Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 2
12 lÍWflW ÚTIHÁTÍÐIR OC FERÐALÖC Laugardagur 27. júlí 1996 Halló Akureyri: Sjö til átta )úsund gestir yrir ári — búist viö fleiri nú „Vib látum okkar ekkert eftir liggja," sagði Magnús Már Þor- valdsson, framkvæmdastjóri Halló Akureyri þegar til hans nábist seint um kvöld. Magn- ús var þá önnum kafinn og talaði í annan síma jafnframt því ab ræba vib tíbindamann. Magnús sagbi ab meira verbi lagt til þess ab gera hátíbina sem glæsilegasta en verib hafi, því búast megi vib fleiri gest- um en ábur hafi komib á þessa útihátíb frá því fyrst var efnt til hennar. Magnús Már segir áætlað að á bilinu sjö til átta þúsund manns hafi komið til Akureyrar um verslunarmannahelgina í fyrra og séu þær tölur byggðar á upp- lýsingum um fjölda gesta frá hótelum og gistiheimilum, notkun orlofshúsa og orlofs- búða auk aðsóknar að tjaldstæð- um bæjarins. Viö það hafi bæst að margir ferbamenn hafi gist í heimahúsum. Þetta hafi þýtt á bilinu tvö til þrjú þúsund fleiri Margt fjölskyldufólk lagöi leiö sína til Akureyrar um verslunarmannahelg- ina á síöasta ári. Þessi mynd var tekin á Ráöhústorgi á Akureyri um miöj- an dag á frídegi verslunarmanna þar sem mœöur gœddu sér á ís í um 18 ° hita. Myndir: Þl gesti á Akureyri en um verslun- armannahelgina þar á undan. Magnús Már segir þessa úti- hátið komna til að vera og hafa þegar skipað Akureyri á bekk með ákjósanlegum ferðamanna- stöðum um þessa helgi. Upphaf Halló Akureyrar megi rekja til þess að ýmsir hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og verslun hafi komið sér saman um að vinna yrði að því að gera Akureyri gildandi um þessa helgi. Þetta hafi tekist og nú sé grundvöllur til þess að gera hátíðina að föst- um lið í bæjarlífinu á Akureyri á svipaðan hátt og Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum sé löngu orð- in hluti af ímynd eyjanna. Magnús segir unglinga hafa sett nokkurn svip á fyrstu Halló Ak- ureyri hátíðirnár en á síðasta ári hafi fjölskyldufólk verið mjög áberandi. Það sýni að fjöl- skyldufólk og aðrir fullorðnir ferðamenn séu farnir að líta á Akureyri sem ákjósanlegan án- ingar- og dvalarstað sem hafi margt að bjóða um þessa ferða- helgi. Að þessu sinni hefst Halló Ak- ureyri á fimmtudegi með tívolí á flötinni fyrir framan Sam- komuhúsið. Þá verður einnig efnt til skrúðgöngu sem útlend- ingar búsettir á Akureyri annast í samvinnu við Ævintýraleik- húsið í Reykjavík. Með þessu er ætlunin að skapa ákveðna karnivalstemmingu í uppahfi hátíðarinnar. Ýmsar sýningar verða í boði alla helgina og má meðal annars nefna eróbikk, tískusýningar, götuleikhús og útitónleika. Veitingahús bæjar- ins taka þátt í Halló Akureyri og bjóöa öll upp á þekktar hljóm- sveitir á landsvísu. Magnús Már Þorvaldsson segir Halló Akureyri fyrst og fremst vera fjölskylduhátíð. Þannig sé tjaldsvæðið í Kjarnaskógi fyrst og fremst ætlað fólki sem kjósi að dvelja í rólegheitum fjarri skarkala og efnt verður til sér- stakra strætisvagnaferða þangað í tengslum við hátíðina. Tjald- svæðið á Syðri brekkunni er Prófaðu hann til dæmis með: ^ bökuðum baunum, U. brúnuðum lauk og spældu eggi, j£> kartöflusalati og fersku grænmeti )Þ- eða skerðu hann í litla bita og útbúðu spennandi sumarsalat. IJÐINGÍ rAKTU EFTIR NVJA UTLITINU til ftskönd, fisksvín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.