Réttur - 01.02.1921, Síða 53
Um verðfrœði.
53
hlutfall varanna kallast markaðsgildi eða metið í peningum
markaðsverð. Vörur sömu tegundar og gæða hafa því sama
verð á einum og sama markaði, með því skilyrði þó, að við-
skiftaaðilar, falendur og frainbjóðendur, neytendur og fram-
leiðendur, þekki gerla markaðsskilyrðin.
Markaðsverð.. Látum okkur nú athuga, hvernig mark-
aðsverðið er ákveðið og hvernig það verður árangurinn af
gildismati viðskiftaaðila. Við byrjum þá á því að hugsa okk-
ur einn falanda og einn frambjóðanda, t. d. mann, sem
kaupa vill málverk og listmálara. Skilyrði skifta verður þá,
að gildismat hvors sé mismunandi, sem sé, að falandi meti
meir málverkið en peningaverð þess og vörubjóðandinn, list-
málarinn, andvirðið meir en málverkið. Mismunur gildis-
matsins getur orsakast af mismunandi skoðun á öðrum hlut-
anna eða báðum, en horf okkar við hlutunum ræður skoðun
okkar á þeim.
Vilji einn maður gefa meira fyrir Iistaverk en annar, þá
getur það annaðhvort stafað af því, að sá meti það meira,
listaverkið hafi meira listagildi í hans augum, eða pening-
arnir séu honum minna virði, sökum auðlegðar hans. Við
skulum þá hugsa okkur, að falandi meti listaverkið til jafns
við 500 krónur, vilji og geti gefið nefnda upphæð fyrir það,
en (málverkasalinn) listmálarinn leggi það að jöfnu við 3000
króna. Er þá fengið skilyrði þess, að viðskifti geti fram
farið. Falandi vill sem sé borga mest 500 kr., og seljandi
fá minst 3000 kr., en gjarnan meira. Verðið verður þá á-
kveðið einhversstaðar milli 500 og 3ja þúsunda, en hvar er
eigi auðvelt að segja. Þess eru kaupaðilar einir umkomnir.
En þegar kaupaðilum fjölgar, þrengist verðmyndunarsviðið.
Setjum svo, að við bætist 2 falendur, annar getur borgað
4000 krónur, hinn 3500. Sá fyrsti, hæstbjóðandinn, er viss
að fá listaverkið, en hann verður að greiða meira en 4000
kr. Verðið leikur þá milli 5 og 4urra þús. Séu aftur á
móti margir seljendur, myndast verðið milli framboðsverðs
þess seljanda, er lægst býður og hins, sem býður næst lægst.
Svo er háttað um ílestar vörur, aö fjöldi manna keppir