Réttur


Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 39

Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 39
Heillar aldar rangsleitni. 39 óbrigðult sérkenni á stjórnmálastefnu Breta í Suður-Afríku, starfaði opinberlega í nánustu eamvinnu við hina af íkönsku nýlendumenn (Búa, H. H.), og var samtímis leynilega að etja hervaldsmenn til samsæris gegn Afríkumönnum f Höfðaný- lendunni og Suður-Afríku-lýðvefdinu. Hann hafði þegar Af- ríkumenn Höfðanýlendunnar í hendi sér; markmið hans var nú, að ná samskonar áhrifum í Suður-Afríku-lýðveldinu með hinum auðugu gullnámum — ekki svo mjög ef til vill fyrir sjálfan sig eins og fyrir auðvaldið, sem hann hafði svo mörg sameiginleg hagsmunamál við. Ef honum hepnaðist þetta, þá mundi hann ná sínu persónulega takmarki, og auðvaldið mundi algerlega ráða lögum og lofum í Suður-Afríku. Með þetta fyrir augum byrjaði hann 1892, ásamt öðrum auðmönn- um, að æsa upp stjórnmálabaráttu í Jóhaunesborg á móti lýðveldinu (S.-A.-I.). í öðrum eins stað eins og Jóhannes- borg, þar sem drykkjuskapur er mikill og þar sem hin áköfu og umfangsmiklu verslunarviðskifti öll miða að því, að halda skapi fólksins í stöðugri geðshræringu, þá var það auðvelt með aðstoð peninganna, að koma af stað stjórnmálahita og uppþoti á skömmum tíma, einkanlega þar sem rétt að eins nægilegt umkvörtunarefni var fyrir hendi til að láta hinar ímynduðu ástæður líta út eins og þær væru sannar. Undir þessum kringumstæðum var þjóðernissambandið (Nat- ional Union) stofnuð 1892. Áhangendur þess voru ein- göngu skepnur og sníkjugestir auðmannanna, með fáeinum heiðvirðum heimskingjum og ákafamönnum, sem eðlilega hugsuðu of grunt til að greina marktnið og stefnu þessarar hræsnara-hreyfingar. Auðmennirnir héldu sér vissulega um þetta leyti í hlé, til þess að hreyfingin gæti því freinur álitist alþýðleg. Auðmenn Jóhannesarborgar voru samt sem áður eins konar leikaraflokk- ur, og löngunin til að hafa sig í frammi í mikilvægum hlutverkum var of áköf til þess, að hægt væri að halda henni í skefjum til lengdar, svo að eftir tveggja ára bið, þá tóku þeir við taumunum í þeirri »Opera bouffe« eða skrípaleiks- æsingu, sem fylgdi á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.