Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 5

Réttur - 01.02.1921, Side 5
Tvennskonar félagsskapur. 5 fyrir viðvaranir og bendingar frá mönnum utan frá og óskyld- um (sbr. blaðið »íslendingur« þ. ár.) Skipula? samvinnu- manna virðist hafa kent þeim, hvað það þýðir að standa drengt- lega á bak við sínar skuldir, takmarka þær sem mest með sparneytni og hljóðri vinnu. Það er því skiljanlegt, að þeir hrökkvi ekki langt, fyrir köllum einhverra lausaliða úr þok- unni. En hitt er vorkun, þó þeim þyki súrt, að ríkissjóður styðji bankana til þess að bera bagga ábyrgðarlítiha manna úr kaupsýslu og braskarahópnum í Reykjavík. Mmna, sem alt af hafa tylt sér á tá með fullan gúl, á móti innflutningstak- mörkunum og varúðarráðum landsstjórnarinnar og aðstoðar- nefnda hennar, sem flestir samvinnumenn hafa fylgt að málum. Ress var áður getið, að eigi mundi annars kostur, en að taka með ró lántökuskilyrðum erlendra lánardrotna, er stjórn- in hefir bundist fyrir hönd ríkissjóðs. Ró verður að fylgja þeim með fullri athugun, og sérstaklega halda fram þeirri skyldu landsbúa, hvaða félög sem þeir fylla, að svara til þeirrar sameiginlegu ábyrgðar, sem viðskifta-óáran og óhöpp síðustu missira hefir bundið þeim. En það gera þeir ekki nema þeir snúi til starfa, allir verða að vinna og framleiða, vinnan er tryggasti gjaldeyririnn. Samvinna allra er eina ráðið og skipulagið, sem á stuttum tíma skilar því afreksverki, að brjóta skuldaklafann. Lausingjar og braskarar, sem blása að ófriðarkolum flokka og stétta í höfuðstaðnum og víðar, mega engri frekari fót- festu ná. Allir samvinnumenn og aðrir kjósendur um land alt þurfa að svifta þá vopnum, og standa á verði gegn blekk- ingum þeirra og æsinga-áhrifum. Búast má við öflugum sam- tökum frá þeirra hlið í þjóðmálum; þeim hefir tekist að leiða þjóðina svo langt út á veika ísinn, að ætla má, að þeir telji sig geta haft hagnað af því enn á viðskiftasviðinu. Gegn þessari hættu er engum öflugri vörnum unt að beita, en sí- vaxandi þjóðmálajlokki samvinnumanna. Viðskifta- og fjár- málin eru nú stórpólitíkin í heiminum. Samvinnuskipulagið er pólitískt, og hið bezta, setn enn þekkist. Samvinnuflokkurinn verður að knýja alla lausingja og brask- ara til að hlýta sínu skipulagi, svo að vinnulausi lýðurinn í Rvík og víðar snúi frá athafnaleysi og æsingum til vinnu og viðreisnar. P. S.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.