður. Auðvitað er sagt frá því hve tæknin er fullkomin, hve fiugvélarnar fljúgi hratt, hvað byssurnar geti skotið mörgum skotum á mínútu, hvað hver sprengja getur tætt margar manneskjur sundur í einu, o.s.frv. Það er líka tíundað að þessi flugvél hafi verið í Víetnam og hin í írak og víðar, þótt ekki séu ná- kvæmar tölur um hve mörgu fólki hver flugvél hafi grandað — skabi hvað statistíkin getur verið slök á sumum sviðum. En annað er athyglisvert vib fréttir frá heræfingunum. Fyrir utan þab að tíunda hve tæknin er undra- verð og vígtólin vel smurð, þá hefur helst borið á kvörtunum um ab her- æfingarnar trufli ýmiss konar at- vinnustarfsemi. Flugmönnum í Mývatnssveit og raunar víðar var bannað að fljúga útsýnisflug yfir Vatnajökul. Þotur í lágflugi fældu hesta fyrir mönnum sem voru ab lóðsa erlenda túrista í leit hreinnar náttúru og kyrrðar frá firringu stór- borga í útlöndum. Þotur hafa líka truflað íbúa á Suðurnesjum í kaffi- bobum með hávaða og fyrir hefur komið ab þær hafi rofiö hljóbmúr- inn fyrir ofan minkabú og valdið einstökum framleiðendum stór- tjóni. Þeir, sem hafa orðib fyrir skaða af völdum bandaríska hers- ins, hafa yfirleitt borið sig illa. Get- ur þó ekki verið að umrædda aðila skorti víðsýni og þeir hafi ekki skilning á því aö varnir íslands hljóti að kosta fórnir, að einhverjir verði að borga eitthvað fyrir frjálst og óháð ísland? En það má líka segja ab þessu fólki sé vorkunn. Landsmenn hafa horft upp á valdamikla aðila í þjóð- félaginu sópa aö sér ofsagróöa á við- skiptum vib herinn — hermangs- gróða á ófínu máli — sem ekki hef- ur verið varið til almenningsþarfa, nema að sáralitlu leyti. Nú, þegar nýframkvæmdir á vegum banda- ríska herlibsins eru nánast engar og störfum við þjónustu fyrir herinn fækkar stöðugt, er öllum ljóst ab hermangsgróðinn er fyrir bí og inn- an fárra ára verbur ekki önnur verk að hafa í kringum bandarískan her á íslandi en að hirða upp ruslið eft- ir hann. Þab er ósköp eðlilegt að fólki, sem er að reyna að byggja upp eðlilega atvinnustarfsemi af eigin rammleik, sárni að þessi fortíöarher skuli hafa það helst erindi til ís- lands að spilla fyrir framtíbarmögu- leikum þess. Höfundur er íslenskufræ&ingur og starf- ar á Þjó&skjalasafni íslands. Um launavinnu og þrælavinnu Nýlega sýndi ríkissjónvarpið þátt um allnokkra íslendinga, sem flust hafa til Danmerkur og starfa þar sem fiskvinnslu- fólk. Allt hafði þetta fólk unnið í sömu grein hér heima á Fróni. Voru því hæg heimatökin til samanburöar á kjörum verka- fólks heima og heiman. Tvennt var það, sem fólkinu þótti frábrugðið varðandi kjör sín, síðan það kom til Dan- merkur, frá því sem það hafði átt áð venjast hér heima. Ann- að var það, að í Danmörku er átta stunda vinnudagur regla, en ekki fimmaurabrandari eins og hér. Hitt, sem fólkið nefndi, voru launin. Á íslandi hafði það haft innan við 300 krónur á tímann, en í Danmörku námu launin yfir 1000 íslensk- um krónum á tímann. Fyrir utan launasamanburð- inn, lét fólkið þess getið, sem raunar mátti sjá í þættinum, að hinir dönsku eigendur fisk- vinnslufyrirtækjanna töldu sig ekki upp yfir þab hafna ab vinna með starfsfólki sínu. Þvert á móti gengu þeir til verka með sínu fólki, en voru ekki sömu uppskafningarnir og stertimennin og kollegar þeirra á íslandi, sem helst virbast hafa það fyrir stafni að klæöast stáss- fötum og rúnta um á miljóna- jeppum, milli þess sem þeir siga kjaftforum strákum Vinnuveit- endasambandsins á verkafólk, í hvert skipti sem það færir þab í tal, að kannski ætti mannskap- urinn að geta lifað af launum sínum. Það kom og í ljós í þætti þess- um, að framfærslukostnaður er svipaður í umræddum löndum. M.ö.o., kjör verkafólks í Dan- mörku eru u.þ.b. þreföld á við það sem gerist á íslandi. Nú er það svo, aö við íslend- ingar höfum hráefnaauðlind, sem er fiskimiðin, misgjöfula að vísu, en gjöfula þó, enn sem komið er. Danir hafa enga sam- bærilega aublind. Þeir lifa ein- SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON faldlega á verslun, landbúnaði og iðnaði, sem byggir afkomu sína á innflutningi hráefna og fullvinnslu þeirra. Við höfum orku í fallvötnum og jarðhita. Danir verða að flytja alla sína orku inn. Nema hugarorkuna. Af henni hafa þeir nóg sér til framfærslu. Við höfum hins vegar óþrjótandi birgbir af for- heimskun, flottræfilshætti og aumingjaskap. Auk þess þjást valdamenn þjóðarinnar af því- líkri mannfyrirlitningu, að þeir láta þab um sig spyrjast aö hér á íslandi, sem er eitt ríkasta land veraldar, skuli jafnvel barna- geðdeild loka hluta úr ári, með öllum þeim skelfilegu afleið- ingum sem slíkt auðsjáanlega hefur. En það telst sjálfsagt vænna ráð en t.d. að láta Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna borga skatta af yfir hálfs mil- jarðs hagnaði. Nú er það svo, að enginn get- ur orðið sér úti um skæðari óvin en eigin heimsku. Hafi menn ekki til ab bera þá vits- muni, sem þarf til ab sjá ab misrétti eru takmörk sett, eigi þjóðarbúið að ganga, þá er voð- inn vís. Ég tek það fram, að í þessu efni er ekki við einn aðila að sakast, hvorki stjórnmálaflokk, vinnuveitendur né aðra. Sökin er okkar allra. En ég minni á, að vilji menn ekki að íslensk al- þýba telji það nauðvörn sína ab Island gangi í Evrópusamband- ib út á ódýr kjúklingalæri, þá er vissara að jafna kjör fólks í þessu landi. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ÆFINGAR EÐA ÍSLANDSKORT? Atlantshafsbandalagið hefur verib á dagskrá að undanförnu vegna hörmunganna á Balkanskaga pg hálf ómerkilegra heræfinga á ís- landi. Menn eru ekki á einu máli um skyldur aðildarþjóða NATO við hverja aðra og deilt er um gildi orðalagsins á fimmtu grein NATO- sáttmálans. Þar stendur efnislega ab ef rábist er á eitt aðildarríkið, er öðru ríki skylt ab bregbast vib á þann hátt sem þab telur naubsyn- legt. Deilurnar standa hins vegar um hvort orbin „sem þab telur naubsynlegt" eigi vib mat ríkisins sem á er rábist eba ríkisins sem á ab koma til hjálpar. íslendingar hafa túlkab orbalagib fyrir hönd þolandans, en það gera ekki allar abrar NATO-þjóbir. Pistilhöfundur sótti heim á sín- um tíma bandaríska utanríkisrábu- neytib og hermálarábuneytib (Pentagon) til ab fá svör við hinum ýmsu spurningum um varnir landsins frá fyrstu hendi fyrir viku- blabib ísafold. Hann spurbi mebal annars hvort Bandaríkjunum beri ab koma íslandi til hjálpar ef á þab er rábist. Svarib er birt hér meb leyfi ritstjóra ísafoldar: „Skilningur bæbi fulltrúa utan- ríkisrábuneytisins og Pentagon er á sama veg. Hvert abildarríki fyrir sig skal meta til hvaba rába þab grípur ef rábist er á annab bandalagsríki. Þab er ekki um nein sjálfkrafa vib- brögb ab ræba, heldur blákalt mat á stöbunni. Enda sögbu rábuneyt- ismenn ab ekkert ríki skrifabi undir einskonar óútfyllta ávísun á fram- tíbina í þessum efnum og afsalabi sér blint öllum ákvörbunarrétti í jafn alvarlegu og mikilvægu máli. Eba mundi Island gera þab? í Pent- agon kvab vib sama tón: Engin þjób afsalar sér rétti til ab ákveba hvaba vopna hún grípur til og undir hvaba kringumstæbum." Svo mörg voru þau orð rába- mannanna ÍWashington, sem hafa örlög íslensku þjóbarinnar í hendi sér ef sverfur til stáls. Ekki er um nein sjálfkrafa mænuvibbrögb ab ræba hjá bandaríska hernum ef rábist er á ísland. Hins vegar bentu sömu rábamenn á ab forseti Bandaríkjanna mundi varla ofur- selja þúsundir bandarískra her- manna og fjölskyldur þeirra örlög- um sínum á íslandi, ef til tíðinda drægi ílandinu. Dvöl bandaríska varnarliðsins er því eina vonin sem íslenska þjóbin hefur um abstob frá Atlantshafsbandalaginu, ef á þarf ab halda. Kald.a stríðib er libib undir lok, en Baíkanskagi logar í ófribi sem getur hæglega breibst út ef svo fer sem horfir. Sovétríkin gömlu eru púðurtunna meb stuttum kveiki- þræbi og víðar í heiminum eru blikur á lofti. Mebal annars af þeim sökum búa bandarískir og norskir hermenn sig nú undir ab verja ís- land og eru vib æfingar í landinu til ab venjast stabháttum. Allir frjálshuga íslendingar hljóta ab fagna æfingunum og þær gefa vís- bendingu um ab landib sé ekki varnarlaust þrátt fyrir lobib orbalag í NATO- sáttmálum. Víst skýtur því skökku vib þegar prýbilega greindir íslendingar am- ast vib æfingunum og óska í hafs- auga. Varnarlib NATO þarf ab þekkja landib til ab geta varib þab, eba ætlast þessir gömlu hernáms- andstæbingar til ab dátarnir fari í bibrabir vib bókaverslanir landsins til ab kaupa sér íslandskort ef í harbbakkann slær?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.