Tíminn - 25.03.1992, Page 7
Miðvikudagur 25. mars 1992
Tíminn 7
B-keppnin í handknattleik:
Lítt sannfærandi sigur
en tvö mikilvæg stig
íslenska liðiö í handknattleik vann mikilvægan en lítt sannfærandi
sigur á Pólveijum, 23-22, í leik hinna miklu mistaka. íslendingar
höfðu góða forystu í hálfleik, 13-9.
íslendingar hófu leikinn af krafti,
komust í fjögurra marka forystu
þegar um fimm mínútur voru liðnar
af leiknum, og virtist Ieikurinn vera
í höndum íslenska liðsins. EFtir
þennan leikkafla lék íslenska liðið
ekki nógu agaðan handbolta og
hefði liðið átt að leika eins og sá sem
valdið hefur, róa sóknarleikinn og
halda boltanum. Þess í stað var
hraðanum haldið uppi og í fram-
haldi af því urðu mörg mistök þar
sem boltinn fór forgörðum. Varnar-
leikurinn var skárri, en þó langt frá
því að vera sannfærandi og fengu
sóknarmenn andstæðinganna að
komast allt of nálægt vörninni og
nánast frí skot. Það er vitað að lykil-
maður íslensku varnarinnar er
meiddur og er það spurning hvort
það hafi þessi áhrif á vörnina, en það
gæti verið að Kristján væri meira
meiddur en látið er uppi. Þegar um
tvær mínútur voru til leiksloka virt-
ist Ieikurinn búinn, en íslendingar
höfðu þá þriggja marka forystu og
nánast virtist formsatriði að klára
leikinn. Það var þó annað uppi á
tengingnum, agalaus leikur og röð
mistaka gerði það að verkum að Pól-
verjar gátu minnkað muninn niður í
eitt mark, en lengra komust þeir þó
ekki. Það var Guðmundur Hrafn-
kelsson sem hélt íslenska liðinu á Island-Pólland 23-22 (13-9)
floti í leiknum og varði hann mjög Bolta Stoð- Boltl Vlriö
vel. Þá var Sigurður Sveinsson góð- slrót tapað sendingar unninn
ur á köflum og Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson 4 3 í 1 2
Júlíus Jónasson voru traustir. Kon- Valdimar Grímsson 1 0 2 0 0
ráð Olavsson hefur ekki náð sér á Gunnar Gunnarsson 0 1 1 4 0
strik í keppninni og gerði það ekki í Héðinn Gilsson 3 0 4 0 0
gær. Héðinn Gilsson gerði mark Konráð Ólavsson 1 1 1 0 0
leiksins, beint úr aukakasti, en var Bjarki Sigurðsson 3 1 0 0 1
mistækur annars. Bjarki Sigurðsson Kristján Arason 0 0 4 0 1
kom skemmtilega á óvart eftir að Geir Sveinsson 4 0 1 0 0
hafa átt við meiðsli að stríða. Birgir Sigurðsson 0 0 0 0 0
Staðan í milliríðli 1 Sigurður Sveinsson 7(3v) 2 2 5 0
Noregur 3 3 0 0 65-58 6 Samtals 23 8 16 10 4
Danmörk 3 2 0 1 70-58 4 Guðmundur Hrafnkelsson 16
ísland 3 2 0 1 73-63 4 Bergsveinn Bergsveinsson Kom ekki inná
Pólland 3 1 0 2 66-65 2 ísrael 3 1 0 2 59-69 2 Útafrekstur: ísland 4 mínútur Pólland 8 mínútnr
Holland 3 0 0 3 58-78 0
Alfreð Gíslason:
„Vörnin enn
ekki nógu góð“
„Ég var ekkert mjög ánægður með
leikinn og fannst hann frekar léleg-
ur. Það voru þó nokkur atriði sem
voru mjög góð, eins og til dæmis
markvarsla Guðmundar. Eins voru
þeir Sigurður Sveinsson og Geir
Sveinsson sérstaklega góðir í sókn-
inni. Vörnin var ennþá ekki nógu
góð að mínu mati, þar var enn sama
vandamálið, menn koma ekki nógu
mikið út á móti sóknarmönnunum.
Þá voru hornin dauf, en ekki þó eins
og áður, en þau eru ekki nógu mikið
notuð. Þetta var að vísu taugaleikur,
menn voru að ná sér eftir leikinn
gegn Norðmönnum og ég vona að
það sé skýringin og þeir fari nú að
sýna sitt rétta andlit þegar þeir virki-
lega þurfa að gera það. íslenska liðið
missti boltann allt of oft ódýrt,
hreinlega sendu boltann bara eitt-
hvað. Ég held að þetta sé bara skjálfti
og það smelli saman á móti Dönun-
um. Pólska liðið var mun betra vam-
arlega en maður hefur séð það áður
og markvarslan var ágæt. í sókninni
vom þeir ekki mjög sterkir, þeir spil-
uðu þennan týpíska pólska bolta þar
sem mikið er um stimplanir og
smuguskot og ég held að menn
hefðu átt að vera meira viðbúnir því.
Mér fannst þeir skora allt of mikið úr
þess háttar fæmm, þ.e.a.s. á milli
manna og yfir hausinn. Hins vegar
átti íslenska liðið að vera búið að
jarða þennan leik fyrir löngu og
getumunurinn á liðunum er miklu
meiri en markatalan segir. Það var
verið að gefa Pólverjunum boltann í
lúkurnar hvað eftir annað. Ég er
hræddur við Danaleikinn, en að vísu
höfum við haft góð tök á þeim síð-
ustu sex árin og ég vona að það verði
framhald á því. Þarna mætast lið
sem gjörþekkja hvort annað.“ -PS
Guðmundur Guðmundsson:
„Guðmundur
stóð upp úr“
„Mér finnst, sem áður, varnarleikur-
inn ekki nægilega sannfærandi. í
sóknarleiknum gefa þeir sér ekki
nægilegan tíma og hraðaupphlaupin
vantar algerlega og það á ekki að
breyta neinu þó annar markvörður
leiki í markinu en áður. Það sem
mér fannst mjög jákvætt við leikinn
var frábær markvarsla Guðmundar
Hrafnkelssonar í leiknum, hún
stendur upp úr. Þó fannst mér bata-
merki í sóknarleiknum, en liðið tap-
ar þó boltanum allt of oft. Það var já-
kvætt að sjá að oft á tíðum tókst
þeim vel upp í sókninni, en þar vant-
ar allan stöðugleika og þeir tapa
boltanum allt of oft í mikium flýti,
sérstaklega eins og í byrjun leiksins,
þegar liðið var komið vel yfir. I stað
þess að taka lífinu með ró, óðu þeir
upp og töpuðu boltanum. Guð-
mundur Hrafnkelsson var besti
maður liðsins, Sigurður Sveinsson
var góður, en aftur er leikur hans
kaflaskiptur. Hann á góða kafla,
glæsileg mörk og góðar línusend-
ingar. Þá var Geir Sveinsson góður. í
dag þurfa strákarnir að sýna betri
leik, þegar þeir mæta Dönum, ef þeir
ætla að fara með sigur af hólmi. Ef
þeir ná góðum leik vinna þeir Dani.“
-PS
Guðjón Guðmundsson:
„Ekki sannfær-
andi sigur“
„Það lifnaði nú aðeins yfir manni og
þá aðallega í fyrri hálfleiknum, þegar
íslenska liðið náði sínum besta leik-
kafla í keppninni. Það var fyrst og síð-
ast Guðmundur Hrafnkelsson sem
lagði grunninn að þeirri fjögurra
marka forystu sem var í hálfleik. Enn
sem fyrr fannst mér vamarleikurinn
ekki vera nógu sannfærandi. Vörnin
opnast oft ansi illa á miðjunni, það er
eins og menn séu alltaf að reyna að
blokkera skotin í stað þess að reyna
að brjóta á sóknarmönnunum og ég
óttast þetta dálítið þegar litið er á
framhaldið. Liðið fannst mér berjast
mjög vel í leiknum og það var greini-
legt að þeir ætluðu sér að vinna leik-
inn, en hins vegar var ég hræddur við
síðustu 10 mínútur leiksins og virtist
mér þá sem strákarnir væru að bíða
eftir því að dómarinn flautaði til
leiksloka. En íslenska liöið náði í
mikilvægan sigur, en ekki var hann
nú kannski sannfærandi. Það er stór-
hætta á morgun (í dag) þegar við
leikum við Dani því þeir leika örugg-
lega 6-0 vörn og ég vona að það verði
settur leikstjórnandi með Gunnari
Gunnarssyni sem getur skotið af
miðjunni, þá annaðhvort Siggi
Sveins eða Gunnar Andrésson og það
verði dálitlir möguleikar í sóknar-
leiknum. Við verðum að gera það til
að við getum lumað á leynivopni.
Guðmundur var besti maður vallar-
ins, en einnig léku vel þeir Bjarki og
Geir Sveinsson, sem að mínu mati er
jafnbesti leikmaður liösins í gegnum
alla keppnina. Mér finnst Kristján
ekki leika eins og hann á að sér að
vera og ég hef grun um að hann sé
miklu verr settur vegna meiðsla en
menn halda, en Kristján er maður
sem kvartar aldrei yfir neinu."
-PS
Hilmar Björnsson
„Leikurinn á
lélegu plani"
„Það er mjög ánægjulegt að fá stig-
in og ég held að það sé það eina sem
hægt er að segja um sjálfan leikinn.
Við vorum að leika spennuleik þar
sem allt hikstar og óöryggið er al-
gjört, en það var reyndar á báða
bóga. Þetta var leikur á lélegu plani,
mikið um vitleysur. Það er ekkert
mál að leika æfingaleiki vel og ekk-
ert mál að vera heimsmeistarar í æf-
ingaleikjum, en þegar komið er í
svona keppni og leikið undir mikilli
pressu, þá gildir þetta og við erum
að upplifa það enn eina ferðina og í
þessu tilfelli vorum við heppnir að
Pólverjarnir voru ekki betri en raun
bar vitni. Það sem situr í höfði
manns eftir leikinn eru stigin tvö
sem tókst að hala inn og stórleikur
Sigurðar Sveinssonar og Guðmund-
ar Hrafnkelssonar, þeir afgreiddu
þennan leik. Aðrir menn voru að
gera aragrúa af villum. Mér finnst
vörnin hafa verið döpur í mótinu,
miðjan er að missa of mikið í gegn-
um sig og mér finnst ekki rökrétt að
spila með 6-0 vörn miðað viö árang-
urinn hingað til með þessum mann-
skap og markverðirnir eru búnir að
bjarga þessu meira og minna.
Spurningin er, gengur þessi 6-0
vörn? Að mínu mati ekki, eins og er,
og þá er annaðhvort að breyta í 5-1
eöa að breyta liðskipan. Þorbergur
er til dæmis með Einar Sigurðsson
sem er hörkuvarnarmaður. Við vit-
um að það býr svo miklu meira í lið-
inu og ef menn detta niður á góðan
leik, þá eru Danir ekkert vandamál,
en ef við leikum á sama hátt og við
höfum gert hingað til þá verðum við
í vandræðum með Danina. Ég vil fá
að sjá ungu og frísku strákana á gólf-
inu og eftir leikinn í dag er auðvelt
að sjá fyrir hverja." —PS
Geir Hallsteinssom
„Kannast ekki
alveg við liðið“
„Það er náttúrlega ánægjulegt að fá
þarna tvö stig, en einhvern veginn
veit ég ekki alveg hvað er að gerast í
þessu. Mikið af klaufalegum mistök-
um í sendingum og fleiru og til að
ná árangri verður að halda slíkum
vitleysum undir sjö í leik. Ég hef
ekki séð leik lengi með eins mörgum
mistökum og í dag. Það sem gerir
útslagið í dag er að Guðmundur
Hrafnkelsson ver vel, mikið úr
dauðafærum. Mér finnst að íslenska
liðið hefði átt að ganga yfir þetta lið í
fyrri hálfleik. Maður sá það vel núna
að menn eru alit of seinir út í skyt-
turnar í vörninni. Þær eru komnar
alveg inn í miðja vörn og það er ver-
ið að hoppa til að reyna verja skotin í
stað þess að brjóta á mönnum og
það ótrúlega er að það fer allt í gegn-
um miðjuna. Gallinn við sóknarleik-
inn er að það er alltaf sami hraðinn,
sóknir eru allt of stuttar og leikur-
inn er aldrei róaður, til dæmis þegar
við erum komnir vel yfir. Maður
kannast ekki alveg við liðið, miðað
við það sem maður hélt að þessi
hópur gæti. Vitaskuld er þetta ágæt-
ur áfangi að vinna þennan leik, en
það verður að viðurkennast að þetta
pólska lið er nú ekkert sérstakt.
Guðmundur Hrafnkelsson kom sér-
staklega vel út, Sigurður Sveinsson
er með dýrmæt mörk og sendingar
inn á Geir. Þá var Geir góður á köfl-
um og nýtti sitt vel. Sendingarmis-
tök hjá Kristjáni Arasyni komu mér
á óvart, hann er ekki vanur þessu og
sýnir að hann er búinn að missa allt
sjálfstraust í sóknarleiknum í bili."
-PS