Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 42

Réttur - 01.02.1921, Síða 42
42 Réitur. endur brezkrar nýlendu framfylgdu samsæri undir forustu for- sætisráðherrans í Höfðanýlendunni, og réðust á Suður-Afríku- lýðveldið með flokk vopnaðra manna til að styðja auðmanna uppreist í Jóhannesborg, í þeitn tilgangi, að velta stjórn Búa úr völdum; hvernig innrásin og uppreistin voru að engu gerð fyrir árvekni Búanna; hvernig Jameson og flokkur hans voru fengnir í hendur Englendinga til sakamálsrannsóknar, jafnvel þótt Búar hefðu fult vald og fullan rétt til að skjóta þá niður eins og ræningja; hvernig allur hópurinn af auð- mönnum f Jóhannesborg játaði sig sekan um uppreist og landráð; livernig að Búastjórnin, í stað þess að gera allar eignir þeirra upptækar og þar með gera út af við áhrif auð- valdsins í Suður-Afríku, fór óheyrilega mildilega með þá. (Göfuglyndisverk, sem þeir launuðu með því að styðja og eggja upp miklu hættulegri æsingaróður þrem árum síðar). Heimurinn hefir heldur ekki gleymt rannsókn þeirri, sem framfór í Westminster samkvæmt eindreginni áskorun Búa- flokksins í Höfðanýlendunni á orsökum árekstursins. Hvernig sú rannsókn var notuð til þess að gera smánarlega árás á stjórn hins gagnrægða og sármóðgaða Suður-Afríku-lýðveldis; og hvernig að lokum, þegar sannleikurinn var rétt í þann veginn að komast upp og samsærið að rekjast til róta sinna í brezka ráðuneytinu, rannsóknarnefndin úrskurðaði alt í einu, að birta ekki viss skjöl hættuleg fyrir stjórnína. Vér sjáum hér, hve djúpt hinar gomlu erfikenningar brezka stjórnskipunarfyrirkomulagsins voru sokknar undir áhrifum hinnar sívaxandi og yfirgnæfandi gullgræðgi, og í höndum skarpskygns heildsala, sem eins og Cleon forðum daga hefir jafnframt tekið að sér stjórnmálastarfsemi. Ur því að svik og ofbeldi dugðu ekki til að komast að markinu, þá varð að finna upp og nota »stjórnarfarslegar ástæður« (Constitu- tional meaus), (eins og hr. Rhodes hældi sér opinberlega af fyrir hinni umgetnu rannsóknarnefnd), til að gera hina auð- ugu hervaldsseggi að yfirmönnum ástandsins í Suður-Afríku.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.