Tíminn - 25.03.1992, Page 9

Tíminn - 25.03.1992, Page 9
Miðvikudagur 25. mars 1992 Tíminn 9 «• umir kunnu fljótt að meta hinn unga dýralækni, sem gat veitt þeim þjón- ustu sem áður hafði ekki verið fyrir hendi nema í litlum mæli. Bimir varð fljótt vinsæll og ávann sér mikið traust. Hann vann starf sitt af öryggi og það vom engar efasemdir uppi um það sem hann taldi rétt að gera í hverju tilviki. Bimir var ekki aðeins atorkusamur í þvf starfi sem hann sinnti svo vel til hinstu stundar. Hann var áhugasamur um allt sem til framfara horfði og var því eftirsóttur á vettvangi félagsmála. Hann sat fyrir FVamsóknarflokkinn í sveitarstjóm Hafnarhrepps í 8 ár og var í stjóm Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga um 13 ára skeið og var lengst af formaður stjómarinnar. Bimir var mjög áhugasamur um skólamál og var lengi í skólanefnd. Hann var á fram- boðslista Framsóknarflokksins í Aust- urlandskjördæmi í alþingiskosning- unum 1987. Hann var því eftirsóttur í öllum félagsmálum og kom miklu til leiðar á þeim vettvangi. Bimir hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og fylgdi þeim eftir. Hann setti skoðanir sínar skýrt fram og var mjög rökfastur. Hann stóð fast á sínu og var búinn að hugsa og undirbúa það sem hann sagði. Það reyndist því mörgum erfitt að fá Bimi til að skipta um skoðun, en hann þoldi það hins vegar vel að álit annarra yrði ofan á í málum. Málflutningur Bimis skapaði mikilvæg skoðanaskipti, sem leiddu af sér umræður þar sem aðalatriðin voru dregin fram, en hitt sem minna skipti máli látið liggja milli hluta. Bimir lét sér annt um uppbyggingu sláturhússins á Höfh. Hann varði miklum tíma í það mál og sinnti því af alúð. Á sl. hausti rakst ég á hann á götu og hann spurði mig hvort ég væri búinn að koma í sláturhúsið. Eg fór með honum þangað út eftir. Það var bæði skemmtilegt að fylgja honum þar í gegn. Hann var stoltur yfir því hve vel hafði tekist til og maður fann greinilega hve hann var virtur meðai starfsfólksins. Þannig var um allt sem Bimir kom nálægt. Ef hann tók eitt- hvað að sér, þá sinnti hann því af krafti og setti sig vel inn í þau mál sem hon- um var trúað fyrir. Það er mikill missir að sjá á eftir Bimi á besta aldri. Það munu margir sakna hans. Það var mikils virði fyrir Austur-Skaftafellssýslu að fá góðan dýralækni, sem ekki aðeins sinnti starfi sínu af kostgæfni heldur var jafnframt tilbúinn til að taka þátt í margvíslegum félagsmálum. Dreng- lyndi hans og hreinskilni verður lengi minnisstæð þeim sem áttu þess kost að kynnast honum. Það fór ekki framhjá neinum að Bimir reyndist fjölskyldu sinni afar vel. Hann og Edda vom mjög sam- rýmd og hann gaf þeim þann tíma sem hann gat. Þótt félagsmálin toguðu í hann, þá reyndi hann eftir megni að láta það ekki bitna um of á fjölskyld- unni. Það er mikill missir fyrir Eddu og bömin að hann skuli nú hverfa á besta aldri. Hver augnablikskast, hvert œöaslag er eilíföarbrot. Þú ert krafinn til starfa. Hvað varmstu drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlag. (E.Ben.) Það er mikið og fómfúst starf sem Bimir Bjamason hefúr sinnt á stuttri ævi. Ég vil fyrir hönd framsóknarmanna á Austurlandi þakka honum fyrir öll hans störf í þágu héraðsins og þjóðar. Við vottum Eddu og bömunum dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau og vemda um ókomna framtíð. Halldór Ásgrímsson Genginn er góður drengur, Bimir Bjamason héraðsdýralæknir á Homa- firði; hann varð bráðkvaddur á heimili sfnu sunnudaginn 15. mars, 51 árs að aldri. Bimir var borinn og bamfæddur Reykvíkingur; foreldrar hans voru þau Bjami Bjamason brunavörður og Ósk Sveinbjamardóttir. Þau eru nú bæði látin. Mér em minnisstæð mín fyrstu kynni af Bimi. Það var í júlímánuði 1967 að við hjónin heimsóttum þau Eddu og Bimi og dóttur þeirra Sig- rúnu Bimu í Kaupmannahöfn. Bimir hafði útskrifast frá Den Kongelige Vet- erinær- og Landbohöjskole þá um vor- ið og starfaði nú sem dýralæknir á smádýraklinikk háskólans. En hugur hans stefndi heim til íslands og hann hafði í huga að sækja um nýstofnað héraðsdýralæknisembætti á Homa- firði. Við hjónin áttum þama indæla stund með þeim. Mikið var rætt um ástand mála heima á íslandi og ekki síst væntanlegt starf héraðsdýralæknis á Homafirði. Stofnun þessa dýralækn- isumdæmis olli nokkrum umræðum, margir töldu enga þörf á því — það yrði ekkert að gera fyrir dýralækni á Homafirði. Þetta nýja umdæmi var klofið út úr Austurlandsumdæminu, sem undirritaður gegndi; það náði frá Breiðdalsheiði að Skeiðará. Hafi undir- ritaður einhvemtíma efast um vel- gengni væntanlegs dýralæknis á Homafirði, var hann ekki í vafa um, þótt kynnin væru stutt, að Bimir yrði farsæll dýralæknir hvar sem hann myndi starfa í heiminum. Það var til- hlökkunarefni að fá hann á Homafjörð og unga dýralæknisfjölskyldan kom þangað um haustið. En þá var langt á milli Hafnar og Reykjavíkur — brúin á Skeiðará kom ekki fyrr en árið 1974. Við á Egilsstöðum nutum góðs af, því Bimir og Edda áttu þá oftar leið um Egilsstaði en síðan varð, þegar hring- vegurinn var kominn til sögunnar. Það gekk ekki átakalaust fyrir Bimi að hefja dýralæknispraxis í nýja emb- ættinu. Þangað hafði komið dýralækn- ir flórum til fimm sinnum á ári og ekki gert miklar gloríur. En nú var tekið til hendinni. Með góðu og illu var tekið til f sláturhúsinu og nú er á Höfn eitt besta sláturhús landsins. Við kúaskoð- unina fengu fjósin sína yfirhölun og bændur sem aldrei ætluðu að nota dýralækni, fóm að hugsa sinn gang. Bimir hafði nóg að gera sem héraðs- dýralæknir og ennfremur gegndi hann starfi heilbrigðisfulltrúa hin síðari ár; auk þessa gegndi hann fjölda trúnaðar- starfa fyrir sveit sína og byggðarlag. Hann var mjög virkur þátttakandi í störfum Dýralæknafélags íslands, sat þar í stjóm 1975-1979 og var formaður þess 1986-1988. Bimir fylgdist vel með nýjungum í sínu fagi. Hann sýndi fádæma dugnað er hann, samhliða héraðsdýralæknis- starfinu, stundaði framhaldsnám við Den Kongelige Veterinær- og Landbo- höjskole og lauk því sem sérfræðingur í nautgripasjúkdómum. Við störfúðum saman í stjóm Dýra- læknafélags íslands á árunum 1975 til 1979. Frá þeim tíma á ég góðar minn- ingar, þrátt fyrir að við værum ekki alltaf sammála. Umræðumar urðu stundum erfiðar, en oftar en hitt var það Bimir sem rétti fram sáttarhönd- ina. Bimir var mjög útsjónarsamur og þrifinn maður. Ymis verkefni dýra- íæknis em ekki með þeim hreinleg- ustu sem fyrirfinnast í samfélaginu. Það er ekki beint þrifalegt að liggja flatur í flómum við að hjálpa kú; það er erfitt að standa upp frá því hreinn og þrifalegur, geta sest upp í hreinan bíl- inn með alla hluti hreina og á réttum stað þegar ekið er frá bænum. Þama var á ferð sannur gentelmaður og kvöldið áður en hann dó, hafði hann fært inn allan praxis og bókhald eins og hann áreiðanlega gerði á hverju kvöldi. Það var gaman að heimsækja þau hjónin á Homafjörð. Nutum við gest- risni þeirra, ekki síst í mat og drykk, en þau sýndu mikinn smekk þar sem ann- arsstaðar. Það er gott að eiga góðan kollega sem hægt er að leita til, ráð hans voru mér happadrjúg. Bimir stóð ekki einn í sínu starfi. Hann kvæntist Eddu Flygenring 17. ágúst 1963. Konan í lífi dýralæknisins þarf oft að vera tilbúin til að aðstoða við uppskurði og aðrar aðgerðir við- víkjandi starfinu. Þar lá Edda ekki á liði sínu. Auk þess að skapa honum yndis- legt menningarheimili, áttu þau sam- an þrjú mannvænleg böm, en þau em: Sigrún Bima, Garðar Ágúst og Hildur Björg; þau em öll við nám. Við Hulda og okkar böm vottum þér, Edda mín, og bömunum innileg- ustu samúð. Guð fylgi ykkur. Blessuð sé minning Bimis Bjamasonar. Jón Pétursson Richard Gere og Cindy Crawford brá Brúöarkjóll Cindy Crawford var frá Versace og þegar þau sáu brúökaupsmyndirnar. mjög fallegur eins og myndin sýnir. Falsaöar fregnir af brúðkaupi Richards Gere og Cindy Crawford: Brúðkaupsmynd- irnar reyndust ekki birt- ingar- hæfar! Fregnir hafa borist um heiminn um látlaust og skyndilegt brúð- kaup toppfyrirsætunnar Cindy Crawford og leikarans Richards Gere á dögunum. Var sagt að það hefði boríð svo brátt að, að hring- urinn sem leikarinn setti á fingur brúðar sinnar hefði veríð mótaður úr álpapprr og annar útgangur á þeim efthr því. Nú hefur komið fram önnur skýring á því að ertgar myndir hafa birst af athöfninni. Auðvitað var fyr- irsætan ekki í einhveijum druslum á aðalhátíðisdegi Iífs síns, þvert á móti klæddist hún dýrðarkjól frá Versace. Enda hafði einn frægasti ljósmyndari Hollywood verið ráð- inn til að festa atburðinn á filmu og síðan var ætlunin að selja myndim- ar helstu glanstímaritum heims. Þessi ljósmyndari, Herb Ritts, hafði einmitt myndað brúðkaup Eliza- beth Táylor og Larrys Fortensky. Og þær myndir vom seldar tímaritum fyrir um 750.000 dollara.Þegar hins vegar myndimar bámst nýbökuðu brúðhjónunum í hendur, urðu þau skelfingu lostin. Þau vildu fyrir alla muni ekki einu sinni að það spyrð- ist út að myndimar væm til, þaðan af síður að þær birtust, og þar með urðu þau af vænum fjárfúlgum. Því var það tekið til bragðs að lýsa brúðkaupi þeirra Cindy Crawford og Richard Gere þannig opinber- lega, að þau hefðu stungið af til Las Vegas og látið pússa sig þar saman f Iítilli kapellu eins og þau gengu inn af götunni, Cindy í látlausri buxn- adrakt, óförðuð og með hárið bund- ið í tagl, og Richard í gallabuxum og leðurjakka.Það hlakkar hins veg- ar í keppinautum Herbs Ritt Þeir segja að Cindy og Richard hefðu átt að fá að skoða brúðkaupsmyndaal- búm Elizabeth og Larrys áður en þau ákváðu að fá fyrrverandi hús- gagnasala til þessa ábyrgðarverks.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.