Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 25

Réttur - 01.02.1921, Page 25
Heillar aldar rangsleitni. 25 við Moshesh. Hún mundi einnig verða tryyging gegn þræla- haldi og áskilur framsal glæpamanna. Landstjórinn, Sir George Cathcart, lét í ljósi mikla ánægju yfir því þann 13. maí 1852 í embættisyfirlýsingu sinni, að eitt af fyrstu embættisverkum hans var, að samþykkja og stað- festa Sandár-samninginn. Hinn 24. júní 1852 lét nýlendu- málaráðherrann einnig í Ijósi samþykki sitt á samningnum. Lýðveldið hafði nú sátimála í liöndum, sem eftir ákvæð- um hans að dæma virtíst gefa von um friðsamlega fram- tíð. Auk Stórbretalands viðurkendu Holland, Frakkland, Þýskaland, Belgía og sérstaklega Bandaríkin í Ameríku full- veldi lýðveldisins. Utanríkisráðherra Ameríku í Washington segir í bréfi til Pretoriusar forseta 19. nóvember 1870, »að stjórn sú, sem hann eigi sæti í, um leið og hún hjartanlega viðurkenni fullveldi Transvaal lýðveldisins, sé reiðubúin til að gera hvaða ráðstafanir, sem álíta megi nauðsynlegar, til stað- festingar þeirri viðurkenningu*. En það var ómögulegt að treysta orðum Englands, jafnvel ekki þótt þau væru skrifuð í sáttmála, löglega undirrituðum og samþyktum, því þegar demantanámurnar fundust, tæpum 17 árum síðar, þá heimtaði England hluta af landareign Transvaal, sem lá upp að landi því, er þegar hafði verið hrifsað frá Fríveldinu. Pað var ákveðið, að leggja málið í gerð. En þar eð gerðarmenn urðu ekki á eitt sáttir, þá úr- skurðaði oddamaðurinn, Keate landstjóri, á móti Transvaal (Englandi í vil, H. H.). Síðar kom það í ljós, að enski gerðardómsmaðurinn hafði keypt 12000 Morgen1) (af hinu umrædda landi) af frumbyggjahöfðingjanum Waterboer (Vatns- búa, H.H.) fyrir smámuni eina, og einnig, að Keate landstjóri hafi úrskurðað, að Waterboer væri breskur þegn, sem var þvert á móti sáttmálanum. Jafnvel dr. Moffat, sem var vin- veittur Búum, mælti á móti þessu í bréfi til »Titnes«, fyrir þá sök, að hið umrædda land hefði ávalt og frá upphafi verið eign Transvaal. 1) Morgen er flatarmálseining.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.