Tíminn - 05.12.1995, Síða 7

Tíminn - 05.12.1995, Síða 7
Þri&judagur 5. desember 1995 -t- 7 ÍK>I RÓTTIR • PjETUR SIGURÐSSON • ÍÞRÓTTIR 50. ársþing Knattspyrnusambands Islands: Deildarbikarinn samþykktur Molar... ... Á málþinginu kom fulltrúi leik- manna, Haukur Magnússon sem lék á&ur meö Þrótti, meö þá hug- mynd að komið yröi á keppni á milli liöa í knattspyrnulögunum, til að freista þess aö auka þekkingu þeirra á lögunum. Ekki er ólíklegt að þessari hugmynd veröi hrint í framkvæmd. ... Ásgeir Elíasson hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska lands- liðsins í knattspyrnu og í þakklæt- isskyni lét Knattspyrnusamband ís- lands gera listaverk honum til heiöurs. Voru listamanninum fengnar Ijósmyndir af Ásgeiri, en daginn áöur en afhenda átti lista- verkiö var tilkynnt aö þaö hefði sprungið og því var afhendingu frestaö. ... Knattspyrnuspekingar í Eng- landi velt því nú fyrir sér af hverju Andy Cole, leikmaður Man. Utd, á svo erfitt meö að skora sem raun ber vitni, en um helgina misnotaöi hann enn eitt dauöafærið þar sem hann stóð nánast á marklínu, en náði á einhvern ótrúlegan hátt aö koma boltanum framhjá. Ein skýr- ingin, sem komiö hefur upp, er að hann fái ekki nógu góbar sending- ar, en sú nýjasta tengist boltunum sem leikib er með. Sagt er að ákveðin tegund knatta, sem sum úrvalsdeildarliðin nota, henti kappanum ákaflega illa og ab samræma þurfi hvaöa tegund er notuö í leikjum í deildinni. Knattspyrnusamband íslands, KSÍ, hélt um helgina 50. árs- þing sitt á Hótel Loftleiöum. Meðal helstu mála, sem sam- þykkt voru, var stofnun sér- stakrar deildarbikarkeppni og ab Meistarakeppni KSI skuli fara fram ab hausti, en ekki ab vori eins og hingað til hef- ur verið. Deildarbikarkeppnin veröur samkvæmt þeirri tillögu, sem samþykkt var, leikin á tímabil- inu mars-maí og er því gert ráð fyrir að um undirbúningsmót verði að ræöa. Alls munu 36 lib taka þátt í mótinu, öll lið úr efstu deildunum þremur auk sex liða úr fjórðu deild. Ekki er þó líklegt að keppni þessi hefj- ist í vor, þar sem stuttur tími er til stefnu. Einnig var samþykkt að Meistarakeppnin verði leikin að hausti, en ekki aö vori eins og verið hefur hingab til. Þetta þýðir að á næsta ári verður bæði leikið í meistarakeppninni að vori og að hausti. Einhver breyting verður á þátttöku 23-ára liðanna í bikar- keppninni í knattspyrnu og verða reglur um það hverjir eru gjaldgengir í liðin. Engir eldri leikmenn geta leikið með þess- um liðum og heldur ekki þeir sem voru í byrjunarliði A-Iiðs félagsins í leiknum á undan. Ákveðið var að breyta reglum um fulltrúafjölda og hvernig fulltrúar eru skipaðir á ársþing KSÍ. í framtíöinni verður það þannig að 1. deildarliðin fá 4 fulltrúa, 2. deildarliðin fá 3 og svo koll af kolli. Auk þessara fulltrúa munu héraðssambönd einnig tilnefna fulltrúa á þing- ið. Breytingar á keppni í yngri flokkum var einnig samþykkt, þess efnis að samþykkt var að bæta við 7 manna b- liðum í 3,- 4. flokki og 3. flokki kvenna, auk þess sem tekin verður upp deildarkeppni í 3. flokki eins og í 2. flokki. Tillaga Breiöabliks um að taka upp föst númer í deildar- keppninni og að þau yrðu frá 1- 40, var felld, en þetta er sama fyrirkomulag og tíðkast t.d. í Englandi. Á ársþinginu var kosið um fjóra fulltrúa, en úr stjórn áttu að ganga þeir Guðmundur Pét- ursson, varaformaður KSÍ, Helgi Þorvaldsson, Eggert Steingríms- son og Jón Gunnlaugsson. Guðmundur gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en auk hinna þriggja voru þeir Lúðvík S. Ge- orgsson og Andrés Pétursson í kjöri og fékk Lúðvík sæti Guð- mundar í stjórn KSÍ, en Andrés var úti. Á ársþinginu var dregið í töfluröð í deildarkeppninni næsta ár og eru fyrstu umferðir í deildunum á eftirfarandi hátt: 1. deild ÍA-Stjarnan Keflavík-KR Leiftur-ÍBV Valur-Grindavík Breiðablik-Fylkir 2. deild Leiknir-Völsungur FH-Þór A. Þróttur-Fram KA-Víkingur Skallagrímur-ÍR 3. deild Þróttur N.-Reynir S. Fjölnir-Selfoss Grótta-HK Ægir-Dalvík Víðir-Höttur 1. deild kvenna ÍBV-ÍA Breiðablik-Valur KR-Stjarnan Afturelding-ÍBA Molar... ... Það litla sem af er tímabili hafa þrír leikmenn í frönsku knattspyrn- unni falliö á lyfjaprófi og eiga nú yfir höfbi sér leikbann. \ ... Nú eru uppi hugmyndir um aö enska úrvalsdeildarlibib Wimbled- on flytjist til Dublin á írlandi. Þab er eigandi félagsins, Sam Hamm- am, sem er að skoba þetta mál, en libið er nánast heimilislaust og leikur heimaleiki sína á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, þar sem völlur þeirra í Wimbledon er aö hruni kominn. Skilyrbi fyrir að hægt verði að flytja félagiö er að þaö haldi sæti sínu í úrvalsdeild- inni og þrátt fyrir að liöib yröi ab breyta um nafn, héldi þab líklega sæti sínu. Vaknaö hafa spurningar um hvort í kjölfarið kæmu ekki kröfur frá Glasgow Celtic og Ran- gers um að fá einnig heimild til ab leika í ensku deildinni og ekki er ólíklegt að þau lib reyni að fylgja í kjölfarib, ef Wimbledon flytur og fær aö leika áfram í Englandi. ... Á málþingi á ársþingi KSÍ var fjallaö um dómaramál frá ýmsum hliðum. Meðal annars flutti Þórir Jónsson, formabur knattspyrnu- deildar FH, framsöguerindi frá sjónarhóli forystumanna. Hann var nokkuð harðorbur í garð dómara og sagði að eitthvað þyrfti að gera í þessum málaflokki. Hann nánast fullyrti ab FH heföi fallið vegna stiga sem dómarar tóku af þeim. 95 ára: Eiríkur Björnsson Svínadal Eiríkur Björnsson í Svínadal er níu- tíu og fimm ára í dag. Hann fædd- ist þar 5. desember aldamótaárið, sonur hjónanna Björns Eiríkssonar frá Hlíö og Vigdísar Sæmundsdótt- ur frá Borgarfelli, síðari konu hans. Eirítur var næstelstur tólf alsystk- ina sem upp komust. Nokkru eldri var hálfbróðirinn Björn, sem var síöasti bóndinn í Svartanúpi í Skaftártungu, en sú jörð fór í eyði, þegar hann flutti þaðan eftir Kötlugosið 1918. Svínadalur var í alfaraleið, áður en vegur var lagbur yfir Skaftár- eldahraunið snemma á þessari öld, þar sem þá var ferjab yfir Eldvatn- ib hjá Svínadal á meðan það var óbrúað. Var það því hlutskipti heimilisfólksins í Svínadal ab ann- ast ferjuna og veita ferðalöngum aðra nauðsynlega aðstoð. Eiríkur ólst þannig upp á heim- ili, þar sem sjálfsagt var talið að bregða skjótt viö, þegar aðstoðar var leitað, enda urðu störf hans síðar fyrst og fremst í annarra þágu. Ungur að árum fór Eiríkur að vinna fyrir aðra við smíðar og önnur slík störf, sem léku í hönd- um hans. Það urðu þó samskipti hans við Bjarna Runólfsson í Hólmi, sem beindu honum inn á þá braut, er síðan varð ævistarf hans. Bjarni í Hólmi hafði unnið með Halldóri Guðmundssyni, raffræð- ingi frá Eyjarhólum í Mýrdal, að uppsetningu rafstöðvar hjá Helga Þórarinssyni í Þykkvabæ í Land- broti árið 1913. Var það önnur raf- stöð í sveit á íslandi. Eftir þau kynni af rafmagni tók Bjarni að sér eftirlit og viðhald með þeirri stöð. Hann ræðst svo í það árið 1921 að koma upp rafstöð heima hjá sér í Hólmi. Smíðabi hann túrbínuna sjálfur, þó að hann væri nær verk- færalaus, nema þau sem hann ÁRNAÐ HEILLA smíbaði sér jafnóðum. Nokkru síöar býður Bjarni Eiríki að koma til sín og þá kynnist hann rafstöðinni í Hólmi og viðhaldi hennar. Það leiðir til þess að árið 1925 setur Bjarni upp rafstöð í Svínadal í samstarfi við Eirík. Sama ár ræðst Eiríkur til starfa í Hólmi. Óhætt er að fullyrða að á næstu sex árum, sem Eiríkur dvelur þar, er unnið einstakt afrek og ómetan- legt brautrybjendastarf. Þá smíða þeir Bjarni og Eiríkur ásamt Sigur- jóni, bróður Eiríks, sextíu og sjö túrbínur. En Sigurjón, sem andab- ist fyrr á þessu ári, kom að Hólmi 16 ára gamall árið 1926 og var þar í tíu ár. Undir verkstjórn Bjarna settu síðan þeir félagar ásamt fleiri að- stoðarmönnum flestar túrbínurnar nibur og komu rafstöbvunum í gang. Voru þessar stöðvar í flestum sýslum landsins. Má því segja að þar með kæmist skriður á hina fyrri rafvæðingu sveitanna. Ábur en hægt var að hefjast handa við rafvirkjun, þurfti að fara og kynna sér staðhætti, mæla fall- hæð og vatnsmagn og meta að- stæður ab öðru leyti hjá þeim, sem vildu ráðast í slíkar framkvæmdir. Að því loknu var tekin ákvörðun um gerb og stærð túrbínunnar, svo að hægt væri að panta rafala og annað efni frá útlöndum. Ekki var þó varið miklum tíma í vinnu við flóknar teikningar, því ákvarðanir og athafnir voru fyrst og fremst byggðar á ótrúlegri glöggskyggni og innsæi. Heima í Hólmi var síöan byrjað á að afla efnis í túrbínurnar, því ab þab var ekki til á lager í verslun vib hliðina. Mest af því var sótt í skips- flök á sandströndinni í Meðal- landsbugt, þar sem þau lágu nærri hlið við hlið og stundum hvert of- an á öðru. En erfiðið var mikib að losa járn og annab smíðaefni með hamri og meitli. Og síðan var eftir að flytja það heim að Hólmi. Var ótrúlegt hvað Bjarna tókst að kom- ast um algjörar vegleysur á bílnum sínum, en Bjarni keypti fyrsta bíl- inn í Vestur-Skaftafellssýslu árið 1926 og annan 1929. Er engin furða þó að því séu tak- mörk sett hversu lengi hægt er að standast slíkt álag og þrotlaust erf- iði. Árið 1931 fer Eiríkur aftur heim ab Svínadal, þar sem hann hefur búið síðan. BjÓrn faðir hans hafði látist árið 1922 en Vigdís lifði til ársins 1955. En þráðurinn frá Hólmi er tek- inn upp aftur áður en langt um líður. Þegar Bjarni fellur skyndilega frá árið 1938, tekur Eiríkur að sér að smíða túrbínur, sem Bjarni var búinn ab lofa, og kemur þeim raf- stöðvum upp. í framhaldi af því kemur Eiríkur sér upp frumstæðri aöstöðu heima í Svínadal til að smíða túrbínur og endurbætir hana smátt og smátt. Sami háttur var hafður og áður að fá notað efni til smíöanna. Endur- vinnsla var því í heibri höfð. Það kom þó ekki niður á gæðum fram- leiðslunnar og verðinu haldið niðri með því ab hafa launataxta í lágmarki. Eiríkur hafði keypt sér árið 1930 sinn fyrsta bíl, Ford fólksbíl. Mun hann hafa verið meira notaður í annarra þágu en eigin. Árið 1947 fékk hann sér Dodge Weapon, sem hann lengdi sjálfur og byggði yfir. Urðu þá viðbrigðin mikil frá því sem áður var, því á honum gat hann flutt efni og verkfæri, hvort sem var að sækja smíðajárn í ströndin eða reisa rafstöðvarnar. Þessum bíl ekur Eiríkur enn þó að verkefnin hafi breyst. Rafstöðvamar, sem Eiríkur smíð- abi túrbínur í og reisti aö öðru leyti á eigin ábyrgð, urðu fimmtíu og ein á árunum 1938-1970, auk viögerða og endurbóta. Og áhugi hans er ennþá vakandi. Mér veröur ógleymanleg heimsókn Eiríks til mín, þegar hann var kominn á tí- ræðisaldur. Hann skoðaði þá raf- stöb með túrbínu, sem smíðuð var í vélsmiðju í Reykjavík, en hefur aldrei skilaö því afli, sem henni var ætlað og abrar abstæbur veita. Er það þveröfugt við það sem reynsl- an var af rafstöðvunum, sem Eirík- ur reisti. Var áhugi hans svo mik- illl, að hann kom aftur eftir fáa daga til að athuga málið nánar. Leyndi sér ekki brennandi áhugi hans á að ganga þegar til verks til að lagfæra þab sem þyrfti. Áhugamál Eiríks koma einnig fram á fleiri sviðum tækninnar. Þar má nefna, að það dylst ekki, að honum finnst alltof mikið tómlæti hafa verið sýnt hér á landi um nýt- ingu raforku á samgöngutæki. Þar vanti vilja og athafnir, því að tæki- færin séu fyrir hendi. Fáir munu frekar en Eiríkur í Svínadal, þessi hógværi aldni Skaftfellingur, hafa stöðu til að fullyröa, að tæknileg vandamál megi leysa. Hann var í hópi þeirra brautryðjenda, sem nærri meb tvær hendur tómar, hófu í sveitum landsins eina mestu tæknibyltingu þessarar aldar, rafvæðinguna. Meb hugviti, seiglu, dugnabi og vilja til að leggja fram krafta sína til að nýta landsins gæði, þá var sigrast á erfibleikum, sem flestir aðrir hefbu talið óviðráðanlega. Slíkur lærdómur getur verið framtíðinni ómetanlegt veganesti og miklu meira viröi en mannvirk- in, sem mölur og ryb fær grandað. Þessa lærdóms þarf því að gæta vel og skila honum til komandi kyn- slóða. Sambýliskona Eiríks í meira en sextíu ár er Ágústa Ágústsdóttir. Hún er fædd í Þykkvabæ í Land- broti 8. október 1905 og varð því níræð á þessu hausti. Foreldrar hennar voru Anna Þorláksdóttir frá Þykkvabæ og Ágúst Jónsson frá Hellisholtum í Hrunamanna- hreppi. Hún elst upp með móður sinni á nokkrum bæjum í sveit- inni, lengst í Arnardrangi, þar sem Stefán móðurbróðir hennar bjó lengi. Til Eiríks ab Svínadal flytur Ág- ústa árið 1932 frá Efri-Fljótum í Meðallandi, þar scm móöir hennar var bústýra hjá Hávarði Jónssyni í áratugi. Síðar, árið 1964, flutti Anna einnig ab Svínadal til Ágústu og dvaldi þar þangað til hún fór á sjúkrahús, þar sem hún andaðist 103 ára að aldri. Börn þeirra Ágústu og Eiríks eru Sigurdís Erla, Björn og Ágúst. Erla er búsett í Svíþjóð en bræðurnir í Reykjavík. Vegna starfa sinna aö rafvirkjun var Eiríkur oft fjarri heimili og hafði því ekki tök á að vinna mikiö ab búrekstri. Kom það í hlut þeirra, sem heima voru. Einn bræðra hans, Jón eldri, hefur alltaf verið þar og unnið að búskapnum. Síð- asta árið hafa þeir bræður tveir ver- ið einir heima í Svínadal, eftir að Ágústa varð að flytja á hjúkrunar- heimilið Klausturhóla ab Kirkju- bæjarklaustri. Á þessum tímamótum á æviferli þeirra Ágústu og Eiríks er þakklæti efst í huga Skaftfellinga og annarra samferðamanna og óskir um að ævikvöldiö veröi þeim sem hæg- ast. jón Helgason

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.