Tíminn - 22.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.03.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. mars 1996 Wmtimm 9 i Framlag febgina til Evróvisjón: „Svona Lennon og McCartney eöa Gaukur og Mjöll" „Þetta er svona Lennon og McCartney eöa Gaukur og Mjöll hjá okkur," sagöi Anna Mjöll Ólafsdóttir um samvinnu hennar og tónlistarmannsins Ólafs Gauks, föbur hennar, viö samningu Evróvisjónlags og - texta, í samtali viö Tímann yfir Atlantshafiö, en Anna Mjöll býr nú og starfar í Los Angeles í Bandaríkjunum. Anna syngur lagið Sjúbídúa, sem veröur framlag íslendinga til hinnar margumræddu söngva- keppni Evrópu, Eurovision, sem menn ýmist skemmta sér vel yfir með flögutrobinn maga eöa fyr- irlíta frá kjarna síns fagurfræði- lega anda. Reyndar er ekki alveg frágengið aö lagib taki þátt í sjálfri söngvakeppninni, því nú eru ríflega 30 Evrópuþjóöir ab bítast um þátttökurétt, en aöeins 22 lög veröa valin til að hljóma í eyrum hlustenda þann 18. maí í Noregi. Verið er aö hlusta á lögin og kanna hver eru þess verð aö komast í söngvakeppnina og til- kynnt veröur nk. föstudag, 22. mars, hvaöa lög komast í keppn- ina. Mikil áskorun Anna Mjöll segist því ekki þora aö hugsa svo langt hvernig þab leggist í hana aö fá kannski aö birtast fyrir sjónum allmargra Evrópubúa. „Ekki fyrr en það er komið í ljós hvort viö erum inni í keppninni. En ef af því verður, þá verður þaö bara mikil áskor- un." — Hefur þátttaka kannski lengi verið leyndur draumur þinn? „Nei, reyndar ekki. Ég hef nú lent í því aö gera lög tvisvar sinn- um og ég ætlaði nú eiginlega ekki ab vera aftur meö í þessu," sagði hún og hló hjartanlega (þó aö klukkan væri tvö aö morgni í borg englanna og stúlkan sjálf- sagt þreytt). Hins vegar bendir hún á að þó að óvíst sé ab þátt- takan geti orðið henni til fram- dráttar á tónlistarbrautinni, þá skipti þab hana persónulega ein- mitt mestu máli ab á staðnum veröi hugsanlega nokkuð af málsmetandi fólki úr tónlistar- bransanum. „Það er auðvitaö fullt af spennandi fólki sem tekur Anna Mjöll Ólafsdóttir. Tímamynd CVA þátt í þessu, þannig ab það er aldrei að vita út í hvað svoleiðis þróast." Stormskers-stefna í textagerb Heyrst hefur að mönnum þyki textinn heldur einfaldur og hann verið spyrtur saman við Storm- skers-stefnuna í Evróvisjóntexta- gerð. Aðspurð svarar Anna Mjöll því játandi ab textinn hafi vilj- andi veriö gerður einfaldur, enda sé tungumálið flestum þjóðun- um til trafala í keppninni nema þeim sem syngi á ensku, ítölsku, frönsku eða þýsku. „Ég finn það bara sjálf, þegar ég er að hlusta á lög frá ísrael eða Búlgaríu, aö ég læri þau frekar ef þaö ér eitthvaö sem ég get gripið í þeim. Þaraf- leiöandi finnst mér þau skemmtilegri ef ég get sungiö eitthvað með, og það var það sem vib vorum ab hugsa í þessu." Hvort sem Anna Mjöll gerir garðinn frægan eða ekki hjá frændum okkar í Noregi, þá er nóg aö gera hjá henni vestanhafs þar sem hún er aö taka upp lög meö þarlendri hljómsveit, sem stjórnað er af hljómborðsleikara söngkonu nokkurrar sem nefnist Amy Grant. Hljómsveitin hefur gengið undir nafninu Garden of Joy, en rætt hefur verið innan hljómsveitarinnar að breyta nafninu í Blizz. „Viö erum að klára smápakka og tökum kannski upp vídeó í London í apríl." Með þessum upptökum er svo ætlunin að heilla eitthvert útgáfufyrirtæki, komast á samn- ing og gefa út plötu. Ekki áhyggjur af kjarn- orkuárás Ekkert skelfingaræði hefur brotist út mebal íbúa Los Ange- les, að sögn Önnu Mjallar, þó ab Kínverjar hafi nú hótab því aö senda kjarnorkusprengju á Los Angeles, ef Kanar fara að skipta sér af deilum þeirra við Taívan- búa. „Nei, það hafa verið svo margar hótanir í gegnum árin að ég held að fólk sé bara hætt aö kippa sér upp við svona. Al- menningur virðist hafa ákveöið ab stjórnvöld muni bara sjá um þetta." LÓA Jafnvel góbir skíbamenn þurfa ab lœra á snjóbretti frá grunni, þar sem hreyfingar eru allt abrar: Slysavarnafélagið bendir á hættu af snjóbrettum í kjölfar alvarlegs slyss, sem 17 ára piltur á snjóbretti varö fyr- ir í janúar s.L, hefur Slysa- varnafélag íslands sent frá sér aövörun til snjóbrettamanna og biöur þá ab gæta varúbar. Vegna þess ab bindingar á fót- um þeirra losna ekki vib fall, myndist allt önnur og meiri hætta á snjóbrettum heldur en á skíbum. Þegar fætur haldast bundnir saman og geti lítib hreyfst, lendi högg af falli á efri hluta líkamans — höfbi, öxlum, úlnliöum og fingrum — auk þess sem hálsinn veröi oft fyrir alvarlegum hnykk. Hættu á alvarlegum áverkum sé hægt að minnka með því ab fá góða leiðsögn um notkun brettanna ásamt notkun hjálms og hlífðarhanska meb úlnliðs- hlíf. En jafnvel góbir skíðamenn verði ab læra á brettin frá grunni, þar sem um allt aðrar hreyfingar sé að ræða. Þar sem snjór er lítill sé enn meiri ástæða til að fara varlega á snjó- brettum. Pdlturinn sem fyrr er getiö hlaut alvarlegt brot á þriðja brjósthryggjarlið. Hann gekkst undir aðgerö þar sem flytja þurfti bein úr mjaðmarkambi og græða í liðbrotiö. Þótt hann sé nú á batavegi, munu einhverjir mánuðir líða áður en hann nær sér að fullu, samkvæmt tilkynn- ingu frá Slysavarnafélaginu. ■ Naubsynlegt ab tengja starfsemi sérskóla betur viö skólakerfi landsins Björn Bjarnason menntamála- ráöherra telur nauösynlegt aö tengja starfsemi hinna ýmsu sérskóla betur viö skólakerfi landsins, en þeir heyra nú und- ir ýmsa aöila. Hann sagöi aö auöveldara væri um aö tala en í aö komast, þar sem í sumum tilfellum væri um grónar stofn- anir aö ræöa og þar gætti ákveöinnar viökvæmni þegar fjalla ætti um róttækar breyt- ingar. Þetta sjónarmið ráðherrans kom fram í svari við fyrirspurn frá Hjálmari Árnasyni, þing- manni Framsóknarflokksins, um hver væri stefna rábherra varð- andi starfsemi sérskólanna. Hjálmar nefndi nokkra sérskóla sem dæmi, þar á meöal Lögreglu- skólann, Póstmannaskólann, bændaskólana og fleiri stofnanir. Hann sagði að takmörk væru á möguleikum fólks til þess að sækja þessa skóla, en í umræðum um eflingu starfsnáms væri nauösynlegt að tengja starfsemi þeirra betur vib hiö almenna skólakerfi landsins. -W

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.