Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 23

Réttur - 01.02.1921, Síða 23
Heillar aldar rangsleitni. 23 þess, þá var það þvingað til að greiða bresku stjórninni skaðahætur. »Fríveldið« segir sögumaðurinn Fronde »greiddi féð, en greiddi það undir mótmælum, með gamaldags ákalli á guð réttlætisins, sem þeir, þótt einkennilegt megi virðast, héldu að væri í raun og veru til. Það virðist eftir þessu, að það sé enginn staður til fyrir réttlátan guð í enskri politík. Við höfum, til þessa, fjallað um brottför okkar úr Höfða- nýlendunum og aðferð þá er England notaði til að svifta okkur Natal og Fríveldinu. En nú komum við til málefnis Transvaal. Suður-Afríku Lýðveldið. Það hefir þegar verið sagt frá hinum hörmulegu örlögum Trichardts leiðangursins. Flokkur Trichardts fann Transvaal fult af hermönnum Moselikatse, konungs Matabela og föðu’r Lobengulu. Allir aðrir þjóðflokkar í Transvaal voru »hundar« hans eins og Kaffirar kölluðu það. Jafnskjótt og hann heyrði að hinir útflytjandi Búar nálg- uðust, þá sendi hann út her til að afmá þá algerlega. Her þessum tókst að einangra og myrða einn eða tvo umrenninga, en haim var sigraður við Vechtkop af hinum litla flokk Sarels Celliers, þar sem kvenfólk Búanna varð frægt fyrir framúr- skarandi hetjuverk. Skömmu síðar héldu hinir útflytjandi Búar yfir fljótið Vaal og hröktu Loselikaste og hjarðir hans eftir tvær orustur yfir ána Limpopo og beint inn í hið núverandi Matabelaland. Andries Pretorius hafði komið til Transvaal eftir innlimun Natals og lifði þar í ró þrátt fyrir fé það, sem lagt hafði verið til höfuðs honum eftir orustuna við Boomplaats. Breski umboðsmaðurinn í Fríveldinu, sem um þetta leyti lá ennþá undir Engiand, var neyddur til að viðurkenna í bréfi til enska tandstjórans, að þessi sami Pretorius réði örlögum Fríveldisins. Pað var fyrir hans áhrif að Moshesh hafði ekki strádrepið hvern einasta enskan hermann. Fólk í Englandi

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.