Tíminn - 22.03.1996, Side 8

Tíminn - 22.03.1996, Side 8
8 Föstudagur 22. mars 1996 Stjórn listamannalauna: Alls 575 umsóknir um listamannalaun Úthlutunarnefndir lista- mannalauna hafa lokib störf- um, en alls bárust 575 um- sóknir um- starfslaun lista- manna árið 1996, mibab vib 563 umsóknir í fyrra. Þar af sóttu 146 um í Lista- sjób, 219 í Launasjób myndlist- armanna, 190 í Launasjób rit- höfunda og 20 í Tónskáldasjób. Starfslaun eru veitt ýmist í 3 ár, 1 ár eba 6 mánubi, auk þess sem veittir eru ferbastyrkir og styrkir til þeirra sem fengu listamanna- laun ábur fyrr og voru yfir 60 ára aldri þegar lög um lista- mannalaun tóku gildi 1991. Sá styrkur jafngildir starfslaunum í einn mánuð. Aubur Hafsteinsdóttir og Helga Ingólfsdóttir fá starfslaun í 3 ár úr Listasjóði, en starfslaun í eitt ár fengu Guðmundur Ól- afsson, Jón Abalsteinn Þorgeirs- son og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Úr Launasjóbi myndlistar- manna fá Finnbogi Pétursson, Ingólfur Arnarson, Ragnheibur Jónsdóttir og Þorvaldur Þor- steinsson starfslaun í 3 ár. Starfslaun í eitt ár fá Bjarni H. Þórarinsson, Eggert Pétursson, Finna B. Steinsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jóns- Bandalag íslenskra skáta: Tómstundastörf öflugustu forvarnir Abalfundur Bandaiags ís- lenskra skáta var haldinn fyrr í mánubinum og kom þar fram ab skátastarfib væri í mikilli sókn og ab börn og unglingar tækju í auknum mæli þátt í starfi skátafélaganna. Auk þess var lögb áhersla á mikil- vægt hlutverk skátahreyf- ingarinnar í forvarnar- starfi, þar sem heilbrigb tómstundastörf í góbum vinahópi væru öflugustu forvarnirnar. Hápunktur starfsins á liðnu ári var þegar tæplega 250 ís- lenskir skátar fóru til Hollands á Alheimsmót skáta. Næsta sumar verbur svo haldið Landsmót skáta á Úlfljótsvatni í Grafningi og er útlit fyrir að mótið verði hið fjölmennasta frá upphafi. Fjárhagsleg afkoma var góö og var batnandi afkoma notuð til að auka og bæta þjónustuna viö skátafélögin. M.a. hefur tekist að lækka verð á ýmsum aðföngum til skátastarfs. ■ son, Jón Óskar og Kristín Ósk- arsdóttir. Það eru Ólafur Haukur Símon- arson og Sigurður Pálsson sem fá starfslaun úr Launasjóði rit- höfunda í 3 ár. í eitt ár fá rithöf- undarnir Birgir Sigurðsson, Böðvar Guðmundsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðmundur Páll Ólafsson, Guðrún Helgadóttir, Gyrðir El- íasson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Pétur Gunnarsson, Sigurður A. Magn- ússon, Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. Hjálmar H. Ragnarsson fær starfslaun í 3 ár úr Tónskáldasjóði og Haukur Tómasson í eitt ár. ■ Tímamynd C VA Leyndarmálahús úr bók- um í Tjamarhólmanum Ljósmyndari Tímans var á ferb í vesturbænum fyrir skömmu og rakst þá á unga konu í lopapeysu fyrir utan hús sitt. Varla þætti slíkt frá- sagnarvert nema vegna þess ab konan sagbist vera í óba önn ab byggja sér hús úr bók- um á lítilli jörb innan borgar- múranna, nánar tiltekib á Tjarnarhólmanum. Ljós- Fimm af 22 umsœkjendum hlutu styrki viö aöra úthlutun Málrœktar- sjóös: Tölvu-, hagfræbi- og slang- urorðabók á leiðinni Fimm umsækjendur af 22 hlutu styrki úr Málræktar- sjóbi vib abra úthlutun, þar af þrír til útgáfu orbasafna. Alls var úthlutab 3 milljón- um króna af rúmlega 22 milljónum sem sótt var um. Málræktarsjóbur var stofn- abur af íslenskri málnefnd fyrir fimm árum. Fjölmargir einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafa síban lagt honum til fé. Ætlunin er ab Málræktarsjóbur komist upp í a.m.k. 100 milljónir króna á næstu fjórum árum meb framlagi Lýbveldissjóbs, seg- ir í fréttatilkynningu frá sjóbnum. íslensk málstöð hlaut að þessu sinni hæsta styrkinn, 1 milljón kr., til að koma upp tölvukerfi fyrir orðabanka málstöðvarinnar. Skýrslutæknifélag íslands fékk 800 þús.kr. til ab gefa út endurskoðaö Tölvuorbasafn. íslensk málnefnd hlaut 600 þús.kr. styrk til að gefa út Hag- fræðiorðasafn. Námsgagnastofnun hlaut 350 þús.kr. styrk til að gefa út greiningarforritiö íslensk mál- fræði. Svavar Sigmundsson hlaut 250 þús.kr. til undirbúnings útgáfu Orðabókar um slangur. myndarinn rétt náöi ab smella af þegar konan hafbi komib þjótandi út úr húsi sínu meb kappsfullan metn- abarglampa í augum, en varb ab stöbva sig andartak til ab ná andanum, þar sem þyngsli „múrsteinanna" voru ab sliga hana. Hann hafbi vart náö aö færa vél frá auga, þegar konan var horfin inn í hrímþokuna sem fylgdi henni nibur ab Tjörn. Síðar kom í ljós að þarna var á ferð Elísabet Jökulsdóttir skáld- kona, sem segist ætla að nota „húsið" til að bjóða til sín ein- um og einum gesti í einu, nokk- urs konar stakgesti. Þegar grennslast var eftir fyrirhuguðu hlutverki þessa íverustaðar, reyndist Elísabet ætla að ræöa um eitthvað sérstakt, nú ellegar tefla við þann aðila sem þekktist boðið hverju sinni. Þess má geta að byggingarefn- ið eru bækur, sem Elísabet og önnur Jökulsbörn Jakobssonar gáfu út fyrir tveimur árum og innihalda öll 25 leikrit Jökuls í tveimur bindum. Þar sem sala bókanna gengur hægt, en ör- ugglega, í bókabúðum, hefur El- ísabet gengiö í fyrirtæki til að hafa upp í útgáfukostnaö. Nú síðast var þab Hitaveitan sem ákvab að gleðja nokkra starfs- menn sína í framtíöinni með Höddu Pöddu, Pókók, Hart í bak o.fl. leikritum. LÓA Stjórn Geöhjálpar biöur fólk um aö nota ekki hugtakiö geöveikur án þess aö sjúkdómsgreining liggi fyrir: Fæstir glæpamenn eru geðveikir í fæstum tilfellum stafa glæp- ir af gebsjúkdómum, enda eru glæpamenn sjaldan úr- skurbabir ósakhæfir vegna gebsjúkdóms. Glæpamenn eru ekki gebveikir, abeins ef brot þeirra eru nógu slæm. Stjórn Geðhjálpar hefur sent frá sér mótmæli vegna þeirrar greiningar nokkurra fjölmibla ab ákveðnir fjöldamorðingjar og jafnvel sumir einræbisherrar hjóti ab vera geöveikir. Ingólfur H. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Gebhjálpar, segir ab stjórn samtakanna hafi talið ástæbu til að minna menn á að gæta sín í orðavali eftir vobaat- burbinn í Dunblane í Skotlandi nýverið. Hann segir vibbrögð manna oftast vera þannig ab viðkomandi glæpamabur hljóti að hafa verið geöveikur, þar sem verk hans var óhugnanlegt og óskiljanlegt. „Viö viljum minna á að í langfæstum tilfellum eru geð- sjúkdómar undirrót einhvers voöaverks. Þaö hefur líka sýnt sig ab í flestum tilfellum eru aðrir þættir sem liggja ab baki slíkum verkum, t.d. siðblinda eða eitthvaö allt annað sem hefur ekkert meb geðveiki ab gera." Ingólfur segir félagsmenn Gebhjálpar taka óvarkára um- fjöllun, þar sem þeir eru bendl- abir viö glæpamenn, nærri sér. „Það er nógu erfitt aö vera gebsjúkur eða geðfatlabur, þótt menn þurfi ekki að búa við það líka ab allt sem aflaga fer sé túlkab meb þeim hætti aö þar séu geðveikir á ferðinni. Við er- um því að benda mönnum á að fara varlega meb þetta hugtak, nota það ekki til að lýsa voðaat- burðum og ekki nema nákvæm sjúkdómsgreining liggi fyrir." Ingólfur telur að ástæða slíkr- ar umfjöllunar sé fyrst og fremst þekkingarskortur. Hann segir vibbrögb manna eftir voðaatburðinn í Skotlandi ábendingu til Geðhjálpar um ab nauösynlegt sé að efla starf- semina og auka fræðslu til al- mennings. -GBK Verkalýbsfélag Húsavíkur: Vekur furöu Tímanum hefur borist eftir- farandi ályktun frá Verka- lýbsfélagi Húsavíkur, sem samþykkt var á stjórnarfundi í fyrrakvöld: Verkalýðsfélag Húsavíkur mótmælir harblega fram- komnu frumvarpi félagsmála- ráðherra til breytinga á vinnu- löggjöfinni og skorar á Alþingi að falla frá frumvarpinu. ís- lensk verkalýðshreyfing mun ekki horfa aðgerðalaus á gjörn- inga stjórnvalda, er miba ab því að brjóta niöur réttindi verkafólks, sem kostað hafa áratuga baráttu. Uppskrift samtaka atvinnu- rekenda, sem byggir á því að brjóta niður íslenska verkalýbs- hreyfingu, virðist hafa verið lögð til grundvallar við frum- varpssmíðina. Það vekur furðu Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, að á sama tíma og íslensk verkalýðshreyfing heldur upp á 80 ára afmæli Al- þýðusambands íslands skuli fé- lagsmálaráðherra færa verka- fólki að gjöf frumvarp, sem fel- ur í sér alvarlegar skerðingar á sjálfsögðum réttindum launa- fólks. Full ástæða er fyrir stjórn- völd að stuðla að því að réttar- staba launafólks verði bætt til muna, í stab þess að vinna markvisst ab því ab brjóta hana niður. Verkalýðsfélag Húsavíkur skorar á launafólk að mótmæla því siðleysi sem felst í fram- komnu frumvarpi. Rödd fólks- ins þarf að láta í sér heyra. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.