Tíminn - 22.03.1996, Page 4
4
Föstudagur 22. mars 1996
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastjóri:
Ritstjórn og auglýsingar:
Sími:
Símbréf:
Pósthólf 5210,
Tímamót hf.
jón Kristjánsson
Oddur Olafsson
Birgir Gubmundsson
Brautarholti 1,105 Reykjavík
563 1600
55 16270
125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Svíviröingar Sverris
Skipulag peningamála í landinu er stöðugt bitbein í þjób-
félaginu og umræðan um bankamál og eignarform banka
hefur oft á tíðum valdið pólitískum hita. Almennt hefur
sú umræða þó verið innan almennra velsæmismarka,
enda í sjálfu sér ekki við öðru aö búast þegar háttsettir
embættismenn eða þá virðulegir stjórnmálamenn taka til
orða.
Ein áberandi undantekning er þó á þessu, en það er
framganga, orðaval og yfirlýsingagleði Sverris Hermanns-
sonar, bankastjóra Landsbankans. Framkoma mannsins
vekur sífellt meiri undrun jafnt þeirra, sem telja sig vera
sammála ýmsum hugmyndum hans, sem hinna sem eru á
öndverðum meiöi.
Sverrir Hermannsson ritar grein í Morgunblaðið í fyrra-
dag og kemur í þeirri grein fram í hlutverki sínu sem
bankastjóri Landsbankans, enda er sérstaklega á það bent
að „höfundur sé bankastjóri". Þessi tiltekna grein kemur í
framhaldi af fleiri greinum, sem hann hefur ritað í Morg-
unblaðið og verið hafa á mörkum þess að geta talist birt-
ingarhæfur málflutningur hjá bankastjóra í ríkisbanka. En
í þessari nýjustu grein fer bankastjórinn út fyrir öll vel-
sæmismörk í aðdróttunum, atvinnurógi, svívirðingum og
móðgunum gagnvart nafngreindum mönnum, þannig að
spurning er hvort hér sé ekki hegningarlagabrot á ferð-
inni. Sérstaklega nefnir hann til sögunnar nokkra fram-
sóknarmenn og fá þeir bróðurpartinn af óhróbrinum.
En ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða líka fyrir gusum
þessa manns. Bæði Þorsteinn Pálsson, sem raunar hefur
ábur fengið sendingar úr þessari átt, og Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra eru atyrtir með slíkum hætti að fáheyrt
er af opinberum starfsmanni, hvað þá af svo hátt settum
embættismanni sem bankastjóri Landsbankans er. Aug-
ljóst er að menn hafa til þessa reynt að horfa framhjá
þeirri einkennilegu stabreynd ab einn af best launuðu og
hæst settu starfsmönnum ríkisins hefur kerfisbundiö kom-
ið fram í fjölmiðlum meb svívirðingar og ærumeiðandi
ummæli um fjölmarga ráðherra í núverandi ríkisstjórn og
raunar aðra háttsetta embættismenn líka. Þessu virðist
ekki ætla að linna og heldur er bætt í en hitt. Þess vegna er
ástæða til að menn ræði þetta opinskátt og velti líka fyrir
sér í hvers skjóli þessi maður situr í sínu háa embætti og
hvernig stendur á því ab hann er þar sem hann er.
Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, er
bankastjóri í skjóli pólitísks áhrifavalds, sem í sjálfu sér er
ekki óeðlilegt miðað við þá hefð að almannavaldið (Al-
þingi) hafi bein eða óbein áhrif í ríkisbönkunum í gegnum
bankaráðin. Sverrir Hermannsson er fyrrum ráðherra og
þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það var undir forustu nú-
verandi formanns Sjálfstæðisflokksins sem því var ráðið að
Sverrir hætti á þingi og fór í Landsbankann. Enda kemur á
daginn ab bankastjórinn virðist telja sig skulda formanni
flokksins einhverja hollustu, í það minnsta kallar hann
Davíð Oddsson „forsætisráðherrann minn" í þessari síb-
ustu grein sinni, sem er áberandi vingjarnlegasta tilvísun-
in til persónu í þessari grein. Tæpast verður því þó trúað að
Davíö Oddsson styðji málflutning mannsins lengur, jafn-
vel þó hann hafi einhverntíma gert það. í því ljósi væri
þab í raun ekki óeðlilegt þó Davíð Oddsson tjáði sig um
hvort bankastjórinn nyti hans stuðnings ennþá, þó ekki
væri nema af kurteisi við samstarfsmenn sína í ríkisstjórn.
Hitt er ljóst að greinaskrif bankastjórans styrkja ekki til-
trú almennings á bankanum, allra síst eftir að bankaleynd-
arrof æðstu manna þar eru komin til RLR. Flestum virðist
greinilegt aö eitthvað jafnvægisleysi herjar á menn þarna
á toppnum, og til að halda tiltrú þurfa menn að vera í
sæmilegu jafnvægi.
Heilsupólitískt flugslys
Þá er upplýst aö ef Is-
lendingar ætla aö lenda í
slysum, er vissara aö gera
þaö í Reykjavík. Lendi
menn í slysum úti á
landi, er einsýnt aö
menn veröi útskrifaðir
sem alheilir, þrátt fyrir
að þeir séu margbrotnir,
meö innvortis blæöingar
eöa jafnvel meðvitund-
arlausir. Þannig virðist í
það minnsta hafa farið
fyrir ensku ferjuflugkon-
unni, sem lenti í flug-
slysi á dögunum og brot-
lenti flugvél sinni í húsa-
görðum fólks í Innri-
Njarðvík. Hún var sem
kunnugt er útskrifuö af
Sjúkrahúsi Suðurnesja tveimur tímum eftir slysið og
sögð ómeidd. Um kvöldið var hún hins vegar kom-
in á Landspítalann í Reykjavík þar sem fleiri tækja
og fleiri lækna nýtur við og er auk þess háskóla-
sjúkrahús, þannig aö fljótlega var hægt að finna á
konunni ótrúlega umfangsmikla áverka.
Garri treystir sér einfaldlega ekki til að hafa rétt
eftir sérfræðingum háskólasjúkra- _____________
hússins fjölda áverkanna, að öðru f ADDI
leyti en aö hún var í það minnsta _________ViHillll
með beinbrot og samanfallin lungu.
janette Ferguson, 67 ára
íbúbabyggá í Niarbvík:
atvinnumabur í ferjufíugi brotlenti rett
ibuoaoyggo i 1 1 • £ ‘
„Þessi kona er ekki feij
öll þessi sjúkrahús út um
land væru auðvitað ekk-
ert annað en svona
sjúkraskýli og bráða-
birgöa stoppistöð á leið-
inni suður, þegar hann
heyrði viðtal við yfir-
lækninn á Sjúkrahúsi
Suðurnesja í útvarpinu.
Sá kom nú heldur betur
með nýjan vinkil í málið
og fulíyrti að ekkert at-
hugavert hafi verið við
að útskrifa flugkonuna
sem alheilbrigða, þó svo
að hún væri í rauninni
stórslösuð. Það, sem hins
vegar hafi ráðið yfirlýs-
ingum prófessorsins á
Landspítalanum, sé heil-
hans og fjandskapur viö
Hitt treystir Garri sér til að muna rétt og það eru
skilaboðin, sem yfirlæknirinn á Lansanum og pró-
fessorinn í læknisfræði tilkynnti landsmönnum í til-
efni af þessu mikla flugslysi: Að auðvitaö ætti alltaf
að koma með alla þá, sem lentu í flugslysum eða
öðrum slysum, til Reykjavíkur og leggja þá inn á
Landspítalann, eða þá hugsanlega á Borgarspítalann
sem næst besta kost.
Hins vegar mátti skilja á prófessornum aö alveg
væri ótækt að leggja slasað fólk inn á Sjúkrahús Suð-
urnesja, eða þá eitthvert annað sveitasjúkrahús, því
þá væri eins víst að menn yrðu bara útskrifaðir strax
aftur.
Sjúkraskýli
Þegar Garri heyrði þessar yfirlýsingar koma frá
Landspítalanum, var honum nokkuð brugðiö og
varð eins og eflaust fjölmörgum öðrum landsmönn-
um hugsað til nýlegs dæmis frá Akranesi — annars
svona sveitasjúkrahúss — þar sem lúbarinni stúlku
var bent á aö fara heim til sín, þó hún hafi verið með
lífshættulega heilablæðingu.
Satt að segja var Garri farinn að hallast að því að
brigðispólitísk afstaöa
Sjúkrahúsið á Suðurnesjum.
Prófessorinn hafi nefnilega ljóst og leynt unnið að
því í sparnaöarnefndum heilbrigðiskerfisins að þar
suður frá misstu menn alla aðstöðu til að sinna sjúk-
lingum. Yfirlýsingar hans væru því sprottnar af
valdabaráttu og heilbrigðispólitík, en ekki ást og
____________ umhyggju fyrir hinum sjúku og
þurfandi.
_____________ Óneitanlega komu þessi orð Suð-
urnesjamannsins við hjarta Garra.
Ekki bara vegna þess að Garri hefur ótrúlegan veik-
leika fyrir pólitískum samsæriskenningum af öllum
toga, heldur líka vegna þess að það er vissulega mjög
óvenjulegt að einn læknir gefi út yfirlýsingar í fjöl-
miðlum um að læknisverk annarra séu í rauninni
ekki boðleg.
Heilsupólitík og kirkjupólitík
En hér hefur aðeins verið hreyft við toppnum á ís-
jakanum, því flugslysadeila Landspítalaprófessorsins
og sveitaspítalanna er fjarri því til lykta leidd og
horfur á að hún sé í rauninni rétt að byrja. Heilsu-
pólitíkin er síst ólíklegri en kirkj upólitík til að etja
mönnum saman og jafnvel fá þá til að krefjast opin-
berra rannsókna hver á öðrum og tala saman með
lögfræðingum, eins og alsiða er að verða í kirkjunni.
Það er því kannski ástæða fyrir unnendur pólit-
ískra átaka að fagna því að nú, þegar loksins hillir
undir lok Langholtskirkjudeilunnar og óróaöldur fer
að lægja í kirkjupólitíkinni, þá kemur nýtt heilsupól-
itískt Langholtskirkjumál fljúgandi inn á sjónarsvið-
ið og brotlendir í Innri-Njarðvík.
Garri
Deilumálin fimm
Það hefur ekki verið gúrkutíð í fréttum þann tíma
sem liðinn er frá áramótum. Hver uppákoman hefur
rekið aðra sem er fyrirferðarmikil í fréttum. Þetta
hófst allt saman um jólin með því að organistinn í
Langholtskirkju tók sér frí og deilur milli organista
annars vegar og prests hins vegar upphófust með til-
heyrandi fylkingum á báða bóga. Það mál var svo í
f jölmiðlum viku eftir viku og er því illleysanlegra eft-
ir því sem það dregst meira á lang-
inn.
Biskupsmálið svokallaða tók svo
við í fjölmiðlaumfjölluninni, og
blandaðist reyndar að nokkru saman við Langholts-
deilurnar. Þab mál er mikið leiðindamál, og þarf í
raun ekki aö taka það fram eftir alla þá umfjöllun
sem um það hefur verið.
Þriðja málið sem blossaði upp og er óleyst eru deil-
ur innan Leikfélags Reykjavíkur, þar sem tilvonandi
leikhússtjóra Viðari Eggertssyni var sagt upp störf-
um, m.a. vegna starfsmannamála og deilna um upp-
sögn leikara. Inn í það blandast viðskipti Reykjavík-
urborgar, sem ber mikla fjárhagslega ábyrgb á leik-
húsinu, og Leikfélags Reykjavíkur sem rekur húsið.
Fjórða deilan, sem upp hefur komið á síðustu
mánuðum, er deila um veglínu upp í Borgarfiröi sem
virðist skekja samfélagið í sveitunum þar, í Reyk-
holtsdalnum, Flókadalnum, Bæjarsveitinni og jafn-
vel víðar.
Fimmta deilan er alkunn og hefur stabið með litl-
um hvíldum svo mánubum skiptir, en það er deilan
um grunnskólann í Mývatnssveit, sem klýfur sveit-
ina í herbar niður þannig að farið er að ræða um að
skipta sveitarfélaginu formlega í tvennt, þegar ann-
ars staðar er talað um sameiningu sveitarfélaga.
Hvers vegna?
Með því að rifja upp þessi deilumál hér er ekki ætl-
unin að kveða upp dóma eba taka afstöbu í þeim. Til
þess hef ég engar forsendur. Það, sem vekur athygli
við þessi deilumál og alla umfjöllun um þau, er að
þau eiga það öll sammerkt að reglur eru ekki skýrar
og ótvíræðar um hvernig ber ab taka á þeim og
hvaða aðilar það eru sem eiga ab bera klæbi á vopn-
in. Langholtsdeilan hefur snúist um hlutverk prests
og sóknarnefndar, hlutverk Prestafélags íslands og
embættis biskups. Biskupsmálið hefur snúist um erf-
iö siðferðileg og lögfræðileg álitaefni og trúnað kirkj-
unnar manna við umbjóðendur
sína og hvernig þeir geta meb-
höndlað svo alvarlegar ásakanir
sem hér er um að ræða. Leikhús-
málið snýst um skipulag Leikfélags Reykjavíkur og
umboð stjórnar og leikhúsráðs og samspilið við
Reykjavíkurborg. Vegamálið í Borgarfirði varðar í
raun skipulagsmál og árekstra milli sjónarmiða um
þægilegustu veglínu og um gæði bújarðar. Skólamál-
ið í Mývatnssveit er dæmi um mál sem breytingar á
búsetu innan sveitar og auknar samgöngur hafa
valdib.
Skýrar leikreglur vantar
Allt eru þetta dæmi um þaö sem skeður þegar skýr-
ar reglur skortir um vinnubrögð varðandi deilur og
álitaefni sem upp koma. Lausn mála dregst þá á
langinn, málin fara í fjölmiðla og verða því illvígari
og óleysanlegri eftir því sem tímar líða. Dómstólar
eru endastöðin í flestum venjulegum deilumálum,
en sum af þeim sem nefnd hafa verið hér eru þess
eðlis ab það er ekki einu sinni í valdi þeirra að leiða
þau til lykta.
Öll ættu þessi mál að vera þeim sérstakt umhugs-
unarefni sem hafa það hlutverk að setja samfélaginu
leikreglur. Öll slík deilumál skilja eftir sig sár sem
tekur langan tíma að græða. Það er því mikið til að
vinna ab leikreglur í samfélaginu séu það skýrar að
þær komi í veg fyrir deilur, en það er hægara um að
tala en í að komast, eins og þar stendur.
Á víbavangi
Jón Kr.