Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 30

Réttur - 01.02.1921, Page 30
30 Réttur. vega Zúlúmönnum riffla, vegna ýmislegs, sem fram kom í sakamálsrannsókn á byssu-smygli frá Durban, segist hafa gert svo með vitund og jafnvel samþykki og eftir uppástungu (hér er gefið nafn á mjög háttsettum embættismanni í Natal). Pað er ekki minsti efi á því, að í Natal hefir verið mjög sterk samúð með Zúlúmönnum á móti Búum, og það, sem er verra, það er enn þá svo«. Undir slíkum kringumstæðum var innlimunin gerð. Eng- lendingar kinokuðu sér ekki við, að nota aðstoð Kaffíra á móti Búum eins og við Boomplasto, og ensku þjóðinni hafði verið sýnt það og sannað á allan mögulegan hátt, hvílíkt hróplegt ranglæti hér hafði verið framið. En jafnvel yfir- umboðsmaðurinn, þótt hann heyrði orð vor koma frá blæð- andi hjörtum vorum, óskaði, að hann hefði haft með sér nokkrar fallbyssur til að dreifa oss, og rangfærði málstað vorn fram úr öllu hófi. Fullir af von töldum vér sjálfum oss trú um það, að ef að eins Bretadrotning og enska þjóðin vissu, að í Transvaal væri verið að undiroka og kúga heila þjóð, þá mundu þær aldrei líða það. En við urðum nú að játa, að það var gagnslaust. að skjóta máli okkar til Englands, því þar var enginn til að hlusta á okkur. í trausti á guð almáttugan, réttsýnan og réttlátan, hervæddumst við til að leggja út í, að því er virtist, von- lausa baráttu, með þeirri föstu sannfæringu, að hvort sem vér sigruðum eða féllum, þá mundi sól frelsisins í Suður- Afríku rísa upp úr morgunmóðunum. Með hjálp hins alls- valdandi drottins unnum við sigur, og um stund að minsta kosti virtist sem frelsi vort væri trygt. Guð gaf oss sígur við Bronkorst Spruit, við Laings Nek, við íngogs og við Majuba, jafnvel þótt breski herinn væri att af fjölmennari og betur vopnaður en við. Eftir að sigrar þessir höfðu gefið málstað vorum nýjan kraft og þrótt, þá afréð breska stjórnin, undir forustu Glad- stones, manns, sem vér munum aldrei gleyma, að afnema innlimunina og fá oss aftur vor fótum troðnu réttindi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.