Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. febrúar 1996 VINNUVÉLAR 7 Vió seljum fíeira en bíla og búvélar Við höfum umboð fyrir mörg þekktustu merkin í þungavinnuvélum: Frá Furukawa Hjóla- og beltagröfur ^ \ 'sJjÉÍ^ ásamt ámokst- mSW ursvélum trMi-o GmSZl NISSAN OG A NA VISTAR INTERNATIONAL ^ ^ <8> VÖRUBÍLAR í ÖLLUM STÆRÐUM samiö um styttri verktímann enda lítill kostnaöarmunur og beinn sparnaöur af því fyrir umferöina og Vegagerðina samanlagt að fá sambandið á einu ári fyrr." -TÞ Aœtlanir um vegaframkvœmdir dragast saman. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri: Heilmikill samdráttur Endurskoðuð vegaáætlun er til meðferðar hjá Alþingi og er samgöngunefnd Alþingis með hana. Samkvæmt þeirri tillögu sem nú liggur fyrir er umtalsverður samdráttur frá upphaflegri vegaáætlun, eba milli átta og níu hundruð milljónir króna. Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri sagöi í samtali viö Tímann aö það væri „heilmik- ill samdráttur frá síðasta ári." Hann sagði aö vegaáætlunin væri vissulega lægri en hún hefði verið frá og með 1993 en stæðist hins vegar alveg sam- anburð við árin þar á undan. „Hún er ívið hærri heldur en þær voru, miðað við nokkuð mörg ár fyrir 1993. En niður- skurðurinn er samt sem áður þetta mikill miðað við það sem átti að vera, því vegaáætlunin sem var samþykkt fyrir rúmu ári á Alþingi, í febrúar 1995, var sú stærsta sem við höfum nokkurn tíma séð. í takt við þetta eru auðvitað nokkur stór- verkefni í gangi sem búið er að bjóða út, eins og Ártúnsbrekk- an og Gilsfjörðurinn sem er stærstur reyndar og tekur að sama skapi lengri tíma. Einnig var tenging Noröur- og Áustur- lands, áfangi austan við Jök- ulsá á Fjöllum, boðin út í vet- ur," segir Helgi. Vegtengingar vegna Hval- fjarðarganga eru ekki inni á vegaáætlun nú. Vegaátlunin sem samþykkt var í fyrra, í árs- byrjun 1995, tekur til áranna 1995 til og með 1998. „Hval- fjarðartengingar eru ekki inni á þeirri vegaáætlun heldur hefur verið miðað við að aflað væri lánsfjár til þeirra og hluti af því lánsfé yrbi greitt af vegaáætlun síðar, eftir þetta tímabil." Helgi segir ab niðurskuröur- inn í vegaáætlun komi fyrst og fremst niður á nýframkvæmd- um, samkæmt eöli máls. „Rekstur vegakerfisins og við- hald þess er í algjöru lágmarki og neðan við það reyndar, miðaö við sívaxandi þunga umferöar. Þar af leiðandi er ekkert hægt að skera niður á þeim liöum sem máli skipta í þessu samhengi," segir Helgi. „Þaö eru nýir vegir og nýjar brýr á öllum flokkum vega sem þetta bitnar á. Reyndar bitnaði niburskurðurinn kannski einna haröast á framkvæmdaátaks- verkefnum svokölluðum. Það var gert ráð fyrir því að sérstakt framkvæmdaátak sem skipt var eftir íbúatölu yröi rúmur millj- arður á þessu ári, en það varð 650 milljónir samkvæmt þess- ari tillögu sem liggur fyrir Al- þingi. Það er hlutfallslega stærsti niðurskurðurinn." En kemur niðurskurðurinn til með aö hafa áhrif á t.d. framkvæmdir í Ártúnsbrekk- unni? „Við vissum hvernig þetta land lá þegar við buðum út brekkuna og buðum hana út undir þeim formerkjum sem þá voru orðin ljós. Hún er boðin út þannig aö það er tekin áfangi vestur fyrir Elliðaárnar og honum á að ljúka í ár en við skyldum verktakann til að lána okkur hluta af kostnaðinum fram á næsta ár. Þá er reyndar eftir þessi nýja brú sem þarf að koma yfir Reykjanesbrautina þar vestan við og tengingar til- heyrandi henni." Artúnsbrekkan ætti þá að Helgi Hallgrímsson. ganga samkvæmt áætlun? „Já, hún á ab ganga alveg eins og útboðiö tók stefnu á. Eins var það með Gilsfjörðinn, þetta lá allt fyrir þegar vib buð- um hann út. Þar eru sams konar klausur um að verktakinn verði að búa sig undir aö lána ef hann vill hraða þessu verki, sem reyndar var samið um að lokum. Við buðum út tvenns konar tilhög- un um verktíma og síðan var Frá ■ nDCCCED Fjölþjóöafyrirtæki á ■■ UnMwBil sviði þungavinnuvéia MF-^fermec 700-800-900 línan 800 og 900 línan með Servo-út- búnaði 900 línan með 4 hjóla stýringu (sjá mynd) Jarðýtur og vegheflar Ingvar | = = I Helgason hf. vélasala -- Sævarhöfða 2, SÍMI 525-8000 - frábær lausn að koma skipulagi á tvinna- kefiin - þá er þetta lausnin! Þú finnur traust í okkar lausn. VELAVERKSTÆÐIÐ EGILL HF. Smiðjuvegi 9A, 200 Kópavogi — Sími 554 4445, 554 4457 HENTU EKKIBILUÐUM HLUT — SPURÐU OKKUR FYRST RENNISMÍÐI — FRÆSIVINNA — SLÍPUN — VÉLAVIÐGERÐIR X Endurbyggjum bensín- og díselvélar. X Slípum sveifarása, borum blokkir. X Réttum af höfuölegusæti í blokkum. X Lögum legusæti og kambása í heddum. X Breytum og endumýjum drifsköft. X Plönum hedd, blokkir o.fl. X Rennum ventla og ventilsæti. X Lögum legu- og slitfleti með stál-, kopar-, og kera- mikefnum o.fl. Margs konar nýsmíði. Standur fyrir 48 kefli kr. 3.100.- Standur fyrir 70 kefli kr. 4.100.- fyrir 120 kefli kr. 5.900.- Sendingarkostnaður bætist við vömverð Pöntunarsími 567 5484 B.G.Á. Viljum leysa vanda þinn, velkominn sértu vinurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.