Réttur


Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 56

Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 56
56 Réttur. framboðið. Frjáls samkepni ræður hér enn nokkru um, svo og að auðið sé að framleiða vöruna á ný. Með auknu eða minkuðu framboði leitast framleiðendur við að skapa slíkt hlutfall milli framleiðslukostnaðar og vöruverðs, að starf þeirra verði þeim sem arðmest. Pegar fratnleiðslan á einhverju framleiðslusviðinu gengur vel, verður afleiðingin venjulega sú, að þeir einstöku framleiðendur auka framleiðslu sína og að nýir bætast í framleiðendahópinn. Afleiðingin verður auk- in samkepni, en aukin samkepni veldur aftur verðlækkun fram- leiddu vörunnar eða auknum framleiðslukostnaði. Aukin eftir- spurn vinnuafls, hráefna, verkfæra o. ffl. hefir verðhækkun þeirra í för með sér. í bæði skiftin hafir kepnin komið því til leiðar, að verð og framleiðslukostnaður hafa nálgast hvort annað. A hinn bóginn verða framleiðsluörðugleikar því vald- andi, að framleiðendur leitast við að færa framleiðslukostnað- inn niður eða minka framboðið. Til framleiðslukostnaðar verður hér að telja sérhver útgjöld, sem framleiðslan hefir í för með sér. Framleiðendur eiga við misjöfn kjör að búa og fyrir því er framleiðslukostnaður þeirra mjög misjafn, en verðið getur alls ekki farið eftir því og sumir framleiðenda græða þvi mikið, aðrir nokkuð og lítið eða ekkert. T. d. er framleiðslukostnaður bænda næsta misjafn; fé sumra gengur svo að segja sjálfala, þeir eiga landgæða-jarðir og nálægar, auðunnar og grösugar engjar. Aðrir verða að gefa búpen- ing sínum inni allan veturinn og stundum meira, jarðir þeirra eru landléttar, engjar votar og seinunnar og lítt grasgefnar. Verð búsafurðanna verður því að vera svo hátt, að þeir, sem sitja á slæmu jörðunum, fái kostnað sinn endurgoldinn og þar að auki framleiðslueyrir. Hinir græða meira eða minna. Slíkt hið sama á sér stað á öðrum framleiðslusviðum, þar sem þörf krefur svo aukinnar framleiðslu, að nota verður einnig lélegar auðlindir. Verðið hlýtur því að hækka svo, að svari þessum auknu útgjöldum, sem nauðsynleg eru til að fullnægja þörfinni á markaðinum. B. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.