Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 28

Réttur - 01.02.1921, Page 28
28 Réttur. meðmæltur, þegar 6800 af 8000 borgurum höfðu mótmælt innlimuninni. En bæði Shepstone og Carnarvon lávarður héldu því fram, án þess að hafa minsta snefil af sönnunargögnum því til stuðnings, að niótmælin hefðu verið undirskrifuð undir ógn- un um ofbeldi. Pað var einmitt þver öfugt. Þegar fundur- inn var haldinn í Pretoriu til að undirskrifa mótmælin, þá lét Shepstone beina fallbyssukjöftum á fundarstaðinn og fjöld- ann. Og eins og ef þetta væri ekki nóg, þá gaf hann út og lét dreifa ógnandi yfirlýsingu á móti undirskrift mótmælanna. Pegar þannig að ekki var lengur hægt að nota þessar við- bárur, þá reiddu þeir sig á þá staðreynd, að innlimunin var þegar gengin í gildi (un fait accompli). Sendinefnd var send til Englands til að mótmæla innlim- uninni, en Carnarvon lávarður sagði nefndinni, að það yrði ekki til annars en að villa þeim sjónir (eða draga þá á tálar), ef hann gæfi þeim nokkra von um bætur. Gladstone stað- festi þetta síðar meir með því að segja, að hann gæti ekki ráðið drotningunni til að sleppa yfirráðunum yfir Transvaal. Pegar bent var á það, að innlimunin væri beinlínis og gagnhugsað brot á Sandár-samningnum, þá svaraði Sir Bartle Frere 1879, að ef þeir vildu fara alla leið aftur í Sandár- samninginn, þá gætu þeir eins vel farið aftur til upphafs sköpunarinnar (go back to the Creationl). Pað er mikilvægt atriði í þessu sambandi, að missa ekki sjónar á því, að landræma sú, sem Keate úrskurðaði 1870 að lægi utan landamerkja lýðveldisins, var nú talin með af Shepstone sem hluti af Transvaal. Pað var fleira samt sem áður, sem var brennimerkt sem óhafandi undir stjórn lýðveldisins, en álitið fullkomlega rétt- mætt fyrir stjórn Englendinga. Yfirumboðsmaður Breta (British High Commissioner) hafði t. d. mótmælt því, að lýðveldið notaði Swaza og fríliða sem hermenn í ófriðnum við Secoecoeni. Eftir að Bretar tóku yfirráðin, þá var ófriðnum haldið áfram með reglufegum hermönnum í byrjun, en þegar þeir

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.