Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 8
8 ^ÉKJSfiW LANDBÚNAÐUR Fimmtudagur 30. nóvember 1995 Gœbi heys sem fóbur minnka fljótt vegna þess ab lélegra gras nœr yfirhöndinni yfir vallarfoxgras, sem þykir uppskerumikib og gott gras. Ottar Geirsson jarbrœktarrábunautur: Endurvinna þarf tún jafnvel á 5-10 ára fresti Á síðari árum hefur það færst í vöxt ab bændur endurvinni tún sín til ab auka gæbi heys sem fóburs. Kúabændur standa þar mun framar en saubfjárbændur. Óttar Geirs- son, jarbræktarrábunautur hjá Bændasamtökum íslands, segir ab sér finnist þó ekki nóg af því gert ab endurvinna tún og ab bændur þurfi ab NOTAÐAR BUVELAR OG TffiKI Dráttarvélar verð án vsk. MF 690 4WD 80hö árgerð 1984 ekin 4000 kls m/Trima tækjafestingum.........980.000 MF 399 4WD 104hö árgerð 1992 ekin 1600 kls ............................2.000.000 MF 390T 4WD 90hö árgerö 1992 ekin 2500 kls m/Trima 1420 tækjum ........1.850.000 MF 390 2WD 80hö árgerð 1991 ekin 3000 kls .............................1.320.000 MF 350 2WD 47hö árgerð 1987 .............................................600.000 MF 675 4WD árgerð 1982 ekin 2100 kls m/Trima tækjafestingum..............850.000 Steyr 80-90 4WD 85hö árg 86 ekin 2100 m/Hytrak tækjum ................1.600.000 CASE 4230 4WD árgerð 1995 ekin 80 kls.................................2.200.000 CASE 685 2WD árgerð 1989 ekin 2600 kls m/tækjafestingum ................930.000 CASE 485 2WD 52hö árgerð 1987 ekin 2500 kls m/ALÖ 3030 tækjum............600.000 Ford 4610 4WD 62hö árgerð 1985 ekin 3500 kls.............................690.000 Ford 5610 4WD 72hö árgerð 1986 m/Trima 1320 tækjum.....................1.500.000 Zetor 5211 2WD 47hö árgerð 1987 ekin 3000 kls............................350.000 Traktorsgröfur MF60HX traktorsgr. árg 93 ekin 1800 kls 4in 1 frams/skotbóma/servo.....3.800.000 MF60HX traktorsgr. árg 91 ekin 3700 kls 4in 1 frams/skotbóma...........2.700.000 MF50HX traktorsgr. árg 90 ekin 3600 kls 4in 1 frams/skotbóma...........2.300.000 MF50HX traktorsgr. árg 89 ekin 4000 kls 4in 1 frams/skotbóma...........2.100.000 JCB 3 traktorsgr. árg 91 ekin 3700 kls 4in 1 frams/skotbóma...........2.900.000 Rúlluvélar og rúllupökkunarvélar MF 828 rúllubindivél árgerð 1991 fastkjarna 60-190x120 cm...............850.000 CLAAS 46 m/net rúllubindivél árgerð 1993 120x120cm.....................1.000.000 Deutz-Fahr rúllubindivél m/söxunarbúnaði árgerð 91 120x120cm ...........900.000 Krone 125 rúllupökkunarvél árgerð 88 120x120cm..........................480.000 Welger RP12 rúllubindivél árgerð 89 120x120cm ...........................650.000 Kverneland UND 7510 rúllupökkunarvél árgerð 89 ..........................350.000 Kverneland UND 7510 rúllupökkunarvél árgeró 89 ..........................350.000 Kverneland UND 7515 rúllupökkunarvél árgerð 93 (tölvu) ..................570.000 Lawrence Edward Sila Pack rúllupökkunarvél árgerð 90 ....................350.000 Lawrence Edward Sila Pack rúllupökkunarvél árgerð 90 ....................350.000 Lawrence Edward Sila Pack rúllupökkunarvél árgerð 89 ....................250.000 Acmed Super Bee rúllupökkunarvél árgerð 89 ..............................350.000 Ýmis tæki Trima snjóblásari árgeró 92 ............................................300.000 Vicon RS150 heyþyrla árgerð 1992 .......................................170.000 PZ CZ 330 rakstrarvél 3,40m árgerð 1990 .................................90.000 Krone 242 sláttuvél með knosara árgerð 1992.............................325.000 Taarup 106 múgsaxari árgerð 90 .........................................410.000 JF múgsaxari árgerð 88 .................................................160.000 PZ CZ 450 rakstrarvél 4,50m.............................................310.000 Claas M65 heybindivél árgerð 90 ....................................... 450.000 Deutz Fahr heybindivél árgerð 80.........................................150.000 Steinbock rafmagnslyftari 800kg lyftigeta árgerð 75 ....................350.000 Still Diesel lyftari 2500 kg lyftigeta árgerð 89 ........................780.000 Steinbock staflari 1000 kg lyftigeta 4m iyftihæó..........................80.000 Greiðsluskilmálar - Lán til allt aö 3ja ára á skuldabréfi. Ingvar Helgason hf. vélasala Sævarhöföa 2, SÍMI SÍMI 525 8000 gera þab í ríkari mæli til ab auka gæbi fóbursins. „Stund- um finnst okkur ab bændur hefbu þurft ab vera búnir ab endurvinna tún sín nokkru ábur en þeir svo ákveba ab fara út í þessa framkvæmd," segir Óttar. Astæbu þess ab endurvinna þarf túnin segir hann ab meö tímanum lækki hlutfall vallar- foxgrass á túnum, sem er upp- skerumesta og besta grasiö. Smátt og smátt lætur það und- an öörum grastegundum í bar- áttunni um plássið í túninu og hverfur á endanum úr heyinu sem fæst af túninu. Heyið verð- ur því æ Iélegra og þar með rýrna gæði þess sem fóburs fyr- ir búfénað. Til þess að auka aft- ur hlutfall vallarfoxgrass í tún- inu er nauðsynlegt ab plægja túniö og sá í það aö nýju og þá vallarfoxgrasi. Óttar segir þessa þróun nokk- uð hæga og það taki nokkur ár fyrir sterkari grastegundir ab ryðja vallarfoxgrasi úr vegi. Þegar vallarfoxgrasið er orðið á bilinu 25-30% af túninu, þá sé orðib tímabært ab endurvinna túnið. „Þetta er hins vegar eitt af því sem menn freistast til að láta dragast um jafnvel nokkur ár. Þaö er því oft þannig að okkur finnst að bændur heföu mátt vera búnir að plægja tún- ib jafnvel nokkrum árum áður en þeir fóru út í þá fram- kvæmd. Þab er kannski ekki skrítið, miðab við það hvernig ástandib í landbúnaði hefur verið á undanförnum árum, að menn hafa dregiö þessa fram- kvæmd óþægilega lengi," segir Óttar. Það er misjafnt hvað langur tími líöur á milli þess að endur- vinna þarf túnin. Að jafnaði endist vallarfoxgrasið í 5-10 ár, en vib vissar aðstæður getur þaö þó enst í allt aö 20 ár. Þetta fer þó eftir veðurfari, eftir því hvort beitt er mikið á það, en það þolir illa beit og eins ef þaö er slegið á vitlausum tíma. Þá er vallarfoxgrasið dálítið viö- kvæmt fyrir kali og nefnir Óttar sem dæmi aö í vor hafi veriö talsvert kal í túnum og því hafi það verið nokkuö algengt að menn hafi fariö út í að endur- vinna tún sín í haust. Menn hafa gjarnan haldið að meb því ab plægja tún séu bændur að endurnýja jarðveg, en Óttar segir þab ekki svo mik- ib. Éf hreinsa þarf upp úr skurð- um, þá er því sem upp úr þeim kemur reyndar gjarnan dreift yfir tún áður en þau eru plægb. Þá vill jarðvegur stundum verða dálítið þéttur, en Óttar segir frostlyftingar á veturna leysa þab vandamál. Óttar segir ab bændur séu ab vakna til vitundar um gildi þess að endurvinna túnin. Það fer þó talsvert eftir því hvort um er að ræða kúa- eða sauðfjárbænd- ur. Kúabændur eru mun fyrri til að endurvinna túnin, því þeir þurfa regluleg gott fóður handa kúnum, en sauðfé þarf ekki jafn kraftmikið fóður. Þess vegna eru það í dag frekar saub- fjárbændur sem draga lengur að endurvinna tún sín. Ef kúa- bændur ætla ab reyna að spara með því að endurvinna ekki tún sín, -þá þýöir það einfald- lega aukinn kostnað í kaupum á fóburbæti. Óttar segir að bændur verði að finna þann tímapunkt þegar þab borgi sig ekki lengur að hafa túnin í því ástandi sem þau eru og þá verði menn að taka tillit til þess hve auðvelt sé ab vinna landið. Ef jarðvegur er mjög grýttur og erfiður í vinnslu, þá borgar sig kannski að bíða lengur með endur- vinnslu en t.d. með tún þar sem jarövegur er góður. Þetta verði viðkomandi bóndi aö leggja fyrir sig og sjá hvað sé hagkvæmast. Kostnaður vib að plægja er um 50 þúsund krónur á hekt- ara, en þar er innifalinn kostn- aður við áburð upp á 13 þús- und, sem falla myndi til hvort sem plægt er eður ei, þannig að nettókostnaður er um 37 þús- und krónur á hektara. Óttar segir flesta plægja sjálf- ir, enda ráða flestir bændur yfir mjög öflugum dráttarvélum. Eina vinnan, sem bændur hafi á síðari árum þurft að kaupa, er ef ryöja þarf burtu með jarðýtu því sem hreinsað hefur verið upp úr skurðum. -PS Verktakar binda hey í rúllubagga Eitthvað hefur verið um að bændur sem brugöið hafa búi og eiga tæki til hey- vinnslu eða jafnvel hafa fjár- fest í rúllubindivélum hafi gerst verktakar og tekið að sér að binda hey í rúllu- bagga, gegn greiðslu. Þetta kemur í kjölfar þess ab í harðnandi samkeppni og erf- iðari stöbu margra bænda þá hefur svigrúm þeirra til ab kaupa dýr landbúnabartæki minnkað og því hafa menn kannski meira farið að horfa til samnýtingar. Tíminn ræddi við nokkra að- ila um þetta mál og sann- reyndi að nokkrir abilar hafa gert þetta, en viðmælendur blaðsins sögðu þó að ekki væri nægilega mikið gert af slíkum samnýtingum. Varðandi greiðslur er al- gengt að þeir sem taka að sér að binda taki út greiðslu í heyi og taki þá til sín jafnvel 10.- 15. hvern bagga. Ekki fékkst uppgefið hvert gjaldið er ef um beinar greiðslur er að ræða. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.