Réttur - 01.02.1921, Síða 55
Um verðfrœði.
55
Þá má leitast við að skýra þetta með tölum.
Verðmyndunin, þegar margir eru kaupendur.
Taldálkur. Framboðsdálkur.
K I 100 S I 95
K 11 90 S 11 80
K 111 75 S III 70
K IV 50 S IV 40
K V 40 S V 35
Kaupendur (K) má floklca niður eftir kauporku þeirra. K I
er sá fiokkur kaupenda, sem vilja og geta keypt vörueining-
una fyrir 100 kr., t. d. vörueininguna 100 pd. ullar fyrir
100 kr. Seljendur (S) getur maður einnig flokkað niður.
S I er sá flokkur seljenda, sem geta selt vörueininguna fyrir
rninst 90 kr. sér að skaðlausu, en vilja gjarnan fá meira. Af
þessum tveim dálkum sér maður, að þegar verðið er t. d.
110 krónur, fæst enginn kaupandi, en sé verðið 95 krónur,
þá kaupir K I, og falli verðið niður í 40, kaupa kaupendur
allir. Eftirfarandi töludálkar sýna Ijóslega, hvar og hvernig
markaðsverðið myndast:
Sé verðið
110 kr., þá eru K 0 en S V
100 J — — K I — s V
90 } — — K II — s IV
75 } - — K III — s III
50 kr., þá eru K IV en s II
40 — K V — s II
35 — — K V — s I
30 — — K V — s 0
Markaðsverðið er 75 krónur.
Verðfræðingar segja, að framboð og fölun ráði markaðs-
gildi varanna. Mikið framboð og veigalítil fölun valda lágu
markaðsgildi eða mati, en lítið framboð og mikil fölun eða
falgirni skapa hátt markaðsgildi. F*etta er þó því að eins
rétt, að tekið sé tillit til verðs þess, sem seljendur heimta og
kaupendur bjóða, því að verðið er á sama hátt háð framboði
og fölun, eins og framboð og fölun eru á hinn bóginn undir
áhrifum verðsins. Áhrifin eru því gagnkvæm.
En saga verðsins er ekki sögð öll enn. Framleiðslukostn-
aðurinn á sinn þátt í þeiui sögu. Á honum er bygt við