Tíminn - 22.03.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. mars 1996 3 Ræddi um „háeffun" orkufyrirtækja Ibnaöarrábherra á Orkuþingi í gœr: Iönaöarráöherra ræddi í gær um brýna þörf fyrir endur- skoöun á orkulöggjöf lands- manna og sérlög sem gilda um nokkur orkufyrirtækja landsmanna. „Orkulöggjöf- in er aö stofni til frá miöjum sjöunda áratugnum. Aöstæö- ur þá voru verulega frá- brugönar því sem nú er. Meirihluti landsmanna hit- aöi hús sín meö olíu, raf- orkuver landsins voru ekki samtengd, unniö var aö raf- væöingu sveitanna og svo mætti áfram telja," sagöi Finnur Ingólfsson í ræöu sinni á ársfundi Orkustofn- unar. Ráöherrann ræddi um þær miklu skipulagsbreytingar sem veröa á Orkustofnun og greint hefur verið frá í fréttum. Enn- fremur kom hann nokkuö aö hugsanlegri „háeffun" orku- fyrirtækja landsins. Sagöi ráöherrann þaö skoö- un sína aö orkufyrirtækin Fyrsta tölublaö Skinfaxa komiö út: Nýr ritstjóri rábinn Jóhann Ingi Árnason, 26 ára fjölmiðlafræðingur, hefur ver- iö ráöinn ritstjóri Skinfaxa, tímarits Ungmennafélags ís- lands. Jóhanna Sigþórsdóttir gegndi stööunni áöur. Jóhann er uppalinn í Vest- mannaeyjum og hóf störf við blaðamennsku aöeins 13 ára gamall er hann skrifaði íþrótta- fréttir fyrir Fylki í Eyjum. Hann lauk BA fjölmiðlaprófi í Banda- ríkjunum en býr nú í Reykjavík. Fyrsta tölublað Skinfaxa á þessu ári er komið út og eru viö- töl viö Ragnheiði Stephensen, Guönýju Gunnsteinsdóttur, Helga Björgvinsson og Atla Helgason meöal efnis. Ennfrem- ur er fjallað um umhverfismál, steranotkun og tilraun til heimsmets á Þingeyri. - BÞ ættu almennt að starfa eftir sömu grundvallarreglum og önnur fyrirtæki og við svipuð starfsskilyröi. Stjórnendur orkufyrirtækja og stjórnir þeirra yrðu að axla aukna ábyrgð um leið og fyrirtækin fá meira sjálfstæði. „Ég tel að lykillinn að auk- inni skilvirkni sé meiri sam- keppni, bæði í orkuvinnslu og orkusölu. Mér er ljóst að erfitt er að koma við beinni sam- keppi milli hitaveitna, enda eru þær staðbundnar. Öðru máli gildir um raforkuna, jafn- vel þó svo eitt fyrirtæki, Landsvirkjun, framleiði yfir- gnæfandi hluta raforkunnar eða um 93%," sagöi Finnur Ingólfsson. Hann sagði að- greiningu raforkukerfisins milli orkuframleiðslu, orku- flutnings og orkudreifingar mjög áhugaverða. Skoða þyrfi hvort heppilegt væri að kljúfa meginflutningskerfið frá vinnslunni, annað hvort bók- haldslega, eöa þá með stofnun nýs fyrirtækis, þannig að allir hefðu möguleika á að selja orku inn á netið. -JBP Aldarþribjungs samstarf Þessir fulltrúar á Orkuþingi í gær hafa löngum unnib vel saman að orkumálum landsins, eöa í meira en aldarþriðjung. Lengst til vinstri er Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri í ibnaðarráðuneyti, í miðjunni er Páll Flygenring, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri þess ráðuneytis og áður forstjóri Landsvirkjunar, og lengst til hægri er Jakob Björnsson, orku- málastjóri, en hann lætur senn af störfum. - Tímamynd GVA. Samningur Knattspyrnufélags Reykjavíkur og borgarinnar um byggingu nýs íþróttahúss: KR-ingar fá 230 milljónir Stór dagur var í lífi KR-inga í gær þegar samningur K.R. og Reykjavíkurborgar um bygg- ingu nýs íþróttahúss var und- irritaður. Samkvæmt samn- ingnum fá K.R.-ingar allt aö 230 milljónum króna til aö koma sér upp nýju húsi. Viö undirritun samningsins sagöi Kristinn Jónsson, formað- ur K.R., að þótt eftirsjá væri að gamla húsinu vegi hitt þyngra að K.R.-ingar geti keppt í innan- húsgreinum á heimavelli. Vib núverandi aðstæður sé slíkt ekki hægt. Gert er ráð fyrir að nýtt íþróttahús rúmi 800 áhorfendur og þannig verður, að mati Krist- ins, hægt að skapa sama keppn- is- og félagsandann í innanhús- greinum og K.R.-ingar þekkja best úr knattspyrnunni. Örn Steinssen, formaður hús- stjórnar K.R., segir að næsta skrefið verði að skoba íþrótta- hús og finna hvað henti K.R.- ingum best. Eftir það verði ákveðið hvort haldið verði alút- boð eða ákveðinn hluti verksins boðinn út. Byrjab verður að rífa hluta gamla hússins í sumar og stefnt að því að nýtt hús verði að mestu tilbúið sumar- Örn Steinsson og Krístinn Jónsson frá K.R. og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir frá borg- inni innsigla samningana. Tímamynd: bg ið 1998. Húsiö verði síðan full- gert á 100 ára afmæli félagsins árið 1999. Við undirritunina hélt Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri stutta tölu. Þar sagði hún m.a. að hún hefbi sjálf ekki ver- ið stórtæk í íþróttum og reyndar af ýmsum talin íþróttaskelfir. Hins vegar hefði hún kynnst því af eigin raun hversu gott starf K.R. ynni í þágu barna og ung- linga í hverfinu. Hún sagði samning um byggingu nýs íþróttahúss fyrir K.R. hafa verið samþykktan einróma í borgar- stjórn enda væri þaö sannfær- ing sín að Vesturbærinn yrði aldrei samur ef K.R. flytti úr hverfinu. -GBK Form atkvœbagreiöslna, efnismeöferö og aukin völd sáttasemjara helsta gagnrýnisefni verkalýöshreyfingarinnar á boöaöar breytingar á vinnulöggjöf: Mibstýring a kostnab lýbræbis Benedikt Davíösson forseti ASI segir ab helstu gagnrýnisatribi verkalýbshreyfingarinnar á frumvarp til laga um breyting- ar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur snúist um at- kvæbagreibslur, efnismebferb og aukin völd sáttasemjara. Hann telur einsýnt aö ef frum- varpiö veröi samþykkt á þingi í blóra vib verkalýðshreyfinguna muni þab torvelda gerb næstu kjarasamninga. Þannig mundi í haust og vetur fara mikill tími í umræbur um „formiö" á kostnaö vibræöna um launa- hækkanir og aðrar kjarakröfur og því yröi allt þaö ferli bæbi erfibara og snúnara en ella. Forseti ASÍ segir að efni frum- varpsins stangist á við þau aðal- markmiö sem ætlunin var að ná með starfi samráðsnefndarinnar sem skipuð var fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins til að að endurskoöa samskiptaregl- ur á vinnumarkaði. Hann segir að með þeim vinnubrögðum sem Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hefur viðhaft, þá sé gengið alveg þvert á þau markmið nefndarinnar ab liðka fyrir lausn mála í samskiptum abila á vinnu- markaði. Benedikt segir aö mála- miðlun um gerð viðræbuáætlun- ar hafi nánast verið í höfn í nefndinni en ágreiningur um form atkvæðagreiðslna og völd sáttasemjara þegar „yfir þau var keyrt" af hálfu ráðherra. „Lög sem Alþingi setur þurfa að vera í einhverjum takt við þarf- irnar sem þeim er ætlað ab leysa í samfélaginu en ekki i andstöbu við allan meginþorrann af fólk- inu sem á að búa við þau," segir Benedikt. Hann segir það öfugmæli ab frumvarpiö leiði til aukins lýð- ræðis í verkalýðshreyfingunni, eins og félagsmálaráðherra hefur fullyrt. Ekki verði betur séö en ab ýmis ákvæði frumvarpsins leiði til aukinnar miðstýringar ef eitt- hvað er. í því sambandi nefnir Benedikt m.a. ákvæði í frumvarp- inu um atkvæöagreiðslur um miðlunartillögu sáttasemjara þar sem hann fær vald til að draga fé- lög að deilu sem þau eiga ekki að- ild að vegna þess að þau séu með lausa samninga. Samkvæmt því ákvæöi telst sáttatilaga samþykkt þótt aðeins 1000 manns greiði henni atkvæði, en tæplega 5 þús- und andvígir í atkvæðagreiðslu sem 15 þúsund manns hafa at- kvæðisrétt. Þá sé það dæmi um „þekkingar- skort á raunveruleikanum" þegar ráðherra telur nauðsyn á því að setja í lög ákvæði um vinnustaða- samninga vegna þess að það sé ekkert sem hindrar það sam- kvæmt núgildandi lögum. Bene- dikt segir að það séu fjöldamörg dæmi um ýmist fyrirtækja- eða starfskjaratengda samninga sem ekki ná til allra félagsmanna vib- komandi stéttarfélaga. í því sam- bandi eru nærtækastir þeir samn- ingar sem gerðir hafa veriö við starfsmenn álversins í Straumsvík og í ríkisverksmiðjunum. Auk þess sé viðbúiö að félögum muni fjölga til viöbótar vib þau sem fyrir eru verbi ákvæbið um vinnustaöasamninga lögfest. Þá gagnrýnir verkalýðshreyf- ingin ákvæöi sem auka vald sátta- semjara við gerð viðræðuáætlun- ar, en slík áætlun um gang og lok viðræbna og kröfugerð á að liggja fyrir ekki síðar en 10 vikum áður en samningar veröa lausir. Bene- dikt segir að ef annar aðilinn vill ekki samþykkja tillögur um viö- ræðuáætlun, öndvert vib gagnað- ila, þá hefur sáttasemjari sjálf- dæmi um það að setja fram við- ræðuáætlun innan tveggja vikna eða átta vikum áður en viökom- andi samningar verða lausir. Forseti ASÍ vísar því jafnframt á bug að gagnrýni verkalýðshreyf- ingar á frumvarpið sé vegna þess að dregiö sé úr valdi stjórnar og trúnabarmannaráða stéttarfélaga til ab boba til vinnustöðvunar. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.