Tíminn - 22.03.1996, Qupperneq 5

Tíminn - 22.03.1996, Qupperneq 5
Föstudagur 22. mars 1996 5 Halldór Eyjólfsson: Hugleiðingar um Hvalfjaröar- göng á útmánuðum 1996 Rangar beygjur Nú, þegar framkvæmdir eru að hefjast við hin umdeildu neðansjávargöng, kemur ým- islegt í ljós, svo sem að hinar fornfrægu Geirsbeygjur hafa ekki gleymst, heldur er þeim ætlað veglegt hlutverk þarna niðri. Beygja á í þveröfuga átt við höfuðstefnu Þjóðvegar 1 (Vestur- og Norðurlandsveg) og síðan gerður viðsnúningur með hringtorgi á vegamótum aðkeyrslubrautar Akranesbæj- ar og Þjóðvegar 1. Slíkar hring- ekjur henta e.t.v. innanbæja- rakstri, en mjög illa á Þjóðvegi 1 (hraðbraut). Handvömm Með þessari handvömm lengist vegur 1 um ca. 4 km og minnkar þar með ávinningur þeirra sem hugðust nota göng- in til Vestur- og Norðurlands- ferða. Svona beygjukúnstir á aðalvegum slá öll fyrri met, ef af verða. Á hestvagnaámnum tíðkaðist þessi aðferð til þess að milda brekkurnar uppfrá lækjunum, ánni eða upp á heiðina. Þá var hraði lítt þekktur hér, enda hestöfl fá og vandfengin. Orka og hrabi Nú eru orka og hraði nefnd framtíðarþróun, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Samgöngubætur munu því miö- ast við beina vegi eftir því sem mögulegt er, sérstaklega á Þjóð- vegi 1 og öðrum hraöbrautum. Geirsbeygjudraugur Haft er eftir þjóðkunnum og traustum sérleyfishafa, að hinn fornfrægi Geirsbeygjudraugur væri dauður, hann hefbi kafnað í beygjugerinu á flatlendinu ofan Þorlákshafnar hér um árið. Gott ef satt væri! Efasemdir um dauða kauða gera nú vart við sig sunnan Akra- fjalls. Vonandi gengur þessi ný- breytni í samgöngubótum slysa- laust og eftir áætlun, þannig aö uppátækið gagnist þjóðinni um ókomin ár. Höfundur er áhugamaöur um um- hverfis- og samgöngumál. Hallgrímskirkja á föstunni: Píslarganga Krists hjá Kirkjusandi „Búinn að finna sinn tón og er að slá í gegn." Þessi orö féllu um myndlistarmann- inn Magnús Kjartansson fyr- ir skömmu af kynningarfull- trúa hans. Til marks um það er ab hann tekur nú þátt í samnorrænum sýningum í Aþenu og Sveaborg þar sem hann er talinn mebal fremstu norrænna myndlist- armanna í trúarlegri list. Listasafn Hallgrímskirkju hefur nú boðið honum að sýna málverk í kirkjunni á föstunni, og voru verkin sett upp sl. sunnudag og munu hanga þar fram yfir páska. Sýnd verða tvö gríðarstór mál- verk, sem máluð voru fyrir 3-4 árum og tengist myndefnib píslargöngu Krists. Myndirnar eru eins konar táknmyndir um þjáninguna og nefnast „Næt- urganga" og „Kirkjusandur". Myndirnar hafa verið sýndar í Madrid og Barcelona á Spáni og vöktu þær mikla athygli. ■ Magnús notar skrifstofuhúsib á Kirkjusandi, sem er í nánasta umhverfi málarans, sem baksvib fyrir píslargöngu Krísts. „ Þetta stóra skrifstofuhús meb turnspírum og tómum gluggum er hér orbib ab tákni sem vísar til mannlegrar firríngar í borgarsamfélagi nútímans," segir íkynningu um listamanninn. Stöönun er forsenda framfara Þar sem þetta er hundraöasta spjall mitt á síðum Tímans, hyggst ég halda upp á daginn með því að opinbera dálitla fýlu- sófakenningu, sem ég hef hnoð- að saman. Til að fyrirbyggja all- an misskilning skal tekiö fram að orðið fýlusófi er alls óskylt út- lenda orðinu fílósófí, sem á ís- lensku merkir heimspeki. Fýlu- sófi er einfaldlega ákveðinn sófi, sem ég sit gjarnan í þegar ég Ieiði hugann að samfélagsmálum. Vib þær hugrenningar verð ég oft fúll í skapi. Kalla ég því sóf- ann „fýlusófa" og kenningar þær, sem mér koma í hug í hon- um, „fýlusófakenningar". Fýlusófakenning sú, er hér um ræöir, er eftirfarandi: Stöönun er forsenda fratnfara. Ég þykist sjá í hendi mér að ýmsum þyki hún heldur mót- sagnakennd. En sé betur að gætt, kemur hið gagnstæöa í ljós. Framfarir fela í sér breytingar. Þær eru ferð frá einu ástandi til annars. Þeir, sem njóta þeirra, yf- irgefa m.ö.o. ákveðið ástand og halda yfir í annað. En til þess að þetta ferðalag sé örugglega fram á við, en ekki aftur á bak, þurfa ferðalangarnir ab þekkja til hlít- ar það ástand sem þeir yfirgefa. Að öðrum kosti geta þeir ekki tekib það með sér sem nýtilegt er úr því sem þeir yfirgefa, jafn- framt því sem hætt er við að gagnslausir hlutir og jafnvel skablegir verði með í farteskinu. Til að menn geti af kostgæfni vegið og metið það ástand, sem þeir búa viö, þarf það ab hafa varað lengi. Þar kemur til hæga- gangur mannlegrar hugsunar og náttúruleg seinvirkni allrar þró- unar. Hægt er að breyta hverju sem er. En til aö breytingarnar horfi til framfara, þurfa þær að eiga rætur sínar í stöðnun. Að öðrum kosti er hætt við að menn breyti breytinganna vegna. Slíkar breytingar eru ævinlega til óþurftar. Ætli skipstjóri sér að komast til hafnar, verður hann ab byrja á því aö láta losa landfestar í þeirri höfn sem skip hans er statt í. En það gerir hann ekki, nema hann þekki höfnina út í æsar eða treysti hafnsögumanninum. Að SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON öðrum kosti siglir hann á næstu bryggju eða strandar í hafnar- kjaftinum. Þetta er eitt af lög- málum siglingafræbinnar. Og sama lögmál gildir í öllum krók- um og kimum samfélagsins. Þab, sem leiddi mig til þeirrar niðurstöðu að stöðnun sé for- senda framfara, er sá ruglingur sem nú ríkir á íslandi og hefur lengi gert. Stjórnmálamenn leit- ast við að breyta ástandi sem þeir þekkja ekki og rába þarafleiðandi ekki við. Þeir reyna því ab breyta því, breytinganna vegna, í þeirri von að þeir muni þá kynnast því og jafnvel ráða við það. Hvílíkar tálvonir! Kirkjufurstar, jafnt leikir sem lærðir, vita ekki sitt rjúkandi ráð, því þótt þeir þekki innviði stofn- unar sinnar, þá hafa þeir glatab úr hjarta sínu þeim guði sem skóp hana. Listamenn eru flestir sem fisk- ar á þurru landi, því sú aubmýkt sem hver sköpun krefst hefur vikið fyrir auvirðilegu frægðar- og framapoti. Er þá hvergi í glætu að grilla? Jú, því enn ríkir það yndislega stabnaba ástand aö dálaglegur fjöldi fólks notar heilann, eins þótt hann sé ekki ofreyndur þarna uppi þar sem sagt er að gusti um menn. Og upp þangað sendi ég mínar bestu kveðjur og eftirfarandi heilræbi að auki: Sýnast hugsa djúpt á gnmnu vaði, grynnra hyggja í djúpum hyl, slíkt er margra vani. Því er líkt og hugann beri jafnan út, sé suður haldið. Best er heimskum heima að sitja, berst þá ei afleið. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR i HANNES > CONLON OG CIESIELSKI Kvikmyndin „í nafni föðurins" var endursýnd á Stöb 2 á þribjudags- kvöldib. Hún fjallar um saklausa íra, sem breskir dómstólar dæmdu í ára- tuga fangelsi fyrir ab sprengja upp veitingahús í Lundúnum árib 1974. Hér er á ferbinni einhver áhrifamesta kvikmynd sögunnar og einstök heimild um réttarfarið í þessu næsta grannríki íslendinga. En Bretlandseyj- ar eru ekki bara næsti nágranni okk- ar, heldur eru íslendingar ekki síður komnir af fólkinu sem byggir eyjarn- ar en norsku gobsögninni. Og margt er líkt meb skyldum. fslendingar hljóta ab hugsa um eigin réttarfar þegar þeir horfa á kvikmyndina „í nafni föburins". Hvab eftir annab skjóta upp kollinum gamlir kunningjar þeirra sem fylgd- ust meb Geirfinnsmálum árib 1974. Óhugnabur kvikmyndarinnar er fyrst og fremst fólginn í sama hugarfari bresku réttvísinnar og þeirrar ís- lensku, þegar innilokab fólk átti í hlut. Dæmi: Bretar yfirheyrbu írana í sjö daga án þess ab lögmenn fengju að fylgj- ast meb málavöxtum. Þeir beittu brögbum og ofbeldi til ab þvinga fram játningu og bliknubu ekki vib ab Ijúga. Stungu líka undan upplýs- ingum vib réttarhöldin. Sama gerbu böblar réttvísinnar í Síbumúla á sínum tíma. Þeir lugu því ab fjölskyldur hinna innilokubu hefbu játab á sig glæpina sem um ræddi. Bæbi fangar og fangaverbir bera ab böblar hafi þvingab fram játningar meb ofbeldi. Þá yfirheyrbu þeirfangana og spjöllubu vib þá án þess ab réttar- gæslumenn fengju ab fylgjast meb. Héldu sína eigin dagbók um þessar heimsóknir og freistubu þess ab koma henni undan vib réttarhöldin. Loks blöndubu þeir óvibkomandi fólki á borb vib fangaverbi í rann- sóknina og notubu til ab vinna traust fanganna og veiba upplýsingar. Bretarnir hikubu ekki vib ab hóta írunum afarkostum og þar meb talib ab taka febur þeirra af lífi. Sama gerbu böblar Síbumúlans. Þeir vissu ab einn fanginn var vatnshræddur og notubu sér í þaula. Og fleira er líkt meb skyldum: Bretarnir vissu ab írarnir voru sak- lausir, en þögbu samt. Upp komust svik um síbir, en þá brá svo vib ab enginn þeirra var kallabur til ábyrgb- ar og ákærbur. í Geirfinnsmáli er Ijóst ab fjórir menn sátu saklausir í 105 daga varbhaldi. Böblarnir, sem hnepptu þá í varbhald, voru ekki leystir frá störfum eins og vænta mátti fyrir stórfelld afglöp í opinberu starfi. Þeir voru hækkabir í tign innan réttarkerfisins. Mikill meirihluti þjóbarinnar vill ab Geirfinnsmálin verbi tekin upp og brotin til mergjar. Reynt verbi ab skilja hismib frá kjarnanum, svo sannleikurinn standi einn eftir. Hæstiréttur á heibur skilinn fyrir ab heimila Sævari Marinó Ciesielski ab vinna ab upptöku málsins og tryggja honum löglærðan talsmann. Þab er vendipunktur málsins. Spurt er: Er íslenska réttarkerfib nógu þrosk- ub stofnun til ab taka á sér og sínum á meban þessir meintu ofbeldismenn eru enn starfandi innan þess?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.