Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 1

Réttur - 01.02.1921, Side 1
Tvennskonar félagsskapur. Sameining starfskraftanna er aðalskilyrði þess að afrek verði unnin. Pegar vinna á ákveðið verk og ná vissu marki, er mikilsvert að hagnýting orkunnar fylgi föstu skipulagi. Pessi hugsun er aðalkjarninn í herópi nútímans, en þrátt fyrir það er hún alls ekki ný fyrir fólkið. Einstaklingar og þjóðir hafa á ýmsum tímum, fyr og síðar, glímt við að finna það skipu- lag, sem bezt vseri til þess að sameina orku mannanna og beita henni. Margar leiðir hafa verið farnar, fáar gefist vel eða reynst öruggar. Sú staðreynd er því litlu nær nútímamönnum en forfeðr- unum, að einstaklingar einnar þjóðar starfi saman í friði og farsæld, hvað þá fleiri þjóðir. Hvers vegna hafa flesta þessar félags-skipulagstilraunir reynst svo haldlitlar og árangurslausar í því efni? Áður en því er svarað verður að líta á, hvernig til þeirra hefir verið stofnað. Ekkert er dásamað meira nú á tímum i orði kveðnu en félagsskapur, enda er tízkan kröfuhörð til einstaklingsins um þátttöku í ýmiskonar félagsskap. Sjálfsagt þykir að stofna félög til menningar öllum mögulegum menningargreinum og aðhlynningar hverskonar stefnum; einnig til framkvæmda at- vinnufyrirtækjum, viðskifta og gróðamálum o. s. frv. Pessi kjörorð nútímans: félagsskapur og samvinna eru mjög víð- tæk, og notuð um fjarskyldustu íyrirtæki og athafnir bæði góðar og varhugaverðar. Öllum félögum, hverju nafni sem nefnast, má aðallega skifta í tvo flokka eftir nokkrum grundvallaratriðum í skipulagi þeirra. 1

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.