Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 17

Réttur - 01.02.1921, Side 17
Heillar aldar rangsleitni. (Framhald.) Bygging Natan-nýlendunnar. Annar leiðangurinn var jafn ógæfusamur. Eftir að Piet Retief hafði að fullu borgað og fengið eignarhald á land- svæðinu, sem nú er alment kallað Natal, þá var seljandinn, Zúlu höfðinginn Dingaan, spanaður upp af nokkrum Eng- lendingum til að myrða hann og flokk hans Ieynilega, þann 6. febr. 1838. 66 Búar og 30 aðrir fylgismenn þeirra fórust. útflytjendur mistu þar sinn hugaðasta og göfuglyndasta for- ingja. (Theol. bls. 104—130.) Dingaan sendi síðan 2 herflokka til að gera útaf við kon- urnar, börnin og gamalmennin við Boesmans ána (Blaanw- krantz), þar sem Weenen þorpið stendur nú, 282 af hvítu fólki og 252 þrælar var höggvið þar niður og drepið í lok ársins réðumst við inn í land þessa stórglæpa- manns með Iítinn herflokk 464 menn og þann 16. des. 1838, — síðan þektur sem »dagur Dingaans® og hinn merkasti í sögu vorri — gengum við milli bols og höfuðs á hervaldi Zúlumanna, sem þá höfðu um 10,000 hermantia, og brendum aðalskála (Kraal) Dingaans. Eftir það settumst við að í friði í Natal og stofnuðum nýtt lýðveldi. (Theol, bls. 169). Landið hafði verið keypt fyrir okkar peninga og skírt í blóði okkar. En lýðveldið fékk ekki lengi að vera í friði. Nýlendumálaráðaneytið fylgdi á eftir. Stjórnin afréð, til að byrja með, að skipa setulið í Natal, því. eins og Napier landstjóri skrifaði til Russell lávarðar þann 22. júní 1840, »þá virtist sem stjórn liennar Hátignar væri ákveðin í að auka ekki nýlendueignir hennar í þessum hluta heimsins.« Hinn eini tilgangur tneð setuliðinu var að þvinga Búa, eins og landstjórinn, Sir Oeorge Napier, viður- kendi dularlaust í hraðbréfi sínu til Glenelg lávarðar 16. jan. 1838. Rað átti að varna Búum þess að ná í skotfæri, og fyr- irbjóða þeim að stofna óháð lýðveldi. Á þennan hátt vonaði hann að koma í veg fyrir útflutning þeirra (frá Höfðanutn H. H.). 2

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.