Réttur - 01.02.1921, Síða 6
Alþjóðafriður.
(Tveir kaflar úr riti eftir Carl Koch: Verdensfred).
I.
Hin stórkostlegu atvinnu- og peningafyrirtæki, sem hafa
orsakað svo miklar viðsjár með stórveldunum á síðasta
mannsaldri, eiga rót sína að rekja til valdalöngunar; menn
hafa viljað komast út í heiminn til þess að koma ár sinni
fyrir borð.
Pað er ennfremur einkennilegt við þessa lögun þeirra, að
þeir láta sér ekki nægja að auka starfsvið sitt, þeir vilja
einnig auka völd sín, leggja ný lönd undir yfirráð sín og
bola öðrum frá þeim.
Pað er alls ekki víst, að tveir menn, sem mætast á fram-
sóknarbiaut sinni í lífinu, þurfi að verða andstæðingar; þeir
geta alveg eins orðið vinir og samverkamenn. Aftur er það
áreiðanlegt, að tveir menn, sem ekki láta sér nægja atvinnu-
frelsið, en gera kröfur til einkaréítinda, til landeigna, fyrirtækja
eða einhverra hlunninda — þeir hljóta að verða andstæð-
ingar.
Eigi svo samlandar þessara manna að tryggja einkaréttindi
þeirra, þá veldur þessi árekstur ekki eingöngu erjum með
þeim, heldur einnig ósamlyndi milli tveggja þjóða.
Enn þá furðulegra virðist þetta, þegar hvor þessara manna
krefst bæði einkaréttar gegnt útlendingum öllum og svo sinni
þjóð, sem á að verja þenna rétt hans með vinnu sinni og
jafnvel með blóði sínu. Hlunnindin eiga þá að koma einka-
réttarhöfunum einum að notum og engum öðrum!
En hvað er þó þetta móti því, þegar tvær eða fleiri þjóðir