Tíminn - 28.07.1995, Page 7
Föstudagur 28. júlí 1995
ISifm&ma. landbúnaður
15
Brugöist vib samdrœtti í búskap:
Býöur upp á hestaferöir
Tímamyndir: TÞ, Borgarnesi.
IumiImiIIo
ÁBURÐARDREIFARAR
Áratuga reynsla á íslandi
• Hefur færanlegan neðri festipinna,
þannig að hægt er að setja hann á
allar gerðir dráttarvéla.
Samdráttur í hefbbundnum
búskap hefur oröiö þess vald-
andi ab tekjur bænda hafa
dregist verulega saman. Þegar
ljóst er ab ekki sé mögulegt ab
auka tekjurnar í hinum hefb-
bundnu greinum verba menn
ab leita á önnur mib.
Þeim bændum sem stunda
ferðaþjónustu meðfram búskap
hefur fjölgað mjög á undan-
förnum árum og meðal þeirra
eru nokkrir sem bjóða upp á
hestaferðir.
Einn þeirra er Sigurður Oddur
Ragnarsson, bóndi á Oddsstöð-
um í Borgarfirði. Hann hefur
stundað sauðfjárbúskap undan-
farin tíu ár og orðið fyrir barð-
inu á samdrætti í þeirri grein
eins og aðrir sauðfjárbændur.
Til að bregðast við þessum sam-
drætti hóf hann, ásamt fjöl-
skyldu sinni, að bjóða upp á
hestaferðir og er þetta fjórða
sumarið sem hann býður upp á
þessa þjónustu, sem hefur notið
sívaxandi vinsælda. Fyrirtækið
Ferðahestar var stofnað um
reksturinn.
Endapunktur allra feröa hjá
Ferðahestum er á Oddsstöðum,
annað hvort er lagt þaðan upp
eða komið þangað í feröalok.
Boðið er upp á nokkurra daga
ferðir um Borgarfjarðarhérað og
sex daga hestaferð á Snæfells-
nes,' en sú leið hefur reynst
mjög vinsæl. Á þeirri leið er
m.a. gist í leitarmannaskála við
Langavatn við heldur frumstæð
skilyrði og riðið um Hraundal
og Löngufjörur svo nokkuð sé
nefnt.
Ferðamenn frá Norðurlönd-
um, sérstaklega Svíþjóð hafa
verið einna fjölmennastir í hópi
viðskiptavina Ferðahesta. Dæmi
eru um að ferðamenn komi aft-
ur og aftur, t.a.m. eru nokkrir
Finnar sem hafa farið í hesta-
ferðir með Ferðahestum á
hverju sumri undanfarin ár.
-TÞ, Borgamesi
Hafió samband vió sölumenn okkar,
sem gefa allar nánarí upplýsingar.
, = Ingvar
11 = 1 Helgason hf. vélasala
- F’ Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000
BIFREIÐAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS
Bændur ath!!!
Dráttarvéladekk á hagstæðu veröi
Dæmi
14.9- 13-28 kr. 30.200
16.9- 14-28 kr. 38.799
16.9- 14-34 kr. 40.850
• Heyvinnuvéladekk
• Tindar og hnífar í heyvinnuvélar
• Háþrýstislöngur og tengi
• Vökvatjakkar fyrir sturtuvagna
Heyvinnnuvélar
Þegar gæðin skipta máli
búvélar hf
Sfðumúla27 • 108 Reykjavík
Sfmi 568 7050 • Fax 581 3420
FENDT DRÁTTARVÉLAR NC MYKJUDREIFITÆKI
NIEMEYER HEYVINNUVÉLAR PARMITER
PÖKKUNARVÉLAR VERMEER RÚLLUBINDIVÉLAR
J0LA ÁBURÐARDREIFARAR