Réttur


Réttur - 01.02.1921, Qupperneq 52

Réttur - 01.02.1921, Qupperneq 52
52 Réttur. semin vex með auknum forða og er mest, þegar öllum þörf- um er þægt, en lokanytsemin fer þverrandi og verður = 0, þegar heildarnytsemin er mest. Af þessu má ljóst vera, að lokanytsemin ræður nytsemi fullnægjuefnanna, en lokanytsem- ina skapa þarfir þær, er fullnægjuefnin geta fullnægt, styrkur þarfanna, mat mannsins og forðamagnið. Sumar þarfir eru seinþægðar, aðrar fljótþægðar. Flestir verða fljótt mettir, en glysgirni manna og ágirnd verður seint og illa fullnægt. Fyrir því hverfur skjótt þarfleiki þurftar- eyris eða nauðsynjavöru, en nytsemi munaðarvöru þverr hægt. Margir hlutir eru nytsamir á líðand; stund, aðrir verða það með tímanum. Pess vegna nefnist nytsemi þeirra síðarnefndu framtíðarnytsemi, hinna nútíðarnytsemi. Ennfremur getur nyt- semin verið afleidd. Til þess að hlutur hafi »pósitiva« loka- nytsemi, er ekki nauðsynlegt, að hann sé fullnægjuhæfur í sinni núverandi mynd. Par nægir, að hann sé útgengilegur og fyrir hann fáist hlutur fullnægjufær. Svo er um nytsemi starfsafls mannanna, nytsemi óunninna efna, véla o. fl. Þarf- leiki fullnægjuefna þessara er afleiddur og háður verðmæti þess, er fyrir þá fæst eða kann að fást. Skiftagildi. í hverju því mannfélagi, þar sem viðskifti fara fram, fá hlutirnir sérstakt gildi, sem kalla má skiftagildi. Gildi þetta byggist á nytseminni og er fyllilega háð henni. Pegar menn skiftast á vörum, bera þeir þær saman, meta þær og virða. Þannig gefur hvor aðili hvorri vörutegund- inni ákveðið gildi eða mæti, sem hann byggir algerlega á nytsemd þeirri, er hann hyggur hvora vöruna hafa. Við skul um hugsa okkur að bóndi nokkur bjóði fiskimanni smjör og kjöt fyrir fisk. Bóndi ræður með sér, hversu mikið af smjöri og kjöti hann vilji láta afhendis fyrir fiskinn. Fiskimaðurinn hugleiðir aftur á móti, hversu marga fiska hann vilji láta fyrir smjörið og kjötið. EF vöruskifti eiga sér stað, þá er hlutfall varanna í skiftunum háð mati beggja. Mat eða virð- ing einstaklinganna er mismunandi, en í viðskiftalífinu skap- ast ákveðið hlutfall fyrir hverja viðskiftilega vörutegund gagn- vart hverri þeirri vöru, sem látin er afhendis. Petta viðskifta-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.