Tíminn - 25.03.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. mars 1992
Tíminn 5
Efni til kjamorkuvinnslu til
sölu á svörtum markaði?
Svona sér teiknari fyrir sér atvikið þegar þýsk lögregla handtók tvo Rússa á bllastæöi þar sem þeir falbuöu úraníum úr bllskotti!
Á eyðilegu bílastæði við hraðbraut-
ina til Augsburg í Þýskalandi, hafði
36 ára sovéskur atvinnulaus
ávaxta- og grænmetissali loks
fundið kaupanda að vörunni sem
hann bauð á kostakjörum, kassa af
úrvals úraníum, öríítid bætt Verð-
ið sem farið var fram á var
40.000.000 ísl. kr. kflóið.
Kaupandinn sýndi sig hins vegar
aldrei. í hans stað mættu 20 for-
ingjar úr úrvalssveit lögreglunnar
sem sátu fyrir seljandanum og
beindu að honum vélbyssum og
geigerteljara að Mercedesnum með
opna skottinu. í blárri íþróttatösku,
sem felin var undir rifnum frakka,
var blýfóðraður kassi sem innihélt
1,2 kíló af úraníummolum, gráleit-
um, á stærð við aspiríntöflur.
Sovéskír mafíósar á
ferð og flugi í
viðskiptaerindum
Gildran virtist vera vel heppnað
tiltæki í stríðinu gegn kjamorku-
smyglurum. Seljandinn og 46 ára
samstarfsmaður hans, sem báðir
eru frá Volgubökkum, höfðu verið
undir eftirliti vikum saman.
Tveim dögum síðar sendi franska
sjónvarpið út leynilega tekna kvik-
mynd af sovéskum mafi'ósum, þar
sem þeir voru að semja um sölu á
einu kílói af mjög styrktu úraníum
við austurrískan lögfræðing. Áhorf-
endur heyrðu þá tvo komast að
samkomulagi um að 30.000.000 ísl.
kr. yrðu lagðar inn á bankareining á
Kaliningrad-svæðinu, sem nýlega
var yfirlýst svæði frjáls framtaks,
einum sólarhring eftir afhendingu.
Táugaóstyrks gætti við viðræðum-
ar og þær voru á stundum hvers-
dagslegar. Lögfræðingurinn var
áhyggjufullur um að upp kæmist
og kvartaði: Ég get ekki bara orðið
ósýnilegur. Þá fór seljandinn að
missa sjálfsstjómina og sagði: Ef
við náumst vil ég ekki að þeir haldi
að ég eigi efnið. Lögfræðingurinn
hughreysti hann: Hafðu ekki
áhyggjur, það er hægt að kaupa
hvaða tollgæslumann sem er. Ekki
var gefið upp hvaðan úranumið
kæmi, ef það þá í rauninni var til.
Hrun Sovétríkjanna og máttlaust
eftirlit ríkisins með kjamorkuefn-
um hefur haft í för með sér það
óhjákvæmilega, geislavirkt efni Iek-
ur til vesturs um tilviljunarkenndar
leiðir smyglhringa og einstakra sala
sem reyna að græða sem mest á
sem auðveldastan hátt Sumir sér-
fræðingar gera grín að því sem
fram er fært til sönnunar á viðskipt-
unum og álíta það verk hrekkja-
lóma en aðrir líta á það sem ógn-
vekjandi þróun. Frá því í júní sl.
hefur komist upp um 11 tilraunir
til að selja eða smygla kjamorku-
efnum að austan.
Öryggisvörslu
hnignað í fyrrum
Sovétrílqum
Tilraunir til að ákvarða nákvæm-
Iega hversu mikið vandamál er hér
um að ræða em hindraðar af því
sem áður var valdamiki! kjamorku-
áróðursvé! í fyrrum Sovétríkjum,
sem spilar á ótta og þekkingarleysi
Vesturlandamanna. Ekki alls fyrir
löngu sagði Gennadi Novikov, yfir-
maður séröryggisrannsóknarstof-
unnar við Chelyabinsk 70 kjam-
orkurannsóknastöðina, að öryggis-
vörslu hefði „hnignað verulega ...
nú er möguleiki á því að koma
höndum yfir kjamavopn" til að
nota við fjárkúgun. Leonid Kravt-
sjúk, forseti Úkraínu, hefur hætt að
flytja meðaldræg kjamorkuvopn til
Rússlands og segir: „Við getum ekki
verið vissir um að eldflaugamar
sem við sendum burtu verði eyði-
lagðar og falli ekki í hendur óvin-
veittra aðila.“
Ef Kravtsjúk hefur rétt fyrir sér,
má kannski líta svo á að það sem
klaufalegu sovésku útflytjendurnir
sem gripnir voru glóðvolgir í
Þýskalandi vom að gera sé ekki svo
fáránlegt. Það sem byrjaði sem
svartamarkaðssvindl gæti orðið að
hættulegri viðskiptum.
Það þarf um eitt tonn af náttúr-
Iegu úraníum til að framleiða eitt
kíló af hreinsuðu og styrktu útgáf-
unni sem notuð er í kjamorku-
sprengju. Sé það haft í huga virðast
tilraunimar sem gerðar hafe verið
að undanfömu til að selja geisla-
virkt efni aumkunarverðar. Þannig
tók t.d. lögreglan í Búdapest mann
höndum fyrir nokkmm vikum þar
sem hann var að reyna að selja 400
gr af úraníum, sem reyndist orðið
gersneytt nýtanlegum efnum eftir
vinnslu.
Þeir sem rannsaka ólögleg úran-
íumviðskipti em mjög áhugasamir
um að komast að því hvort það úr-
aníum sem náðst hefur sé fengið
með tilviljunarkenndum þjófnaði
eða hvort bófaflokkar hafi aðgang
að miklu meira magni af efninu.
Hins vegar er ekki til nein áreiðan-
leg birgðaskrá. Nákvæmar upplýs-
ingar em gloppóttar, jafnvel í Rúss-
landi, en þar er álitið að hafi verið
framleidd 100-150 tonn af plútón-
íum hæfu til vopnaframleiðslu og
700-1000 tonn af mjög virku úran-
íum. „Við höldum upplýsingum
leyndum," viðurkennir Novkov,
„jafnvel varðandi öryggismál ... og
jafnvel hver fyrir öðrnrn."
Freistingamar og
viðskiptin færast í
aukana
Alþjóðlega kjamorkustofnunin,
sem sendi eftirlitsmenn til að
grandskoða írak eftir Persaflóa-
stríðið, hefur sett upp innsiglaðar
eftirlitsmyndavélar í kjamorkuver-
um í 40 löndum til að fylgjast með
hvort eitthvað er verið að fikta þar.
En David Kyd frá stofhuninni segir
að við það að eftirlit hefur fallið í
rúst í fyrmm Sovétríkjum hafi
fjöldi fólks misst vinnuna og sé
reiðubúið að finna leiðir til að verða
sér úti um peninga.
„Freistingarnar og viðskiptin fær-
ast í aukana. Einhvern tíma eigum
við eftir að finna „þann stóra“ —
það er heilmikið af kjamorkuefni
úti um allt Hver getur sagt fyrir
um hvað kann að gerast þegar Azer-
ar og Armenar em komnir í hár
saman,“ segir hann.
íatlri upplausninni sem nú
rikir i austurhluta Evrópu
reynir hver að bjarga sér
sem beturgetur.
Meðal annars varnings
sem nú er viða á boðstólum
er alls kyns efni sem kennt
er við kjarnorku vinnslu.
Sumum stendur ógn af
þessum viðskiptum en aðrir
segja að hér sé sennilega
í ðUum tilvikum um gabb
aðrœða.
Flestar tilraunir til að selja kjam-
orkuvaming virðast hafa verið
blekkingin ein. Einn glæpaflokkur,
sem tekinn var við Como-vatn í
október sl., var að reyna að selja
plútoníum úr hjartagangráði sem
búið var að fleygja. Aðrir sölumenn
hafa boðið fram útnýtt úraníum,
massann sem eftir er þegar að hinn
dýrmæti klofnunarhæfi ísótóp
U235 hefur verið fjarlægður.
Nýnumið úraníum fer í gegnum
mikla og dýra vinnslu sem skilur að
og safnar saman hinu gífurlega
virka efrii. Molar sem teknir em úr
kjamorkueldsneytisstöfunum eins
og þeir sem náðist til í Augsburg,
kunna að vera nothæfir, en þá þyrfti
að fá þá í svo miklu magni að smygl
leikmanna hentar ekki.
„Rautt kvikasilfur“ —
hvað er það?
Það kjamorkuefni á svarta mark-
aðnum sem veldur mestum vanga-
veltum er hið svokallaða „rauða
kvikasilfur" sem erfitt er að henda
reiður á — en samsetning þess er
óþekkL ef það er þá í reyndinni tll.
Sölumenn hafa í stómm stíl lagt
leið sína til þriðjaheimsríkjanna og
bjóða það á kostakjörum,
20.000.000 ísl. kr. kílóið. í janúar
vom þrír Ungverjar teknir höndum
í Mílanó fyrir slíka sölumennsku.
Fyrir skemmstu stakk „rautt kvika-
silfur" upp kollinum í Noregi, þegar
samtök frá Volgograd gerðu tilraun
til að selja innflutningsfyrirtæki þar
eina sendingu. Þeir sem fella fyrir
blekkingunum fá venjulega í sinn
hlut flösku með kvikasilfri, sem lit-
að hefur verið með litarefni úr
dauðum skordýmm.
Sumir vísindamenn halda að
„rauðu kvikasilfri" sé ruglað saman
við kvikasilfuroxýð. Aðrir, þ.á m.
prófessor Gyoergy Marx, yfirmaður
kjamorkuvísindadeildar háskólans
í Búdapest, em sannfærðir um að
ósvikið efnasamband, sem gengur
undir nafninu „rautt kvikasilfur
20/20“ geti valdið þeirri sprengingu
sem þarf til að koma af stað kjama-
klofningi.
David Kay, aðalritari Úraníum-
stofnunarinnar, hefur reynt að
finna uppmna þessarar nútíma
þjóðsögu. „Fyrir u.þ.b. 15 ámm
komst orðrómur á kreik um að
Sovétmenn hefðu fundið kjam-
orkuundirstöðu — sem væri eitt-
hvað í sambandi við kvikasilfur,"
segir hann. „Enginn vissi nákvæm-
lega hvað þetta væri en allir urðu
mjög spenntir. Við héldum að það
gæti verið efni í vetnissprengju eða
gæti gert auðveldara að kljúfa vatn
undir þrýstingi. Þetta fór að ganga
undir nafriinu „rautt kvikasilfur"
eingöngu vegna þess að það var
rússneskt Nú er fólk farið að reyna
að selja venjulegt kvikasilfur með
!it.“
Alþjóðleg
lgamorkulögregla?
Kay, sem stjómaði þrem eftirlits-
hópum Alþjóðakjamorkustofnun-
arinnar í írak á liðnu ári, sagði að
gestgjafar hans þar hefðu sagt hon-
um að þeir ættu tvær skjalaskúífur
stútfullar af tilboðum á rauðu
kvikasilfri. Eftir því sem hið gamla
sovéska heimsveldi flosnar upp á
saumunum og gabbið, svindlið og
upptekt efna færist í aukana, spyrja
sumir hvort rétt væri að setja á
laggirnar alþjóðlega „kjarnorkulög-
reglu" til að berja niður þessi nýju
viðskipti.
Alþjóðakjarnorkustofriunin hefur
eftirlit með að fylgt sé samningum
um takmörkun kjamavopna en hef-
ur illa tök á því að fylgjast með
smyglurum. Ríkin 113 sem ábyrgj-
ast fjárlög stofnunarinnar höfnuðu
nýlega tillögu um að setja á fót
þriggja milljón dollara gagnabanka
til að fyigjast með inn- og útflutn-
ingi. „Við höfum komist að raun
um á undanförnum 25 árum að
heimurinn er reiðubúinn að greiða
60 milljónir dollara til að hafe 200
eftirlitsmenn í þjónustu sinni til að
hafa eftirlit með 1000 stöðvum í 60
löndum," segir David Kyd. „Nema
því aðeins meiriháttar brot á öryggi
komi fyrir eru ríkisstjómir ekki
reiðubúnar til að hrökkva nóg við
til að setja á fót nýja stofnun."
Frank Bamaby, fyrrverandi for-
stjóri Friðarrannsóknarstofnunar-
innar í Stokkhólmi, álítur að þess
sé ekki langt að bíða að slíkur skell-
ur verði. „Það er mikið þekkingar-
leysi á ferðinni. Það er vissulega til-
eftii til að stofna sérhæfða skrifstofu
Sameinuðu þjóðanna með mikið
vald. Hún þarf að vera kjamorku
Interpol sem lætur til sín taka."
Sú ógnun sem stafar af „kjam-
orkumáIaIiðum“ var til umfjöllunar
í yfirheyrslum á bandaríska þinginu
í Washington fyrir skömmu. Dr.
William Potter við Alþjóðarann-
sóknastofnunina í Monterey segir:
„Hið raunverulega gjaldþrot vam-
argeirans í heild hefur myndað um-
hverfi þar sem framtakssamir aðilar
keppa um að fá í þjónustu sína
vopnahönnuði og að versla með
kjamorkuvarning erlendis."
Ekkert tilfelli sannað
Vestrænar öryggisþjónustur hafa
látið til sín taka á undanfömum
mánuðum. CIAhefur stofnað gervi-
fyrirtæki og bankareikninga til að
veiða kjamorkusmyglara í gildru,
en árangurinn hefur ekki þótt
merkilegur. „Ég veit ekki um eitt
einasta tilfelli sem sönnur hafa ver-
ið færðar á,“ segir heimildamaður í
leyniþjónustunni. „Fullyrðingamar
hafa skipt þúsundum en þegar er
farið að kanna sannleiksgildi þeirra
hefur ekkert staðið að baki þeim.“
Sumir vísindamenn álíta að lykill-
inn að velheppnaðri herferð gegn
smyglurum sé sá að kenna landa-
mæravörðum hvemig bera megi
kennsl á og meðhöndla kjamorku-
efni. Bandaríkjamaður, sem vinnur
að því að fylgjast með því magni
kjamorkuefna sem kemst í umferð,
segir að full þörf sé á auknu eftirliti.
„í Rússlandi er fjöldinn allur af von-
sviknum kjarnorkustarfsmönnum
sem ekki hafa Iengur starf, en hafa
þó aðgang að þekkingunni og efn-
unum. Það er auðveldasti hlutur í
heimi að finna hverjir eru glæpa-
foringjamir á staðnum og færa til
efhi.“