Réttur - 01.02.1921, Page 29
Heillar aldar rangsleiini.
29
höfðu beðið ósigur fyrir Kaffírum, þá var safnað her af
Swazum og fríliðum. Fjölda Swazanna má ætla á af því,
að 500 af þeim voru drepnir í ófriðnum. Grimdárverk þau,
sem þessir Swazí, bandamenn Englendinga, frömdu á þjóð-
flokki Secoecoenis voru sannarlega hroðaleg.
Colenso biskup, sem fordæmir þetta atvik, segir, er hann
ræðir um árangurinn af innlimun Iýðveldisins, að »bæði
ófriðurinn við Zúlúmenn og eins við Secoecoeni hafi verið
bein afleiðing af hinni óheillavænlegu innlimun Transvaals,
sem hefði aldrei orðið framkvæmd, ef vér (Englendingar)
hefðum ekki tekíð eignarhaldi á landinu eins og flokkur sjó-
ræningja, sumpart með svikum og sumpart með oíbeldi«. A
öðrum stað segir hann: »Og á þennan hátt innlimuðum
við Transvaal, og það verk hafði Zúlúófriðinn í för með sér
sem hefninorn*.
Að breska stjórnin hafði ávalt álitið Zúlúmenn sem hent-
ugt verkfæri til að gereyða Transvaalbúum, þegar hentugt
tækifæri byðist, er augljóst af bréfi, sem yfirumboðsmaðurinn,
Sir Bartle Frere, skrifaði til General Ponsonby, og þar sem
hann segir: »A meðan lýðveldi Búa var keppinautur og
hálf-óvinveitt ríki, þá hætti Natal hálfpart við að láta vel að
Zúlúmönnum, alveg eins og maður léti vel að tömdum úlfi,
sem að eins rifi í sig sauði nágranna manns. Við höfum
alt af mótmælt, en fremur óákveðið, og nú, þegar báðir hóp-
arnir heyra okkur til, þá erum við í hálfgerðum vandræðum
með, að stoppa hervirki úlfsins*. (Martineau: The Trans-
vaal Trouble, bls. 69).
Og aftur í bréfi til Sir Robert Herbert (The Transvaal
Trouble, bls. 76):
»Búar sóttu á; Englendingar gerðu það ekki, og var þeim
næst skapi, að hjáfpa Zúlúmönnum á móti Búum. Eg hefi
orðið skelkaður við að komast að því, hve litlu hefir mun-
að hjá fyrirrennurum núverandi stjórnar í aðstoð þeirra við
Zúlúmenn á móti árásum Búa. Herra John Dunn, sem er
enn þá launaður embættismaður stjórnarinnar hér, og sem
fanst hann verða að gera grein fyrir þátttöku sinni í að út-