Réttur - 01.02.1921, Side 19
Heillar aldar ratigsleitni.
19
afsakaði sig með því, að hann hefði engan tíma til að taka á
móti Pretoriusi. Þegar hann kom til Drakensberg'á heimleið-
inni, þá fann hann næstum því alla þjóðina á leið yfir fjöll-
in í burtu frá Natal og valdi Breta. Kona hans lá veik í
vagninum og dóttir hans hafði orðið fyrir stórmeiðslum af
uxunum, sem hún hafði orðið að leiða.
Eftirmaður Pottingers, Sir Harry Smith, lýsir þannig á-
standi hinna útfluttu Búa: »Þeir lifðu í slíku eymdarástandi,
sem hann hafði aldrei séð líka til áður, nema þegar Massena
gerði innrásina í Portugal. Það var sannarlega sárgrætileg og
gagntakandi sjón.«
Petta var það sem við urðum að þola af Bretastjórninni í
sambandi við Natal.
Við héldum aftur yfir Drakensberg til Fríveldisins, þar
urðu sumir eftir en aðrir héldu norður á við yfir ána Vaal
(Vaal River).
Oraniu-Fríveldið.
Samkvæmt lögum No. 6 & 7, Wiiliam IV. kapituli 57,
þá skipuðu Englendingar fulltrúa í Fríveldinu. (Theol, bls.
256 — 64, Hofstede). En Pretorius gaf honum 48 stunda frest
til að yfirgefa Iýðveldíð. Sir Harry Smith kallaði þá upp her,
aðallega af svertingjum á móti oss hvítum mönnum, og
barðist við oss við Boomplaats 29. ágúst 1848. Eftir harða
orustu var Búi, sem Thomas Dreyer hét, tekinn höndum af
sv'ertingjum úr her Smiths, og til ævarandi smánar fyrir orð-
stír Englendinga, þá lét enski Iandstjórinn drepa hann fyrir
þá einu sök, að hann hafði einu sinni fyrir mörgum árum
verlð breskur þegn, og hafði nú dirfst að berjast á móti
fána Hennar. Hátignar.
Ennþá eitt morð og smánarverk í viðskiftareikningi Suður-
Afríku við England!
Á meðan á þessu stóð hafði Sír Harry Smith innlimað
Fríveldið sem »Ríkið við Oraniu fljótið,« fyrir þá sök að 4/r>
íbúanna væru hlyntir Breskum yfirráðum, og aðeins þyrðu
2*