Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 10

Réttur - 01.02.1921, Síða 10
10 Réttur. fá þá að leggja fram fé, ef til þarf og úthella jafnvel blóði sínu ef í nauðir rekur fyrir þeim. Séu fyrirtækin kostnaðar- söm, koma útgjöldin niður á almenningi, sem þó engan hag hefir af þeim. Pyki þörf á því að styðja þessi fyrirtæki í kepninni við atvinnurekstur manna af öðrum þjóðum, koma ríkin sér upp herskipaflota og leggja útgjöldin á þjóð- irnar sem skatta. Og loks verða þær oft að taka á sig ófrið- arbölið fyrir þetta. Líti maður nú á hversu gífurlega inikill hluti af útgjöldum ríkjanna er lagður á menn í óbeinum sköttum — tollum, þá sér maður ljóst grundvallarhugsun einkaréttindanna eða sérréttindanna. Með tollunum eru út- gjöldin við þessi miklu gróðafyrirtæki einstakra manna lögð á almenning og þyngst á fátæklingana. Lítum nú á verndartollana. Þessi skattálöguaðferð, sem ætlast er til að hefti frjálsan innflutning vissra vörutegunda til þess að losa framleiðendur sömu vöru í landinu sjálfu frá samkepninni og auka arð þeirra með þessum hlunnindum, hefir að tvennu leyti skað- leg áhrif. í fyrsta lagi gerir hún öllum almenningi vöruna dýrari og vitanlega verður það fátæklingunum tilfinnanlegast. Með þessu móti er hagur örfárra einstaklínga styrktur af fjöldanum. í öðru lagi eykur hún viðsjár með þjóðunum. »Ef hin einstöku ríki vor berðust hvert móti öðru með toll- um,« segir amerískur rilhöfundur, »og enginn borgari gæti farið yfir ríkjatakmörkin án þess að flutningur hans væri skoðaður, eða ef ekki væri hægt að senda bók, sem prentuð væri í New York, yfir fljótið til Jersey City, án þess að henni væri haldið á pósthúsinu þar til borgaður væri af henni tollur — hversu lengi myndi þá ríkjasamband vort standa? Og hvers virði væri það? Pað, sem gerir sam- bandið mest virði fyrir oss er, að það hefir komið í veg fyrir tollatakmörk milli hinna einstöku ríkja og þannig veitt oss frjálsa verzluu um meiri hluta heillar heimsálfu, og með engu hefir friðurinn betur verið trygður milli ríkjanna en ein- mitt þessu.« Pegar maður les nú þessi ummæli, sem eru á svo föstum rökum bygð, hugsar maður ósjálfrátí um ástand

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.