Réttur - 01.02.1921, Page 18
18
Réitur.
Stanley lávarður skipaði landstjóranum Napier 10. apríl
1842 að útiloka hina útfluttu Búa frá öllum samböndum og
tilkyrina þeim, að breska stjórnin mundi styðja villimennina
á móti þeim og skoða þá sem uppreisnarmenn.
Okkur tókst tvisvar að hrinda af okkur setuliðinu. Peir
voru fleiri af Englendingum, sem druknuðu á flóttanum en
féllu fyrir kúlum okkar.
Cloete umboðsmaður var síðar sendur til að innlima hið
unga lýðveldi sem þóknun fyrir að vera orðið eitt að sið-
menningariöndum heimsins.
Innliinunin fór samt sem áður fram gegn sterkum mótmæl-
um (Theol, 155 bls.). Pann 21. febr. 1842 sendi Fólksráðið
(Volksraad) í Maritsburg, undir forsetu Joachims Prinsloo
eftirfarandi bréf til Napier landstjóra: —
»Vér vitum að til er guð, sem ræður yfir himni og jörðu,
sem hefir vald og er reiðubúinn til að vernda þá, sem van-
mátta eru og rangindum eru beittir, fyrir undirokurum þeirra.
Á hann setjum vér traust vort og á réttlæti málefnis vors.
Ef það er vilji hans, að vér verðum gersamlega í eyði lagðir
með konum vorum og börnum og öllu, sem vér eigum, þá
skulum vér með tilhlýðilegri undirgefni viðurkenna, að vér
höfum til þess unnið af honum, en ekki af mönnum. Oss
er kunnugt um vald Bretlands hins mikla, og vér höfum
ekki í hyggju að rísa upp gegn því valdi. En vér getum þó
ekki leyft að valdið skuli traðka réttlætið undir fólum án þess
að gera alt, sem í voru valdi stendur, til að varna því.«
Kvenþjóð Búa f Maritsburg tilkynti hinum Breska umboðs-
manni, að þær vildu fyr ganga berfættar yfir Drakensberg til
frelsis eða dauða, heldur en beygja sig aftur og þræla undir
veldi Breta (Theol, bls. 179).
Og þær stóðu við orð sín, eins og eftirfarandi atvik sýnir
(Theol, bls. 244): Hinn hrausti foringi vor, Andrier Pretorius
hafði riðið yfir til Grahams Town, í hundruð mílna fjarlægð,
til að leggja sannleikann í málsfað vorum fyrir Pottinger
landstjóra. Hann fór erindisleysu, því hann varð að snúa
aftur án þess að hafa fengið áheyrn hjá Iandstjóranum, sem