Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 59

Réttur - 01.02.1921, Side 59
Baðstofuhjal. 59 rætur pálmanna. Við enda gangsins er sæti. Getið þið kos- ið ykkur ánægjulegra sæti en þetta, með frumskóginn á þrjá vegu, blómskrúðið við fætur og gullfiskatjörnina framundan? Eða kjósið þið máske heldur hásæti konunganna uppirá jök- ultindi hefðarinnar, þar sem ekki er stingandi strá í kring? í aðalhöllinni eru svalir alt í kring, um 12 álnir frá jörðu. Þangað upp liggja skrúfustigar. Pegar eg horfði yfir salinn af svölum þessum, fanst mér eg fyrst sjá frumskóga í allri sinni dýrð. En bezt af öllu eru þó karl og kerling, sem leiða mig og elta um völundarhús frumskógarins. Þau virðast eiga heima í þessari stóru baðstofu, og hafa búið þar lengi. Þau elska hvert tré og livert blóm. Þau vita deili á öllu og eru ekki í rónni, nema gesturinn fái líka að vita. Þau eru Adam og Eva, sem altaf fá að búa í Paradís. Eg kom seinna í plöntubaðstofur, þar sem enginn var að leiðbeina og ekki var til neins að spyrja, því þeir, sem dag- lega umgangast plönturnar, vissu engin deili á þeim. Eg fór að hugsa um. hvort auðvelt mundi að finna svo marga ófor- vitna menn, er alist hefðu upp í íslenzkum sveitabaðstofum, þar sem einn les fyrir alla og allir fyrir einn, á íslenzkum sveitaheimilum, þar sem hugur og hönd æfast saman að þörfum og störfum og í baráttunni við íslenzka náttúru, sem altaf ber upp gátur. Mér fanst þeir mundu hafa vaxið upp á ófrjóum borgarstrætum og í ófrjóum borgarstofum. Eg stend aftur á sænskri grund. Eg er staddur á »Skansen« í Stokkhólmi, sem mun vera frægastur skemtistaður Svía. Eg geng inn í veitingahús, einmitt af því það er öðruvísi en öll önnur veitingahús, sem eg hefi séð. Pað er stór portbygð baðstofa með torfþaki. Eg fer upp á »Loftet« og sezt þar að snæðingi ásamt öðrum. Við etum hrcindýrasteik og flatbrauð. Slúlkur í gömlum lajóðbúningum ganga um beina. Á meðan

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.