Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 34

Réttur - 01.02.1921, Side 34
34 Réttur. Hervaldsandi auðvaldsmanna (Capitalistic Jingoism). Fyrra tímabil. Arið 1886 fundust auðugar gullnámur í ýmsum hlutum Suðui-Afrí u, og með þeirri uppgötvun byrjaði nýr þáttur í sögu þjói ar vorrar. Suður-Afríku-lýðveldið átti fyrir hönd- um að rísa á fáum árum úr aumasta örbirgðar ástandi til auðs og velmegunar, og að verða land, sem á allan hátt hlaut að vekja og æsa ágirnd og græðgi auðugra gróðabrallsmanna. Innan fárra ára framleiddi Suður-Aíríku lýðveldið meira gull en flest önnur löud í heimi. Níoa-flæmin, sem hingað til höfðu legið auð og ber, voru nú þakin stórum borgum með hugsandi og iðandi íbúum, er safnast höfðu saman frá öllum áttum og hornum heimsins. Búar, sem hingað til höfðu stundað kvikfjárrækt og veiðar, urðu nú að taka að sér eitt af erfiðustu hlutverkum í heimi, nefnilega forráð flókinna stjórnarmála og að stjóma fjölmennum námulýð, sem skyndi- lega hafði safnast saman undir sérstaklega óvenjulegum kring- umstæðum Og hvernig leystu þeir hlutverk þetta af hendi? Við tlæium eftirfarandi I nur úr ágætlega skrifuðum bækl- ingi eftir Olive Schreiner, sem hefir dýpri þekkingu á hinu verulega ástandi í Suður-Afríku en nokkur annar maður, sem skrifað hef r um sama efni: • Eg skýt þvi til allra göfugly dra og réttlátra manna, hvort heldur eru stjói umálamenn eba hugsandi menn, hvort hið litla !ý veldi veróskuldi ekki þá saniúð vora, sem allar vitrar sálir veita þemi, er verða að fást við ný og flókin málefni, og sem undantarin reynsla mannkynsins hefir ekki markað leiðina fyrir. Og einnig því, hvort að, ef vér snertum yfir- leitt á þessu efni, oss beri þá ekki nauðsyn til að gera það í þeim frjálslynda, óhlutdræga og sannleiks elskandi anda, sem ali mannkyn heimtar að vér sýnum við hvert þaö mikil- vægt þjóófélagsatriði og erfiðleik', sem vér snúum athygli vorri að? f*að er stundum sagt, að þegar maður stendur á brún

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.