Tíminn - 25.03.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 &
Bl LAPART ASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niðurrifs
HEIÐI • BÍLAPARTASALA
Flugumýrl 18D • Mosfellsbæ
Sfmar 668138 & 667387
I
HÖGG-
DEYFAR
Verslió hjá fagmönnum
mi
UJ varahlutir
Jd.
ÞJONUSTA
MÁLARAR
geta bætt við sig
málningarvinnu úti sem inni
Vönduð og góð vinnubrögð
Sími 670269
ÞÉTTING OG KLÆÐNING
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992
Húsbréf út á 700 eldri íbúðir í janúar/febrúar í fyrra en aðeins 380 sömu mánuði í ár:
Fasteignasala helmingi
minni núna en fyrir ári
Fyrstu tvo mánuði þessa árs er um að ræða 46% samdrátt í af-
greiðslu húsbréfalána út á notað húsnæði og 16% samdrátt í ný-
byggingum, miðað við sömu mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsing-
um Sigurðar Geirssonar forstöðumanns húsbréfadeildar hjá Hús-
næðisstofnun ríkisins. Afgreiðslur lána út á notaðar íbúðir í janúar
og febrúar voru um 700 í fyrra en aðeins um 380 sömu mánuði í ár.
Mestur var þessi samdráttur í febrúar. f þeim mánuði voru 424 af-
greiðslur í fyrra en aðeins 184 nú, sem þýðir 57% fækkun.
,Já, þetta er mjög lág tala, því það
er talið að fasteignaviðskipti með
notaðar íbúðir séu á bilinu 3.500 til
4.000 undanfarin ár, eða rúmlega
300 að meðaltali í hverjum mán-
uði,“ sagði Sigurður. Árið 1991
voru afgreidd húsbréfalán út á um
3.140 notaðar íbúðir, eða um 260
að meðaltali á mánuði. En hvaða
ástæður telur hann helstar fyrir svo
miklum samdrætti á fasteigna-
markaðinum?
„Fyrst og fremst efnahagsástandið
eins og það er. Það eru óvissutímar.
Bæði hafa laun dregist saman hjá
fólki, vegna minni fyrirvinnu,
fækkunar starfsmanna hjá fyrir-
tækjum vegna uppsagna og gjald-
þrota. Auk þess eru kjarasamningar
lausir og óvíst um samninga. Það
leggst því allt á eitt til þess að
hvetja menn til þess að halda að-
eins að sér höndunum og fara ró-
lega í verulegar fjárfestingar." Hvað
vanskil snertir kveðst Sigurður
samt ekki verða var við að þau hafi
aukist hlutfallslega frá síðasta ári,
né heldur að meira væri um vanskil
en áætlað var við skipulagningu
húsbréfakerfisins. Frá upphafi hafi
verið búist við einhverjum vanskil-
um vegna ófyrirséðra atvika svo
sem atvinnumissis, veikinda, slysa
og þess háttar.
„Þar fyrir utan virðist svo sem
töluverður hluti fólks sem borgar
illa og jafnvel alls ekki af lánum,
sama hvað þar er um að ræða. Við
höfum dæmi um alveg hlægilega
greiðslubyrði hjá fólki — t.d. fólk
með ágætis laun með greiðslubyrði
upp á 9% en borgar samt ekki
krónu af sínum lánum."
Er stofnunin ekki farin að grípa
fyrr til aðgerða við vanskil en áður
var? „í rauninni ekki, miðað við
gamla kerfið eins og rekstur þess er
nú orðinn," segir Sigurður. „Það
gilda orðið sömu reglur bæði gagn-
vart lána í gamla kerfinu og fast-
eignaverðbréfa. Við tókum strax
upp mjög stífa innheimtu í hús-
bréfunum, m.a. á grundvelli dæma
um það að greiðslur höfðu áður
fyrr dregist allt of lengi. Það virtist
nánast orðið ríkjandi viðhorf í
Samningaviðræður halda áfram þrátt fyrir óánægju
forystumanna launþega með svör ríkisstjórnarinnar:
Býðst til að hætta að
klípa af velferðinni
Seint í fyrrakvöld kom ríkisstjómin fram með tilboð í velferðarmál-
um sem samningamenn sem vinna að gerð nýs kjarasamnings hafa
beðið eftir síðan fyrir helgi. Forystumenn launþega eru sáróánægð-
ir með innihald tilboðsins, en ákváðu samt að halda viðræðum
áfram. Ríkisstjómin sagðist vera tilbúin til frekarí viðræðna og full-
trúar launþega segjast ætla að halda áfram að þrýsta á ríkisstjóraina.
Ríkisstjórnin tilkynnti fyrir helgina
að hún væri tilbúin til að beita sér
fyrir því að réttur launafólks til launa
og lífeyrisréttar við gjaldþrot fyrir-
tækja verði færður til samræmis við
þær hugmyndir sem aðilar vinnu-
markaðarins hafa kynnt. Jafnframt
var því lýst yfir að réttur til atvinnu-
leysisbóta og fæðingarorlofs á al-
mennum markaði verði ekki skertur
á samningstímanum.
í fyrrakvöld bætti ríkisstjórnin um
betur og bauðst til að hætta við
gjaldtöku vegna heimsókna barna
yngri en 6 ára til heimilislæknis og á
heilsugæslustöðvar og að setja þak á
gjaldtöku vegna heimsókna 6-12 ára
barna verði lækkað um helming, úr
12 þúsund á ári í 6 þúsund. Einnig
bauðst hún til að þak á útgjöld fjöl-
þjóðfélaginu að það mætti geyma
húsnæðislánin í það endalausa. Al-
menna reglan núna er sú, að þegar
tveir gjalddagar eru komnir í van-
skil, þá er farið af stað með málið.
Það þýðir í raun að fólk hefur ekki
greitt af láninu í rúma þrjá mánuði.
Fólki er þá send viðvörun og sagt
nákvæmlega hvenær innheimtan
fari til lögfræðings og hvað það
muni þýða í aukakostnaði." Sig-
urður segir það til skoðunar innan
stofnunarinnar hvort rétt væri að
breyta kerfinu á þann hátt að hægt
væri að bjóða fólki að borga af hús-
bréfalánunum sínum mánaðarlega.
Greiðslan yrði þannig fastur mán-
aðarlegur þáttur í heimilishaldinu
hjá þeim sem vildu frekar hafa
þennan háttinn á. Sigurður segir
marga hafa óskað eftir þessu fyrir-
komulagi.
Hvort sem fólk borgar mánaðar-
lega eða á þriggja mánaða fresti
segir Sigurður fulla ástæðu til þess
að láta húsnæðislánin hafa forgang.
„Lánaupphæðir í húsbréfakerfinu
eru í mörgum tilfellum mjög háar
og afborganir þar af leiðandi líka
mjög háar. Það þarf því ekki mjög
marga gjalddaga í vanskil til þessa
að það geti rústað gjörsamlega fjár-
hag viðkomandi fjölskyldu."
Sigurður segir þetta einmitt eina
meginástæðuna fyrir hinni hörðu
innheimtu. Menn vilji gera fólki
strax grein fyrir því að vanskil séu
alvarlegur hlutur. Komi þá í ljós að
fólk ætli sér og geti komið sínum
málum í lag sýni stofnunin samn-
ingalipurð. Það sé hins vegar svolít-
ið seint að koma daginn fyrir 3.
uppboð og vera þá allur af vilja
gerður. - HEI
Má búast við aukinni flugum-
ferð í íslenskri lofthelgi?
ísland
hefur nú
opnað loft-
helgina
Gunnar Pálsson sendiherra undir-
ritaði í gær á RÖSE ráðstefnunni í
Helsinki, fyrir hönd íslenskra
stjómvalda, samning um að opna
lofthelgina. Gunnar undirritaði
samninginn í fjarveru Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkisráð-
herra.
Samningurinn felur í sér auknar
gagnkvæmar yfirflugsheimildir fyr-
ir flugvélar frá þeim ríkjum sem
undirrita samninginn. Eitt höfuð-
markmiða hans er að draga úr við-
sjám og tortryggni ríkja í millum
með því að draga úr hömlum á yfir-
flugsheimildum á svæðinu milli
Vladivostok og Vancouver.
Öll ríki Atlantshafsbandalagsins
hafa nú staðfest samninginn. Auk
þeirra eiga aðild að honum ríkin
fimm sem áður voru í Varsjárbanda-
laginu, Hvíta Rússland og Úkraína.
Gert er ráð fyrir því að öðrum þátt-
tökuríkjum RÖSE verði boðin aðild
að samningnum.
skyldu vegna læknisþjónustu lækki
sem þessu nemi. Þá var boðist til að
gjaldtaka vegna notkunar hjálpar-
tækja verði endurskoðuð, aukin fjár-
veiting komi á móti flötum niður-
skurði í heilbrigðiskerfinu þannig að
minna verði um lokanir deilda, vext-
ir í félagslega húsnæðiskerfmu verði
ekki hækkaðir á samningstímanum
og nefnd verði sett í að skoða mögu-
leika á að setja þak vegna lyfjakostn-
aðar. Þá bauðst ríkisstjórnin að
lækka vexti á ríkisskuldabréfum um
1%, niður í 6,5%.
Ríkisstjórnin telur að tilboð sitt
muni kosta ríkissjóð um 500 millj-
ónir króna. Stærstur hluti upphæð-
arinnar, um 300 milljónir, er vegna
áforma um að hækka ekki vexti í
húsnæðiskerfinu. -EÓ
Landeigendur við Geysi í Haukadal gætu tapað tugum milljóna vegna
nýrra upplýsinga um eignarhald á Haukadalsjörðinni:
Hver á Geysissvæðið?
Á fjárlögum þessa árs er opin heimild til þess að kaupa allt land í
einkaeigu innan girðingarinnar umhverfis Geysi í Haukadal, þegar
svæðið verður friðlýst. Það er hins vegar ekki víst að heimildin verði
notuð vegna þess að samkvæmt gömlum skjölum á ríkið sennilega
mun stærri hluta svæðisins en áður var talið.
Sé það rétt er ljóst að þeir, sem ræða 20-25 hektara land og á ríkið
hingað til hafa verið taldir land-
eigendur. koma til með að missa
verulegan spón úr aski sínum.
Hvorki fúlltrúi fjármálaráðuneyt-
isins né landeigendur sem Tíminn
ræddi við vildu staðfesta um hve
marga hektara ríkið og landeig-
endur deildu. Sömuleiðis var ekki
unnt að fá upp hvað hver hektari
innan Geysisgirðingarinar er met-
inn á, en samkvæmt heimildum
Tímans ætluðu landeigendur að
fara fram á upphæð sem skipti
milljónum króna á hvem hektara.
Lögfræðigar ríkisins og landeig-
enda fara nú yfir málið og á meðan
ríkir eins konar biðstaða.
Forsagan er sú að Náttúruvernd-
arráð gerði tillögu um að svæðið
innan girðingarinnar umhverfis
Geysi yrði friðlýst. Þar er um að
samkvæmt þinglýstu skjali 5,5
hektara af því, auk skika frá jörð-
unum Haukadal og Laug. Um-
hverfisráðuneytið auglýsti friðlýs-
inguna og óskaði eftir athuga-
semdum við hana. Athugasemdir
bárust frá bændum, sem eiga land
umhverfis Geysi og að hluta til
innan girðingarinnar, þar sem
þeir mótmæltu friðlýsingu nema
þeir fengju bætur fyrir sitt land.
í framhaldi af því voru haldnir
fundir með landeigendum, þar
sem farið var yfir hvað það væri
sem friðlýsingin skerti af þeirra
eignarrétti og möguleikum á nýt-
ingu. Jafnframt var rætt um hvaða
bætur þyrftu að koma fyrir. Það
var síðan í kjölfar þessara við-
ræðna, sem fjármálaráðuneytið
fékk Tryggva Gunnarsson Iög-
fræðing til þess að fara í gegnum
eignarhald á allri Haukadalsjörð-
inni. I greinargerð frá lögfræð-
ingnum kemur fram að ýmislegt
er óljóst varðandi eignarhald á
þessu svæði.
Að sögn Þórodds Þóroddssonar
hjá Náttúruverndarráði var geng-
ið frá skiptum á heimalandi jarð-
arinnar haustið 1990. Fulltrúi frá
landbúnaðarráðuneytinu átti sæti
í nefnd er gekk frá því máli fyrir
hönd ríkissjóðs. Þórhallur segir að
sú skiptagerð hafi ekki verið stað-
fest og líti út fyrir að ýmsir gallar
séu á henni. Það er að segja að
menn hafi ekki haft öll gögn við
hendina og sér í lagi hvað varðar
eignarhald ríkisins á Haukadals-
jörðinni. Staðan í dag er þannig sú
að menn eru að reyna að finna út
hvað ríkið nákvæmlega á af svæð-
inu innan girðingarinnar um-
hverfis Geysi, til þess að vita hvað
ríkið þarf að kaupa, eða hvort það
þarf yfirhöfuð að kaupa landið.
-ÁG.