Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 15
Alþjóðafriður.
15
lendir gróðinn af þeim hjá honum. Mikill hluti þess lands,
sém Lotidon slendur á er eign örfárra ætta. Til þeirra renn-
ur það gífurlega verð, sem skapast við samkepnina um að
fá að búa og starfa einmitl á þessum stað og við fúsleika
manna til þess að borga háa leigu einmitt fyrir leyfi til þess.
Þetta er það, sem einkennir þróunina hjá Englendingum
og hinum stórþjóðutium. Pess vegna er eins og einhver
undraöfl dragi fólkið frá ræktun landsins og til borganna. Og
þetta ástand orsakar líka hina miklu auðsöfnun einstakra manna.
Hún á sem sagt rót sína að rekja til einkaréttarins til að eiga
landið og verðmæti þess, einkaréttarins til þess að eiga, ekki
eingöngu það verðmæti, sem maður hefir skapað með sinni
eigin vinnu á jörðunni, heldur einnig það verðmæti, sem
skapast með þeim hætti, að fólkið hópast saman, býr, starfar
og margfaldast á landeign hans. Orsakanna til þessarar þró-
unar er að leita á löngu liðnum öldum; en eins og öllu
öðru, miðar henni nú miklu örar en áður. Henni er farið al-
veg eins og járnbrautarlestinni, sem gengur miklu hraðara nú
en fyr á tímum, einnig þó hún sé komin inn á vitlaust spor.
Menn hafa miklu meira vald á náttúruöflunum nú, og upp-
finningar eru miklu fleiri. Og loks hafa peningarnir mótað
alt félagslífið miklu skýrara en áður, en peningar safnast eins
og menn vita örar á hendur einstakra manna heldur en kart-
öflur og korn.
Þessi auðsöfnun hefir gert London að stærsta peningamark-
aði í heimi. Svo hafa einkum París, Wien, Berlín og New
York komið á eftir. Og til þessara aðalstöðva má rekja upp-
haf stórgróðafyrirtækjanna í öðrum heimsálfum, einmitt þeirra
fyrirtækja, sem kveikt hafa ófriðarbálið í heiminum.
Eins og jörðin er undirstaða alls atvinnureksturs, eins ér
einkarétturinn til jarðarinnar undirstaða allra anuara einka
réttinda,
Hin ýmsu afbrigði einkaréttinda eru því ekki eins og óskyld
öfl. Pau vinna í félagi. Pau leitast við að safnast saman hjá
fáeinum mönnutn. Auðæfin safnast á hendur jarðeigendanna
í borgum og sveitum, Peir sleppa tiltölulega bezt við skatt-