Tíminn - 21.07.1995, Qupperneq 7
Föstudagur 21. júlí 1995
IjfollffMlMf
7
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra segir aldrei hœgt aö komast hjá lokunum vegna sumarleyfa, en:
Maöur spyr sjálfan sig hvort
lokanir spari nokkurn hlut
„Enda held ég aö þaö sé mik-
iö atriöi aö Guö hjálpi okk-
ur. Þaö getur aldrei veriö
nema til bóta," svaraöi Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigö-
isráöherra aö bragöi, er bor-
in voru undir hana orö Sig-
uröar Björnssonar krabba-
meinslæknis. „Ég biö bara
Guö aö hjálpa okkur," sagöi
ráöherrann í viötali viö Al-
þýöublaöiö um fyrirhugaö-
an 2ja milljaröa niöurskurö í
heilbrigöiskerfinu. En álits
Ingibjargar var leitaö vegna
margra frétta og mikilla um-
ræöna undanfarna daga um
ýmis vandamál í heilbrigöis-
kerfinu, m.a. hvort þar sé
kannski um ranga forgangs-
rööun aö ræöa, eins og haft
hefur veriö eftir landlækni.
„Auövitaö geta menn deilt
um þaö. En viö veröum aö
muna þaö, aö tæplega helm-
ingur fjárlaganna fer til þessa
málaflokks (heilbrigöis- og
tryggingamála) og þaö væri
vitanlega mjög gott ef menn
stæöu saman um þaö aö verja
meiri fjármunum til þessara
mála. Þótt einhvers staðar
þurfi að skera niður á næsta
ári, þá býst ég viö aö vandinn
verði fyrst og fremst sú mikla
framúrkeyrsla sem stefnir í á
þessu ári, vegna óraunhæfra
fjárlaga. Þótt alls staðar sé
staðið á bremsunum, blasir nú
við aö rekstur heilbrigöiskerf-
isins stefnir í milljarð fram úr
áætlun. Það segir okkur þaö,
að fjárlögin voru óraunhæf.
Lyfin 200 milljónir
umfram
Meðal annars eru aö fara
fram úr fjárlögum liöir sem
erfitt er aö eiga viö, eins og
lyfjakostnaðurinn, sem fyrstu
4 mánuði ársins fór verulega
umfram áætlun, alveg öfugt
viö þaö sem spáö var. Menn
eru aö reyna að finna ástæður
fyrir þessu, sem geta verið
ýmsar. Ein er sú, að umræðan
um tilvísanakerfiö hafi hugs-
anlega oröið til þess að fólk
hamstraði nokkuð af lyfjum,
þar sem þaö vissi ekki hverju
það ætti von á. Þetta getur
samt ekki verið eina ástæöan,
því hér er um einar 200 millj-
ónir að ræöa.
Þess vegna var gripið til þess
ráös að samþykkja reglugerð,
sem tekur að fullu gildi þann
1. ágúst. Frá þeim tíma er þess
vænst að læknar ávísi ein-
göngu á ódýrustu lyfin í hverj-
um flokki. Vilji sjúklingur fá
annað og dýrara lyf, þá greiðir
hann verömuninn sjálfur,
nema um alveg sérstakar
ástæður sé að ræða. Komi
þetta kerfi til að hafa ámóta
áhrif hér hjá okkur og hjá ná-
grannaþjóðunum, sem áður
hafa tekið það upp, þá megum
við vænta þess að það spari
sjúklingum um 100 milljónir
og ríkinu um 80-90 m.kr.
Við vitum líka að sjúkrahús-
in eru að fara meira og minna
framúr áætlun. Það virðist erf-
itt fyrir þau að halda sig innan
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigbisrábherra.
fjárlagarammans, þótt margur
reyni það."
Þurfum þjóbarsátt
um forgangsröðun
— Er og verður spamaður í
heilbrigðiskerfinu endalaus og
kannski vonlaus barátta?
„Ég býst við því að framtíðin
verði sú, með framþróun í vís-
indum og tækni, að það verði
hægt að grípa inn í nánast alla
mögulega og ómögulega hluti.
Ljóst er að það þýðir að við
þurfum stöðugt meiri peninga
til málaflokksins, ætlum við
ekki aö lenda í eilífum „krís-
um". Þótt legudögum fækki
við hverja aðgerð, þá verða að-
gerðirnar bara sífellt fleiri.
Og þetta viljum við líka.
Verðum við veik, viljum við fá
lækningu — núna strax. Ef við
þess vegna ætlum að ná utan
um þetta, þá þurfum við þjóð-
arsátt um einhverja forgangs-
röðun. Það vantar sem sagt að
þjóðin komist að niðurstöðu
um: ætlum við að láta heil-
brigðismálin hafa forgang, eða
eitthvað annað?"
Séum vib sammála
um hjartaabgerbir
á 85 ára fólki, þurf-
um vib líka ...
— / fréttum fyrir nokkru kom
m.a. fram að lceknar hafi alltaf
séð um forgangsröðun aðgerða,
þ.e. í hvaða röð þcer eru teknar.
„Það er eðlilegt og verður
ávallt þannig. En e.t.v. þurfum
við líka að ræða um það opin-
skátt hvað mikið við ætlum að
gera og hve mikils árangurs við
væntum af aðgerðunum sem
verið er að gera. Þetta em vitan-
lega mjög erfiðar og ágengar
spurningar. Ætlum við t.d. að
gera hjartaaðgerðir á sjúkling-
um, sem náð hafa 85 ára aldri
eða enn hærri? Séum við sam-
mála um að við ætlum að gera
það, þá þurfum við líka að vera
sammála um að leggja til þá fjár-
muni sem það kostar."
— Önnur athyglisverð frétt var
afmanni sem hafði verið á biðl-
ista í þrettán ár eftir þvagfaera-
aðgerð á Landspítalanum.
„Mér finnst þetta ýta undir
það álit mitt, að þaö þurfi að
tölvuvæða biðlistana. Því það
er víðar hægt að gera þessar
aðgerðir en á Landspítalanum.
Það er t.d. ekkert óeölilegt að
sjúklingur á biðlista fái
kannski val um að fara til
Akraness eða Akureyrar í að-
gerðina. Að þannig yrði reynt
að létta á stofnunum sem eru
yfirfullar."
Efast um ab lokanir
spari krónu
— Eru lokanir sjúkrahús-
deilda, sem svo mjög hafa verið
til umrœðu, mun meiri en und-
anfarin ár?
„Það hafa verið geysimiklar
lokanir á undanförnum árum
og þær eru svipaðar núna, víð-
ast hvar. En á einstaka deild-
um geta þær verið meiri. Á
geðdeild Landspítalans telja
menn lokanir meiri nú en
undanfarin ár. Aftur á móti
lokar Borgarspítalinn ekki
sinni geðdeild.
Þaö verður aldrei komist hjá
einhverjum lokunum, vegna
þess að við eigum ekki sér-
fræðinga og sérhæft starfsfólk
til aö leysa alla af í þeim löngu
sumarleyfum sem við eigum.
Aftur á móti, varðandi lokanir
í sparnaðarskyni, þá spyr mað-
ur sjálfan sig hvort þær lokan-
ir spari nokkurn skapaban
hlut. Ég dreg raunar í efa að
margt af þessu gefi okkur
nokkra krónu í sparnað til
lengri tíma litið.
Við höfum alltaf þurft að
standa frammi fyrir þessum
„krísum" á hverju ári. Það
skiptir þess vegna mestu máli
að menn endurskoði nú allt
kerfið og þar með hvort hægt
er að ná betra og meira skipu-
lagi. Þessi endurskoðun þarf
að ná til alls landsins. Við
þurfum ab vita hvort unnt er
að ná bæði betri þjónustu og
betra skipulagi með aukinni
samvinnu og sameiningu
stofnana úti á landi."
Peningarnir sóttir í
sama vasann
— Fréttir hemia að þú aetlir að
taka hjartaaðgerðimar fyrir á
naesta ríkisstjómarfundi. Hver á
að borga þaer?
„Þetta er auðvitaö sameigin-
legt málefni okkar og vib verð-
um að taka sameiginlega
ábyrgð á því. Þótt deilt sé um
hvort ríkissjóöur eða Trygg-
ingastofnun á að borga þetta,
þá er það auðvitað allt sami
vasinn sem peningarnir eru
sóttir í. Fjölgun aðgerða um-
fram það sem fjárlög áætluðu
átti að fara gegnum TR."
— Hvernig er svo hugmyndin
að bregðast við vegna þessa
milljarðs, sem heilbrigðisút-
gjöldin stefna nú framúr fjárlög-
um?
Enn reynt ab semja
vib lækna
„Það verður höfuðvandi
minn á næsta ári. Við erum
t.d. í samningaviðræöum við
lækna, bæði lækna í heilsu-
gæslu og sérfræðinga, um það
hvernig hugsanlegt er að ná
lækniskostnaði niður."
— Að mati landlœknis er
byggingargleði manna ofmikil á
meðan bráðaþjónusta er skert
vegna fjárhagsvandrœða.
„Ég er sammála landlækni
ab þab er ekkert unnið með
því að byggja og byggja, þegar
fjármuni vantar síðan í rekstur
m.a.s. þeirra stofnana sem fyr-
ir eru. Varðandi þær bygging-
ar, sem lofab var fyrir kosning-
ar í vor, var þannig frá málum
gengið að þar verður ekki aftur
snúið."