Tíminn - 28.07.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 28.07.1995, Qupperneq 3
Föstudagur 28. júlí 1995 SœŒiHimM. 'arTPWVww 11 Mikiö kal í túnum hjá Strandamönnum og jörö víöa dauö: Þörf á veralegum heykaupum „Sú sta&a er mjög slæm hér. Það er stórfellt kaltjón um allar Strandir og líklega því verra sem noröar dregur. Ætli ástandib sé ekki einna verst í Árneshreppi. En þaö er mjög víba sem er mjög mikib kaltjón," segir Brynj- ólfur Sæmundsson hjá Bún- aðarsambandi Stranda- manna. Brynjólfur segir að jörð hafi veriö klakalaus og menn hafi vonast eftir að hún kæmi lif- andi undan snjó og færi að gróa, en það hefði brugðist. Víða væru tún steindauð, trú- lega vegna köfnunar- og rot- kals. Hann segir þetta töluvert áfall. Sunnan til í sýslunni er farið að slá á nokkrum bæjum, sér- staklega í Hrútafirði, en hey- fengur er ákaflega rýr. Brynj- ólfur segir nokkuð hafa borið á grasmaur sem hefði skemmt, en þegar hann kæmi þá þýddi ekkert annað en fara að slá, þó heyfengur yrði rýr, því hann minnkaði bara úr því. „Annarstaðar reikna ég tæp- ast með að sláttur komist í gang neitt fyrir alvöru fyrr en komið er fram í ágúst. Það er alveg fyrirsjáanlegt. Menn reyna ekki að taka þetta fyrr. Heyfengur verður mjög rýr og það verður þörf á verulegum heykaupum," segir Brynjólfur. Menn væru hins vegar lítið farnir að huga að heykaupum, en hefðu verið að reyna að fá tún á leigu, segir hann. Nokkr- ir bændur í Hrútafirði leigja t.d. tún af bændum í Norður- árdal í Borgarfirði. Vegna sauðfjárveikivarna eru það tak- Heyskapur og ástand túna í Dalasýslu: Grasspretta misjöfn „Ég held aö þetta sé allt frá því ab menn séu varla byrjab- ir og það eru til menn sem eru nánast búnir," segir Bjarni Ásgeirsson, formaður Búnaðarsambands Dala- manna, abspurður hvab libi heyskap í Dalasýslu. Bjarni sagbist þó ekki hafa farib það mikið um sýsluna nýlega að hann vissi nákvæmlega hvernig menn væru settir meb heyskap. Bjarni segir grassprettu vera mjög misjafna, yfirleitt frekar í lakari kantinum. Kuldinn hafi verið mikill; þó það hafi komið hlýir og góðir dagar, hafi næt- urhitinn farið niður í tvær gráður. Tún telur hann hafa komið þokkalega undan vetri, en séu lakari þar sem minni snjór hafi verið. Þar hafi verib meira svell. Á einstöku jörðum sé talsvert kal. ■ mörkuð svæði sem Stranda- menn mega kaupa hey frá, og gerir Brynjólfur ekki ráð fyrir að þau mál komist á skrið fyrr en sést fyrir um heyfeng á þeim svæðum og eins hvað yrði úr grassprettu á Strönd- um, þegar upp er staðið. „Menn lifa nokkub lengi í voninni um að rætist úr. Það hefur verib mjög þurrt undan- farið, en nú er komin væta. Það er mjög hlýtt og rigndi í nótt og verður kannski eitt- hvað næstu daga eftir spánni. Vika til eða frá af sprettutíð, hún getur skipt miklu máli. Það hefur verið ákaflega léleg sprettutíö, þurrt og kalt oftast nær núna undanfarið, en menn svona-lifa eitthvab í voninni áfram," segir Brynjólf- ur. -TÞ DU i HJA OKKUR ER URVALID VIÐ BJÓÐUM: Diskasláttuvélar í ýmsum stærðum og gerðum, með eða án knosara, frá eftirtöldum fyrirtækjum: „iðtjlv -fejssi?.™! (\Boah ri#ms ZWEEGERS GREENLAND ZWEEGERS Heytætlur, lyftutengdar eða dragtengdar, í ýmsum stærðum og gerðum frá eftirtöldum fyrir- tækjum: Kverneland rf nne rT/MRaP 1IHH* I Stjörnumúgavélar, lyftutengdar eða dragtengdar, í ýmsum stærðum og gerðum frá eftir- töldum fyrirtækjum. Kverneland rTO/jRaP riMMS Hafið sam- band við sölu- menn okkar sem gefa allar nánari upplýs- ingar. Ingvar Helgason hf. vélasala Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000 VENDT Þegar gæðin skipta máli Dráttarvélar búvélar hf Slðumúla 27 • 108 Reykjavlk Sími 568 7050 • Fax 581 3420 FENDT DRÁTTARVÉLAR NC MYKJUDREIFITÆKI NIEMEYER HEYVINNUVÉLAR PARMITER PÖKKUNARVÉLAR VERMEER RÚLLUBINDIVÉLAR J0LA ÁBURÐARDREIFARAR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.