Réttur - 01.02.1921, Side 54
54 Réttur.
um að selja þær, og enn fleiri um að kaupa. Á heimsmark-
aðinum er svo hátiað í aðaldráttum, að annarsvegar er fjöldi
seljenda, hins vegar kaupenda. Hæstbjóðandi falandi og
lægst bjóðandi frambjóðandi marka svigrúm verðmyndunar-
innar. Verslunarviðskifti geta því að eins fram farið, að
hæsta tilboð sé hærra en lægsta falboð; falli saman tilboð
og falboð, mun lítið verða úr viðskiftum. Hvorugur sér hag
í skiftum. Ef varan, sem látin er föl, fullnægir að eins eða
ekki að fullu þörfum hæstbjóðanda, verður hann að bjóða
hærra í hana en næstbjóðandi. Verðið liggur þá milli fal-
verðs þessara tveggja falenda. Vilji hæstbjóðandi greiða 100
kr.., en lægstbjóðandi 90 kr., feikur verðið á milli 100 og
90. Sé vörumagnið meira en handa einum og seljendur aðrir
fúsir að láta vöruna við lægra verði, þá keppa þeir um að
lækka verðið, og hugsuin við okkur falendum skipað í flokka
eftir falverði þeirra, þá getur falverð 2., 3., 4. eða 5. kaup-
anda ráðið verði vörunnar. Ef lægstbjóðandi framleiðandi. á
svo miklar vörubirgðir, að hann geti birgt alla eftirspyrjend-
ur upp, verður hann að láta forða sinn falan við lægsta
verði, vilji hann koma honum öllum út. Verðið myndast þá
í bilinu milli framboðsverðs hans og næsta frambjóðanda að
ofan. Nú eru kaupendur að meiru og við hærra verði, þá
hækkar verðið og framboðsverð 2., 3. og 4. framleiðanda
ræður þá eftir atvikum verði vörunnar. En meðan til eru
seljendur, sém eigi hafa komið vöru sinni út, þótt þeir séu
fúsir að láta hana afhendis við lægra verði, þá verður enn
verðfall, og meðan eftir eru kaupendur, sem þurfa meiri vör-
ur og vilja gefa meira fyrir þær, verður enn falverðslækkun.
En þegar svo er komið, að allir hafa fengið fullnægju sína
og allir komið vörum sínum út, þá skapast markaðsverðið
hjá þeim, sem síðast eiga kaup saman.
Á heimsmarkaðinum myndast verðið auðvitað ekki eins og
á uppboði. Viðskiftaaðilar hver og einn afla sér svo ræki-
legrar vitneskju, sem kostur er á, um markaðsskilyrðin, um
forðamagnið, framboð og fölun. Síðan geta þeir sér til um
niðurstöðuna og liaga kaupum og sölum eftir því.