Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 44

Réttur - 01.02.1921, Page 44
44 Réttur. isandinn (Imperialism) í Suður-Afríku gengið hönd í hönd við svik og bióðsúthellingar. Hversu heilnæm sem áhrif valdafíknarinnar eru í öðrum stöðum, þá hefir hún ekki haft neina aðra tilhneigingu í þessu landi og um öll þessi ár en að reyna að þvinga þjóðlíf vort og þjóðerniseinkenni inn í útlendar rennur og mót, og að innsigla þessa þvingun með tárum og blóði. Petta eru vissulega vegamót í tilveru afrík- önskunnar um alla Suður-Afríku. Nú eða aldrei! Nú eða aldrei verður að leggja undirstöðuna undir víðtæka þjóðern- isstefnu. Járriið er rauðglóandi og það verður að hamra það meðan það er heitt .... .... Skilnaðarveggurinn er horfinn. Látum oss standa hver með öðrum eins og karlmenn. Hættan er ekki enn þá horfin; þvert á móti. Þörfin fyrir sameinaða nýlendu- og lýðveldispólitík hefir aldrei verið meiri. Nú hefir hið sálar- fræðislega augnablik runnið upp; nú hefir fólk vort vaknað um alla Suður-Afríku; ný glóð lýsir upp hjörtu vor. Látum oss nú leggja undirstöðusteininn undir verulegt Suður-Afríku- samband í hreinan jarðveg af þjóðernistilfinningu, sem grip- ur yfir alt.« Slík orðatiitæki hleyptu hrolli í hervaldsmennina, ekki af því, að þau væru ódrottinholl, því það voru þau vissulega ekki, heldur af því þau sýndu það og sönnuðu, að innrás Jamesons hafði ýtt við Afríkumönnum, og að sökum þessa niðurlags hervaldsmanna þá leist þeim svo á, að í framtíð- inni ættu þeir von á fleiri og verri ósigrum. Það varð áreiðanlega að taka tillit til afríkönsku nýlendumannanna, ef það átti að hugsa um, að reyna að innlima Iýðveldið. Hervaldsmennirnir voru um tíma vongóðir um, að þeir mundu fá meiri hluta í þingi Höfðanýlendunnar undir hin- um endurbættu lögum um kjördæmaskipunina. Almennar kosningar fóru fram 1898 með þeirri niðurstöðu, að Búa- flokkurinn fékk lítinn meiri hluta, en síðar, undir nýrri kjör- dæmaskipun, sem hervaldsmennirnir neyddu í gegn, var meiri hluti þessi töluvert aukinn. I stað þess að viðurkenna hreinskilnislega, að sigur Búanna

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.