Réttur


Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 10

Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 10
10 Réttur. fá þá að leggja fram fé, ef til þarf og úthella jafnvel blóði sínu ef í nauðir rekur fyrir þeim. Séu fyrirtækin kostnaðar- söm, koma útgjöldin niður á almenningi, sem þó engan hag hefir af þeim. Pyki þörf á því að styðja þessi fyrirtæki í kepninni við atvinnurekstur manna af öðrum þjóðum, koma ríkin sér upp herskipaflota og leggja útgjöldin á þjóð- irnar sem skatta. Og loks verða þær oft að taka á sig ófrið- arbölið fyrir þetta. Líti maður nú á hversu gífurlega inikill hluti af útgjöldum ríkjanna er lagður á menn í óbeinum sköttum — tollum, þá sér maður ljóst grundvallarhugsun einkaréttindanna eða sérréttindanna. Með tollunum eru út- gjöldin við þessi miklu gróðafyrirtæki einstakra manna lögð á almenning og þyngst á fátæklingana. Lítum nú á verndartollana. Þessi skattálöguaðferð, sem ætlast er til að hefti frjálsan innflutning vissra vörutegunda til þess að losa framleiðendur sömu vöru í landinu sjálfu frá samkepninni og auka arð þeirra með þessum hlunnindum, hefir að tvennu leyti skað- leg áhrif. í fyrsta lagi gerir hún öllum almenningi vöruna dýrari og vitanlega verður það fátæklingunum tilfinnanlegast. Með þessu móti er hagur örfárra einstaklínga styrktur af fjöldanum. í öðru lagi eykur hún viðsjár með þjóðunum. »Ef hin einstöku ríki vor berðust hvert móti öðru með toll- um,« segir amerískur rilhöfundur, »og enginn borgari gæti farið yfir ríkjatakmörkin án þess að flutningur hans væri skoðaður, eða ef ekki væri hægt að senda bók, sem prentuð væri í New York, yfir fljótið til Jersey City, án þess að henni væri haldið á pósthúsinu þar til borgaður væri af henni tollur — hversu lengi myndi þá ríkjasamband vort standa? Og hvers virði væri það? Pað, sem gerir sam- bandið mest virði fyrir oss er, að það hefir komið í veg fyrir tollatakmörk milli hinna einstöku ríkja og þannig veitt oss frjálsa verzluu um meiri hluta heillar heimsálfu, og með engu hefir friðurinn betur verið trygður milli ríkjanna en ein- mitt þessu.« Pegar maður les nú þessi ummæli, sem eru á svo föstum rökum bygð, hugsar maður ósjálfrátí um ástand
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.