Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. júní 1995 ÍÍflOTfiW LANDBÚNAÐUR 3 Eigum vélar til afgreiðslu strax. VELAVERf Lágmúla 7 - Pósthólf 8535 - 128 Reykjavík Sími: 588 2600 - Fax 588 2601 Case Maxum fjölgar Case Maxum dráttarvélum fjölg- ar hér á landi, því nokkrar vélar þessarar geröar hafa veriö af- greiddar af umboösabilanum Vél- um og þjónustu á þessu vori. Case Maxum eru öflugar og tæknilega fullkomnar dráttar- vélar, sem hafin var framleiösla á fyrir nokkrum árum. Vélarnar eru á bilinu um 100 til 150 hest- öfl og henta því vel bændum sem þurfa á átakavélum aö halda vegna ýmissa verkefna. Næsta gerö Case dráttarvéla fyrir ofan Maxum er Case Magnum, sem er nokkru stærri. Engin vél þeirrar gerðar hefur enn veriö flutt hingað til lands, en ef þróunin í innflutningi og notk- un dráttarvéla verður með sama hætti og verið hefur, mun þess vart verða langt að bíða að slíkar stórvélar verði sjáanlegar í flögum og á tún- um einhverra bænda. Að sögn Ágústar Schram, sölu- stjóra Véla og þjónustu, er mest flutt inn af Case IH 4200 línunni, sem framleiðsla var hafin á fyrir um tveimur ámm. Þessar vélar em fáanlegar í stærðum á bilinu 70 til 100 hestöfl, sem íslenskir bændur horfa mjög til um þessar mundir. Vélamar em fáanlegar með tvenns- konar húsi: einskonar standard gerð og lúxus húsi. Þá eru þessar vélar einnig fáanlegar með lyftu- búnaði og aflúttaki að framan. Ág- úst Schram segir að þótt framtengi- búnaðurinn gefi margvíslega möguleika til fjölbreyttrar notkun- ar vélanna, hafi íslenskir bændur lítið hagnýtt sér þessa möguleika til þessa. Einkum hafa menn horft til þessa búnaðar með notkun snjó- blásara í huga, en hann gefur með- al annars möguleika á að vinna með tveimur sláttuþyrlum samtím- is eða rakstrarvél sem rakar fyrir heyhleðsluvagna eða rúlluvélar. Þá em einnig til ýmis jarðvinnslutæki í boði til tengingar framan á drátt- arvélar, sé þar til gerðum tengibún- aði til að dreifa. Ágúst Schram segir að þessi aukabúnaður sé nokkuð dýr og sé það ef til vill ástæða þess að bændur hafa lítiö horft til hans til þessa, auk þess sem flest vinnu- tæki, sem komið hafi hér á markað, hafi verið til tengingar aftaná dráttarvélar. -ÞI Sunnlenskir bcendur: ELHO í heyskapinn Nýjar aðferðir við vélakaup Sunnlenskir bændur hafa reynt nýjar aöferðir viö kaup á sláttuþyrlum. Á síðasta vetri ákvaö stjórn Búnaðarsam- bands Suöurlands aö gangast fyrir magninnkaupum á sláttuþyrlum og efna til út- boös vegna þeirra, reyndist áhugi fyrir því hjá bændum. Verulegur áhugi reyndist fyrir þessu og var því leitaö tilboöa er miðuðust viö kaup á 20 til 30 þyrlum og einnig 30 til 40 þyrlum. Eftir samanburð á til- boðum, sem bárust frá véla- innflytjendum, var ákveöiö að ganga til samninga viö Vélar og þjónustu um kaup á allt aö fimmtíu sláttuþyrlum. Bænd- umir vom flestir á félagssvæöi Búnaðarsambands Suðurlands, en einnig komu nokkrir bændur úr öörum héruöum inn í tilboðið. Með þessari innkaupaaðferö var unnt að fá vélarnar afhentar á mun lægra verði, eða um 20% lægra en auglýst listaverð. Ástæður þess voru hagkvæm innkaup vegna fjölda vélanna og einnig gaf innflutningsaðil- inn afslátt af álagningu. Um tvær gerðir sláttuþyrla var að ræða, annars vegar Krone sláttu- þyrlur og hins vegar ítalskar Bellon þyrlur, sem eru nokkru ódýrari en Krone sláttuþyrlurn- ar. Nánast eingöngu var um diskaþyrlur að ræða, en einn bóndi hafði óskað eftir að festa kaup á tromlusláttuþyrlu. Að sögn Ágústs Schram, sölustjóra Véla og þjónustu, hefur áhugi bænda fyrir diskaþyrlunum aukist verulega að undanförnu og má búast við því að þeim fjölgi verulega eftir því sem bændur þurfa að endurnýja sláttubúnað sinn. Flestar þyrl- urnar voru með vinnslubreidd upp á 2,40 metra, en diskaþyrl- ur eru fáanlegar frá 2,00 metra vinnslubreidd upp í 2,80. Er þetta nokkru meiri vinnslu- breidd en tromlusláttuvélar hafa, en þær hafa flestar 1,60 eða 1,80 metra vinnslubreidd. Diskþyrlurnar eru bæði léttari og þurfa einnig minna vélarafl, þannig að meðalstórar dráttar- vélar geta drifið mun vinnslu- meiri sláttuþyrlur, séu þær búnar diskum. -ÞI ELHO 1110 pökkunarvél er dragtengd með vökvastýrðum fallrampi, filmuteljara, filmuskera, kapalstýringu fyrir stjórntæki í ökumannshúsi og 500/750 mm filmustrekkjara. ELHO Aukin lyftigeta, meira þyngdar- mótvægi og flot- mikil Trelleborgar- dekk. Mest selda vélin á íslandi til margra ára. 39 ára sænsk kona óskar eftir starfi gegn fæöi og húsnæöi í 4-5 vikur, frá og meö júlí, á íslensku hrossabúi. Hef- ur 11 ára reynslu af hestum, þar af 6 ár meö ís- lenskum hestum. Hefur áhuga á aö æfa sig í ís- lensku og vinna meö hesta. Fax nr. 00-46-8- 6403578 eöa sími 00-46-8-6403578. sendum í póstkröfu um land allt. góð dekk ó gððu verði GT^S Gúmmívinnustofan hf. Réttarhálsi 2, Reykjavík sími 553 0360

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.