Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 43

Réttur - 01.02.1921, Side 43
Heillar aldar rangsleitni. 43 Hervaldsandi auðvaldsmanna. Annað tímabil. Undanfarandi útdráttur hefir greinilega sýnt, hve sáran þjóð vor fann t'l og þófti fyrir um ranglæti það, sem hún hafði verið beitt. Það var við því að búast, að jafn sviksamleg árás á lýðveldið, upprunnin hjá þeirra eigin leiðtoga, mundi vekja Afríkumenn, jafnvel út í ystu afkimum, og flytja nýtt fjör og áhuga inn á leiksvið stjórnmálanna. Sem dæmi þess, hve sterkar þær tilfinningar voru, sem vaktar voru af innrás- inni, þá setjum vér hér á eftir útdrátt úr grein, sem birt var f blaði Afríkumanna-flokksins »Our Land«, fáum mánuðum eftir innrásina; grein, sem án alls efa endurspeglaði tilfinn- ingar Afríkumanna: »Hefir ekki forsjónin stjórnað og afmarkað hina þyrnum stráðu rás viðburðanna í Suður-Afríku frá upphafi þessa árs (1896)? Hver getur efast um það? Sú spjótstunga, sem ætlað var að gera út af við afríkönsk- una í lýðveldinu í eitt skifti fyrir öll, hefir sent rafmagnstitr- ing í gegnum hjarta þjóðarinnar. Afríkanskan hefir vaknað til meðvitundar um alvöru og sjálfsvitundar, sem vér höfum ekki orðið varir við síðan í hetjustríðinu fyrir frelsi voru 1881. Frá Limpopo til Góðravonarhöfða hefir hin önnur Majuba fætt af sér nýja andagift og nýja hreyfingu meðal þjóðar vorrar í Suður-Afríku. Ný tilfinning hefir þotið í heljarbylgjum yfir Suður-Afríku. Hinn blauði og ragi stór- veldisandi (Imperialism), sem þegar var farinn að þynna og veikja blóðið í þjóð vorri, varð smásaman að víkja til hlið- ar fyrir hinum nýja straumi, sem nú streymir í gegnum fólk vort. Margir, sem voru orðnir þreyttir á hinni hægu þrosk- un vorra þjóðlegu hugsjóna og gefið sig sjálfa f vald stór- veldisandans, stönsuðu nú og spurðu sjálfa sig, hvað stór- veldisandinn hefði framleitt í Suður-Afríku. Beiskju og þjóð- ernishatur; það er að vísu rétt! Síðan á dögum Sir Harry Smiths, Iheophilusar Shepstone og Bartle Frere og upp að tímum Leander Jameson og Cecil Rhodes, þá hafði stórveld-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.