Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 50

Réttur - 01.02.1921, Page 50
50 Réifur. ýmsa vegu, t. d. í frumþarfir og afleiddar þarfir — fjárhagS- legar og ófjárhagslegar, svo sem þörf fyrir andrúmsloft og hreyfingar, líkamlegar og andlegar, nútíðar- og fraintíðar- þarfir. Styrkur þarfanna er mjög misjafn; fer hann mikið eftir tegund þarfarinnar (t. d. er matarþörfin ríkari en glysþörfin) og fullnægjustigi. Af þessu leiðir, að menn meta harla mis- jafnt fullnægjuefnin, hluti og annað, sem fullnægt getur þörf- unum. Að ineta, merkir að ííkja einum hlut við annan, sem þá er notaður fyrir mælikvarða. A sama hátt og menn líkja hlutum saman, má og bera saman einstaka eiginleika tveggja eða fleiri hluta. Uppruni nytsemi. Er menn vilja komast að raun um, hvort einhver hlutur sé hæfur til fullnægju, fer ætíð fram mat. Fullnægjuhæfi hlutanna köllum við alment nothæfi. Er það hlutrænn eiginleiki og óbreytilegur. Brauð hefir altaf nothæfi, af því að nýtt brauð hefir næringargildi, ákveðið bragð og er meltanlegt. Nothæfið er skilyrði þess, að menn telji fullnægjuefnin nytsöm, í fjárhagslegum skilningi, telji þau gædd nytsemi eða þarfleik. Nytsemin er gagnólík not- hæfinu fyrir þá sök, að hún er breytilegur eiginleiki og gef- in hlutunum af mönnunum; er mannrænn eiginleiki hlutanna. Brauð er ætíð nothæft, en nytsamt því að eins, að einhvern langi í það. Hálf flatbrauðskaka getur bjargað manni frá hungurdauða og er nytsemin þá harla mikil. Jafnstór kaka getur valdið megnum viðbjóði hjá þeim, sem nýbúinn er að neyta Ijúftengs matar. Nytsemin er þá »negativ«. Af þessu má ráða, að þarfirnar, en ekki vinnan, skapa nyt- semina. Astríðan er meginatriðið, en ekki orkueiningar þær, sem fullnægjan kostaði. Fullnægjan er takmarkið og því frumorsök allra fjárhagsathafna mannanna. Framleiðslan að eins meðalið. Hér skiflir engu máli, hvort hluturinn er einnig nytsamur í siðferðislegum skilniugi eður eigi. Frá fjárhagslegu sjónar- miði er alt það nytsamt, sem þægir þörfum manna eða löng-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.