Réttur - 01.02.1921, Síða 2
2
Réttur.
í fyrsta lagi félög, sem eru bundin við ákveðinn flokk
manna eða hafa viss inntökuskilyrði um hlutakaup, atkvæðis-
rétt o. fl. í öðru lagi félög, sem eru opin til þátttöku hverj-
um, sem ganga vill að starfi þeirra og stefnu.
í fyrri flokknum teljast öll afmörkuð hlutafélög, t. d. til
atvinnureksturs og gróða, hagsmunafélög vissra stétta, em-
bættismanna, ukapmanna, atvinnurekenda, verkamanna o. s.
frv. — í öðrum flokknum eru öll félög, sem veita frjálsan
aðgang mönnum úr öllum stéttum, án fjárframlaga, að und-
anskildum litlum aðgöngneyri, og jafnan atkvæðisréft félags-
mönnum, án tillits til arðs og eigna. Hvort sem það er fé-
lag um mentamál eða til samvinnu um viðskifti og vöru-
framleiðslu.
Áhrif þessa tvennskonar félagsskapar, á þjóðlífið í heild
sinni, eru gagnólík. Hlutafélags-»klikkur» og hagsmunafélög
einstakra stétta leiða ávalt til flokkaskiftingar og sundrungar
á kröftum þjóðfélagsins; þau eru sífelt með gróða- og hern-
aðarhug hvert í annars garð. Pau skipa félögum sínum virð-
ingarsæti og störf, eins og mönnum á taflborði. Pau búast
varnar- og sóknargögnum hvert fyrir sig, eins og kunnugt
er um félög vinnukaupenda og verkamanna.
Frjáls samvinnufélög leiða á hinn bóginn stóra og smáa,
fátæka og ríka, atvinnurekendur og verkamenn friðsamlega að
sameiginlegum áhugamálum og störfum. Undir merki óháðrar
samrinnu geta allir safnast og unnið að hagsmunamálum sín-
um með aðstoð heildarinnar og í fullu samræmi við hag
hennar. Sá hagur eða sparnaður, sem veitist hverjum felags-
manni, er í réttu hlutfalli við framlög hans og starf. þar
gengur hver með sínum einstakiingseinkennum til samtaka
með öðrum ólíkum. Skipulag þessa félagsskapar, sem bygt
er upp að neðan, kemur í veg fyrir, að þessar samstæðu
fylkingar búist við aðköstum og árásum hver frá annari. Þar
ganga allir fram af sjálfshvötum, en ekki í nafni stéttahafurs
eða flokksaga. Stéttafélagsskapur er aftur á móti bygður að
ofan og mótaður af kreddum og lífskjörum, sem þjaka ein-
staklingunum og gerir þá ófrjálsa. Samkvæmt því er hver