Réttur - 01.02.1921, Side 11
Alþjóðafriður.
11
antiara ríkja í þessum efnum og hverjar heppilegar breyting-
ar mætti gera á því. Verndartollarnir eru ein af aðalorsök-
um styrjaldanna og þeir skapast af hugsunarhætti þeim, sem
einkaréttindin eiga rót sína í. »Alt það, sem eg vinn, tek
eg frá öðrum; hvert spor, sem eg stíg fram, ýtir öðrum
jafnlangt aftur!« Þetta er gleðiboðskapur verndartolla og
styrjalda.
Lítum nú enn á eitt, sem ber Ijóst vitni um grundvallar-
hugsun sérréttindanna. Ef einhver þjóð ákvarðaði af frjáls-
um vilja, að seilast til yfirráða í öðrum löndum og vildi
takast á herðar byrðar þær, sem af því hlytust, bæði með
óbeinum sköttum og herþjónustu, þá yrði maður þó að láta
hana sjálfráða um það, hversu furðulegt og ilt tiltæki sem
manni annars þætti það.
En því er ekki þannig farið.
Pjóðirnar ráða nefnilega alls ekki fyrir sjálfum sér. í Þýzka-
landi, Austurríki, Ungverjalandi og Tyrklandi er þátttaka þjóð-
anna í ríkisstjórn og löggjöf enn þá mest takmörkuð.1) I
Rússlandi var líkt ástatt, þar til fyrir fáum mánuðum, og um
frámtíð þess er alt óvíst enn. í öllum þessum löndum fóru
þjóðhöfðingjarnir, sem höfðu þegið tign sína að erfðum, með
völdin. Auðvitað hafði hann að baki sér höfðingjalýðinn:
aðalsmenn og auðkýfinga og svo embættismennina, sem hann
hafði skipað, annaðhvort aleinn eða í samráði við fáa aðra.
Afstaða hans til þessara manna er misjöfn, og fer allmikið
eftir stjórnarhæfileikum hans. Stundum ræður hann einn
mestu, en stundum líka taka þeir fram fyrir hendurnar á
honum. En alt af hefir þetta skipulag ófriðarhættu í för
með sér.
Almenningur, senr jafnan hefir bezt af því, að friður hald-
ist, hefir lítil ráð í þessum löndum. Áhrif hans á löggjaf-
arþingin eru mjög lítil.
í Englandi og Frakklandi eru stjórnarhættir að vísu aðrir,
1) Ritað fyrir ófriðarlok.