Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 48

Réttur - 01.02.1921, Síða 48
48 Rétíur. um 1884 teknum í sambandi við innganginn að samningn- um 1881, þá væri Suður-Afríku-lýðveldið undir yfirlénsherra- dæmi Hennar Hátignar, og að það væri ósamrýmanlegt við þessa undirlægjustöðu Suður-Afríku-lýðveldisins að leggja í gerðardóm nokkur þrætumál, sem snerta orðalag og gerð samningsins milli þess og hins yfirdrotnandi ríkis. Til þess að forðast allan misskilning nieð tilliti til þessa mjög svo merkilega skjals, þá setjum vér hér hið nákvæma orðalag brezka stjórnarskjalsins (hraðbréf okt. 1897, No. 7, C. 8721): »Að lokum þá leggur stjórn Suður-Afríku-lýðveldisins það til, að öll deiluatriði milli stjórnar Hennar Hátignar og þeirra sjálfra viðvíkjandi samningnum verði lögð í gerðar- dóm, og að gerðardómurinn verði útnefndur af forseta sviss- neska lýðveldisins. Með þvf að gera þessa tillögu, þá hefir stjórn Suður-Afríku-lýðveldisins, að því er virðist, gleymt þeim mismun, sem er á samningunum frá 1881 og 1884 og fullkomnum samningum milli óháðra ríkja, og sem með réltu er hægt að leggja í gerðardóm, ef ágreiningur verður út af. Með samningnum í Pretoriu 1881, þá veitti Hennar Hátign, sem yfirdrottin Transvaal-Iandsvæðisins, íbúum þessa land- svæðis fullkomna sjálfstjórn undir yfirlénsherradæmi Hennar Hátignar, erfingja hennar og eftirkomenda, með vissum ákvæð- um og skilyrðum, og háð ýmsum fyrirvörum og takmörkun- um, eins og tilgreint er í 33 greinum; og með samningn- um 1884 skipaði Hennar Hátign svo fyrir og lýsti yfir því, að fyrir vissar greinar hins fyrra samnings skyldu konia aðr- ar nýjar greinar, en innganginum að samningnum frá 1881' þó stöðugt haTdið. Greinar samningsins frá 1881 voru sam- þyktar af fólksráði Transvaal-ríkisins og greinar samningsins frá 1884 af fólksráði Suður-Afríku-Iýðveldisins. Samkvæmt þessum samningum þess vegna er afstaða Hennar Hátignar gagnvart Suður-Afríku-lýðveldinu slík, að hún er yfirlénsherra þess, sem hefir veitt fólki lýðveldisins sjálfstjórn með vissum skilyrðum, og það mundi vera ósamrýmanlegt við þessa af- stöðu, að leggja í gerðardóm orðalag og gerð þeirra skil- yrða, sem sjálfstjórn lýðveldisins er bundin.® (Frh.).

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.