Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 40
40
Réttur.
Þeir byrjuðu með hinum auðvirðilegustu og andstyggileg-
ustu aðferðum, að grafa fæturna undan stjórnmálastefnu Búa,
til þess að ná yfirtökunum á stjórn og löggjöf námuhérað-
anna. Peir höfðu talið sjálfum sér og öðrum trú um það,
að Búar væru í heild sinni rotnir og spiltir, og hervæddust
því vopnum peninganna til þess að steypa þeim af stóli.
Lionel Phillips skrifar lð. júní 1894 í þessum anda til
Beit í Lundúnum:
»Eg get tekið það fram hér, að, eins og þér auðvitað vit-
ið, þá óska eg ekki eftir neinum stjórnarfarstegum réttindum,
og eg held, að þjóðfélagið í heild sinni sé ekki metorða-
gjarnt í því tilliti. Eg býst við að þrætan um eignarhald
(bewaar plaatsen) verði úrskurðuð okkur í vil, en með um
25000 punda kostnaði. Pað er ráðgert að verja töluverðu fé
til að fá betra þing (Raad), en menn verða að minnast þess,
að fjáreyðsla til kosninga hefir með nýútkomnum lögum ver-
ið gerð glæpsamleg, og verður því að fara mjög gætilega
með það mál.« (Transvaal Green book, No. 1 of 1896).
Pann 15. Júlí 1894 skrifaði hann aftur tit sama manns:
»Tromp okkar er 10,000 til 15,000 punda sjóður til að
bæta þingið. Til allrar óhamingju þá hafa félögin (Gull-
námufélögin, H. H.) engan spæjarasjóð. Eg verð að finna
einhver úrræði. Við kærum okkur ekki að skjóta sundur vor
eigin skýli-« (Transvaal Green bokk No. 1 of 1896).
Hér sjáum vér í svip bak við tjöldin og verðum þess varir,
hvernig auðmennirnir höfðu þegar 1894 reynt að draga nið-
ur og spilla þjóðlífi voru með aðferðum, sem jafnvel komu
beinlínis í bága við glæpalöggjöf landsins, svo maður sleppi
að segja nokkuð um snefil af siðferðistilfinningu hjá þeim.
Og tókst þeim að ná tiigangi sínum? Var þjóðin og þing-
ið eins rotið eins og þeir héldu og eins og þeir reyna enn
þá að fá heiminn til að trúa? Mishepni þeirra er hið bezta
og fullkomnasta svar við þessum rógi.
Ef auðmönnunum tókst ekki að ná tökum á þjóðfélaginu
með mútum og spillingu í slórum stíl, þá var samt sem áð-
ur trompspil hervaldsmanna ennþá eftir. Hr. Lionel Phillips